Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 55
Minningabrot
rófur og næpur. Ég veit að hún lét
stúlkumar sækja arfa og fíflablöð til að setja
út í skyrið. Þetta gerði hún þegar þessar
jurtir vom sprottnar og fólkið hafði ekki
fengið nýtt grænmeti frá því haustið áður.
Sulta og saft var búin til úr rabbarbara sem
mikið var til af á Þórarinsstöðum. Blóma-
garður var fyrir framan húsið og þar var
rifsberjarunni, berin af honum voru nýtt í
sultu.
Blómagarðurinn var verk Finnu. Hún
fékk birkitré frá Hallormsstað sem voru
gróðursett þar, einnig ræktaði hún fjölær
blóm. Stofúblóm voru alltaf á Þórarins-
stöðum. Mest af þeim voru rósir. Finna fékk
mikið hrós fyrir, hjá fólki sem kom í
heimsókn, hvað blómin væm falleg.
Guðfmna ver líka mjög myndarleg við
saumaskap. Hún hafði lært að sauma
karlmannaföt. Saumaði hún margan herra-
klæðnaðinn á þessu tímabili. Hún saumaði
líka kápur og á margar stúlkur saumaði hún
fermingarkjólana.
Það fólk á Þórarinsstöðum sem mér er
ríkast í minni, er að sjálfsögðu Sigurður
fóstri pabba míns og Finna, ég kallaði hana
alltaf ömmu. Hún sagði mér að gera það og
mun ég þá hafa verið mjög ung, trúlega rétt
að byrja að tala, því ég minnist þess ekki að
hafa nokkum tíman kallað hana annað.
Vinnumenn og vinnukonur voru alltaf á
heimilinu, enda þurfti margt fólk til að anna
öllum þeim störfum sem vinna þurfti.
Sigurður hafði yfirumsjón bæði með
útgerðinni og búskapnum, þótt svo væm
ráðsmenn sem sáu um vinnuna dags
daglega. I dag myndum við kalla þessa
menn verkstjóra.
Sá maður sem lengst sá um daglega
stjómun heima á búinu var Bjöm Bjöms-
son. Hann átti heima niðri á Eyrum, í
Sjávarborg. Á hverjum einasta degi fór
Bjöm á milli heimilis síns og Þórarinsstaða.
Erla og Guðfinna ráðskona.
Eigandi myndar: Erla Ingi-
mundardóttir.
Kom á morgnanna um áttaleytið og fór ekki
heim fyrr en eftir mjaltir á kvöldin. Þetta er
um tveggja kílómetra löng leið og mjög
snjóþungt á vetuma. Þá voru ekki bílar.
Vinnumenn á sumrin voru alltaf tveir til
þrír. Ég man að Pétur sonur Björns, vann
þar mjög oft. Svavar Sigurðsson sem var að
miklu leyti alinn upp hjá Sigurði, vann við
búskapinn. Svavar var fæddur 13. nóvem-
ber 1922. Mér er ekki kunnugt um hvaðan
hann var en hann mun ekki hafa verið
hjónabandsbam. Synir Sveins Sigurðssonar
komu á hverju sumri eftir að þeir stálpuðust
og fóru að geta gert gagn. Sigurður
Magnússon vann alltaf við búskapinn.
Guðfínna stjórnaði verkunum inni.
Mamma sagði mér, að það hefði verið venja
þegar hún var vinnukona að stúlkurnar, sem
voru oftast ijórar, skiptust á. Tvær unnu í
eldhúsinu í viku og hinar tvær sáu þá um
þvotta.
Þær konur sem ég man best eftir voru
Jóhanna Magnúsdóttir (Hanna), kona
Sigurðar Magnússonar. Hún vann í
eldhúsinu en líka í heyskapnum á sumrin.
Unnur Kristjánsdóttir, frá Einholti á Mýrum
I Hornafírði, frænka Finnu, var nokkur
sumur vinnukona í inniverkum. Unnur var
einu sinni að hreinsa físk sem hún ætlaði að
53