Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 56

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 56
Múlaþing Sigurður á Þórarinsstöðum með Þórunni og Erlu. I baksýn er blómagarður Finnu. Eigandi myndar: Erla Ingimundardóttir. fara að sjóða. Sýndi hún mér þá fallega rauða fiskinn sinn og spurði hvort ég hefði nokkum tíman séð svona fallegan físk, en það hafði ég auðvitað ekki. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá silung. Steinunn systir Unnar var þarna einnig eftir að Unnur hætti og þá í sömu störfum. Sú kona sem ég hlakkaði alltaf svo mikið til að kæmi á vorin var Guðleif Stefánsdóttir frá Djúpavogi. Hún var í mörg ár á Þórarinsstöðum og vann alltaf við búskapinn í útiverkum. Guðleif ( Leifa) var alltaf komin um það leyti sem farið var að koma skítnum á túnin, að minnsta kosti kenndi hún mér hvernig átti að reisa skánina þannig að hún yrði fljótari að þoma. Leifa fór stundum i heimsókn fram í Hánefsstaði, en þar hafði hún verið vinnu- kona áður en hún kom í Þórarinsstaði. Mér fannst óskaplega flott að sjá til hennar þegar hún lagði af stað, því hún prjónaði alltaf á leiðinni. Hún hafði hnykilinn í handarkrika vinstri handar og vatt ofan af honum eftir þörfum. Leifa mín eyddi ekki tímanum í iðjuleysi, ég held að henni hafi aldrei fallið verk úr hendi. Þegar ekki var verið í útivinnunni var hún að gera við föt, eða að prjóna. Leifa fór ekki frá Þórarinsstöðum á haustin fyrr en eftir sláturtíð. Helga Hallgrímsdóttir frá Skálanesi, sem er ysti bær við Seyðisfjörð sunnan verðan, var um tíma á Þórarinsstöðum í inniverkum. Ekki geri ég mér grein fyrir hvað Helga var lengi, en trúlega hefur það verið ár eða meira. Hún var mjög dugleg að sauma út. Finna lét hana sauma út í kodda- ver og kannski eitthvað fleira sem ég man nú ekki. Þegar Helga var búin að vaska upp og ganga frá í eldhúsinu eftir hádegismatinn tók hún til við handavinnuna og saumaði fram að kaffitíma. Ég fylgdist vel með þegar hún fór að sauma, því ég vildi alltaf vera hjá henni og var þá með mitt saumadót. Við sátum alltaf uppi á eldhús- borði við gluggann þar sem birtan var best. Þetta mun hafa verið að vetrarlagi. Nokkru eftir að Helga fór frá Þórarins- stöðum kom hún í heimsókn og færði mér hvítt léreft og tvær rauðar dokkur af árórugarni af því henni fannst ég svo dugleg að sauma. Mamma saumaði á mig svuntu úr léreftinu og svo saumaði ég út í svuntuna. Að sjálfsögðu var margt fleira fólk á Þórarinsstöðum, en þetta er mér minni- stæðast. Ein er þó sú manneskja sem ég hef ekki minnst á ennþá en mér fínnst í raun að hún hafí alltaf verið með mér í öllu sem ég gerði. Þetta er Þómnn Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Magnússonar og Jóhönnu Magnúsdóttur konu hans. Þómnn er fædd 22. janúar 1938 og er því riimu ári yngri en ég þó að ártölin séu tvö á milli okkar. Við Þómnn lékum okkur alltaf saman eftir að báðar gátu farið að leika sér. Vomm við mjög góðar vinkonur meðan báðar vom á Þórarinsstöðum, en hún flutti þaðan 1942 með foreldrum sínum. Þá skildu leiðir 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.