Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 37
Ljósá
bryggjan sem gengið var eftir til að opna
hana hafði funað burt. Við það lagðist
rekstur virkjunarinnar niður.
Ljósárvirkjun hefur þar af leiðandi ekki
verið í gangi síðustu fjóra áratugina. En
heimamenn og RARIK hafa haldið opnum
þeim möguleika að hún yrði gangsett aftur.
Meðal annars var stöðvarhúsið standsett á
árunum 1985-6 í tilefni af 200 ára
kaupstaðarafmæli Eskiijarðar. Og nú er
hafín allsherjar standsetning á virkjuninni.
Itarleg viðgerð fer firam á stöðvarhúsinu og
byrjað er að huga að vélasamstæðunni.
Síðasti áfanginn verður viðgerð á inntaks-
stíflunni og aðrennslispípunni. Ef til vill
þarf að endurhlaða stífluna að mestu leyti.
Ekki hefur verið gefín upp endanleg
dagsetning á verklokum en ljóst er að þau
verða fyrir 100 ára afmæli virkjunarinnar,
2011.33
Viðauki: Virkjanir í Grjótá
Grjótá rennur til sjávar í gegnum byggðina
á Eskifxrði fyrir innan Ljósá. Vatnið úr
henni var lengi notað til fískþvotta í salt-
fískverkun. En einnig hefúr vatn árinnar
verið notað til að knýja þrjár vatnsafls-
virkjanir í einkaeigu.
Klofavirkjun 1: Hlöðver Jónsson,
fæddur um 1910, rak bakarí í þorpinu. Hann
reisti virkjun um 1935 í Klofaskriðu, sem
áin rennur í gegnum. Þar á að hafa verið
húsið Klofi sem sópaðist burt í flóði árið
1849. Virkjun Hlöðvers var með yfírfalls-
hjóli. Ekkert þrýstivatnsrör var notað heldur
var vatnið leitt í láréttum stokk að
yfirfallshjólinu. Hjólið, sem var 2-3 m í
þvermál, var með skóflum sem söfnuðu i
sig vatni og sigu við það niður. Þetta er
aldagömul tækni og fyrsta virkjun landsins,
virkjun Jóhannesar Reykdal 1904, var með
Helgi Garðarsson með hverfilhjólið úr Grjótár-
virkjun. Ljósmvndari og eigandi myndar: Helgi
Máni Sigurðsson.
sama hætti. Frá miðju vatnshjólsins lá öxull
að rafala. Þar á milli var gírkassi úr bíl sem
stýrði snúningshraða rafalans. Þessi tækni
var óhentug og notaðist Hlöðver við
virkjunina í stuttan tíma, 1 -2 ár.
Klofavirkjun 2: Hún var með hefð-
bundnari hætti. Vatnið var tekið 300
metrum ofar í ánni. Þar var ekki inntaksþró,
því þetta var rennslisvirkjun. Fall vatnsins
var 80 rnetrar. í stöðvarhúsinu, neðar í
skriðunni, var Pelton-hverfíll og rafali sem
var 2-3 kW. Það dugði til lýsingar á heimili
Hlöðvers og í bakaríinu. Stundum voru það
einu húsin í hreppnum sem ljós sást í vegna
vatnsleysis í Ljósá. í bakaríinu var
rafmagnsklukka og fóru þorpsbúar stundum
þangað til að stilla klukkur sínar eftir henni.
Þessi virkjun var starfrækt í 12-15 ár, fram
undir 1950. Helstu erfiðleikar við hana voru
af völdum flóða og aurburðar. Hún var að
lokum tekin niður og sett í bæjarlækinn á
jörðinni Eskifirði.
33 Jökull Hlöðversson viðtal, Rafveitur á íslandi 1970, Kristján Kristjánsson viðtal.
35