Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 56
Múlaþing
Sigurður á Þórarinsstöðum með Þórunni og Erlu.
I baksýn er blómagarður Finnu. Eigandi myndar:
Erla Ingimundardóttir.
fara að sjóða. Sýndi hún mér þá fallega
rauða fiskinn sinn og spurði hvort ég hefði
nokkum tíman séð svona fallegan físk, en
það hafði ég auðvitað ekki. Þetta var í fyrsta
skipti sem ég sá silung. Steinunn systir
Unnar var þarna einnig eftir að Unnur hætti
og þá í sömu störfum.
Sú kona sem ég hlakkaði alltaf svo
mikið til að kæmi á vorin var Guðleif
Stefánsdóttir frá Djúpavogi. Hún var í mörg
ár á Þórarinsstöðum og vann alltaf við
búskapinn í útiverkum. Guðleif ( Leifa) var
alltaf komin um það leyti sem farið var að
koma skítnum á túnin, að minnsta kosti
kenndi hún mér hvernig átti að reisa
skánina þannig að hún yrði fljótari að
þoma.
Leifa fór stundum i heimsókn fram í
Hánefsstaði, en þar hafði hún verið vinnu-
kona áður en hún kom í Þórarinsstaði. Mér
fannst óskaplega flott að sjá til hennar þegar
hún lagði af stað, því hún prjónaði alltaf á
leiðinni. Hún hafði hnykilinn í handarkrika
vinstri handar og vatt ofan af honum eftir
þörfum. Leifa mín eyddi ekki tímanum í
iðjuleysi, ég held að henni hafi aldrei fallið
verk úr hendi. Þegar ekki var verið í
útivinnunni var hún að gera við föt, eða að
prjóna. Leifa fór ekki frá Þórarinsstöðum á
haustin fyrr en eftir sláturtíð.
Helga Hallgrímsdóttir frá Skálanesi,
sem er ysti bær við Seyðisfjörð sunnan
verðan, var um tíma á Þórarinsstöðum í
inniverkum. Ekki geri ég mér grein fyrir
hvað Helga var lengi, en trúlega hefur það
verið ár eða meira. Hún var mjög dugleg að
sauma út. Finna lét hana sauma út í kodda-
ver og kannski eitthvað fleira sem ég man
nú ekki.
Þegar Helga var búin að vaska upp og
ganga frá í eldhúsinu eftir hádegismatinn
tók hún til við handavinnuna og saumaði
fram að kaffitíma. Ég fylgdist vel með
þegar hún fór að sauma, því ég vildi alltaf
vera hjá henni og var þá með mitt
saumadót. Við sátum alltaf uppi á eldhús-
borði við gluggann þar sem birtan var best.
Þetta mun hafa verið að vetrarlagi.
Nokkru eftir að Helga fór frá Þórarins-
stöðum kom hún í heimsókn og færði mér
hvítt léreft og tvær rauðar dokkur af
árórugarni af því henni fannst ég svo dugleg
að sauma. Mamma saumaði á mig svuntu úr
léreftinu og svo saumaði ég út í svuntuna.
Að sjálfsögðu var margt fleira fólk á
Þórarinsstöðum, en þetta er mér minni-
stæðast.
Ein er þó sú manneskja sem ég hef ekki
minnst á ennþá en mér fínnst í raun að hún
hafí alltaf verið með mér í öllu sem ég
gerði. Þetta er Þómnn Sigurðardóttir, dóttir
Sigurðar Magnússonar og Jóhönnu
Magnúsdóttur konu hans. Þómnn er fædd
22. janúar 1938 og er því riimu ári yngri en
ég þó að ártölin séu tvö á milli okkar.
Við Þómnn lékum okkur alltaf saman
eftir að báðar gátu farið að leika sér. Vomm
við mjög góðar vinkonur meðan báðar vom
á Þórarinsstöðum, en hún flutti þaðan 1942
með foreldrum sínum. Þá skildu leiðir
54