Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 53
Erla Ingimundardóttir
Minningabrot
r
g ætla að tína saman nokkra minnis-
punkta frá bemskuárum mínum á
Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, þar
sem ég er fædd 5. nóvember 1936 og átti
heima þar til ég er 8 ára, eða til haustsins
1944 að ég flyst með foreldrum mínum að
Svalbarði á Þórarinsstaðaeyrum, litlu innar
í firðinum en Þórarinsstaðabærinn stóð.
Þórarinsstaðir og Eyrarnar
Þórarinsstaðaeyrar er það land nefnt, sem
Þórarinsstaðir áttu en Hánefsstaðaeyrar það
sem tilheyrði Hánefsstöðum. Var þetta
svæði í daglegu tali kallað Eyrar. Frá
Þórarinsstöðum var farið niður á Eyrar og
einnig frá Hánefsstöðum.
Staðhættir era þannig þama, að Eyramar
eru niður við sjóinn og var þar dálítill þétt-
býliskjami. Þórarinsstaða- og Hánefsstaða-
bæir em aftur á móti nær ijallsrótunum og
því nokkur bratti að þeim. Þetta voru
stórbýli á þeirra tíma mælikvarða. (A
Hánefsstöðum er enn búið stórbúi með nú-
tíma búnaðarháttum).
Bændurnir á þessum bæjum áttu tvo til
þrjá báta, sem gerðir voru út frá Eyrunum á
sumrin og réru með línu. Þá var og mikill
búskapur, kýr, kindur og hestar.
Pabbi og mamma
Foreldrar mínir vom Þórey Sigríður Gúst-
afsdóttir, fædd 12. apríl 1912 og Ingimund-
ur Guðmundsson fæddur 13. júli 1905.
Mamma var frá Djúpavogi en hún kom
1926, þá 14 ára, vinnukona að Þórarins-
stöðum. Hún vann alla tíð rneðan hún var
vinnukona, eða til ársins 1935 að hún giftir
sig, í eldhúsinu sem kallað var, það er við
matargerð, þvotta og ræstingu.
Pabbi var alinn upp á Þórarinsstöðum
frá sjö ára aldri, en þá missti hann föður
sinn. Foreldrar hans bjuggu á Eyrunum og
var afi minn ættaður af Suðurnesjum, en
amrna úr Skaftafellssýslum. Pabbi vann alla
tíð við Þórarinsstaðaútgerðina niðri á
Eyrum.
Pabbi og mamma fengu tvö herbergi á
Þórarinsstöðum þegar þau byrjuðu að búa.
Lítið kvistherbergi sem var útbúið sem
eldhús. Þetta herbergi var svo pínulítið að
ég efast um að það hafi verið meira en 4
fermetrar. Þarna var kolavél og frá henni
leiddi pabbi miðstöðvarhitun í hitt
herbergið sem þau höfðu og var bæði stofa
og svefnherbergi. Rennandi vatn var í litla
eldhúsinu, en enginn vaskur og þurfti að
bera allt skólp út.
Fólkið á Þórarinsstöðum
Á Þórarinsstöðum bjuggu lijónin Sigurður
Jónsson f. 29. sept. 1868 og Þórunn Sigurð-
ardóttir f. 8. des. 1859. Hjá þeim ólst pabbi
minn upp. Fleiri böm voru alin upp hjá
þeim hjónum, má þar nefna Sigurð
Magnússon f. 13. apríl 1909, sem fluttist
suður Garð og svo til Vestmannaeyja en
51