Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 58

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 58
Múlaþing saltaður á þessurn árum. Bryggjan var fram af þessum húsum og öll voru þau einhvem veginn sambyggð. Aðal Sjólystarhúsið var þó það sem fólkið sem vann á eyrinni borðaði í. Eitthvað af karlmönnunum svaf einnig þar, sennilega þá aðkomusjómenn. Þar var ráðskona sem sá alveg um mat og kaffl handa fólkinu. Eldhúsið var frekar lítið og búr innúr því. Við hliðina á eldhúsinu var stór matsalur og á efri hæðinni lítið herbergi fyrir ráðs- konuna og svefnsalur fyrir sjómennina eða þá menn sem áttu ekki heima á Eyrunum. Þórarinsstaðaheimilið sá þessu fólki fyrir öllum sláturmat, kjöti, kartöflum og mjólkurvörum, skyri, smjöri, nrjólk og rjóma. Eg var að segja frá Sjólystarhúsunum. Þrjú hús voru þama til viðbótar sem ekki vom sambyggð hinum húsunum. Lítið hús var rétt innan við aðalbyggingamar, ekki veit ég hvað þetta hús var notað meðan að mestu umsvifm voru í útgerðinni eða hvort það hefur verið byggt seinna. En á síðustu árum útgerðarinnar var það notað sem beitningarskúr og gátu 6-7 manns beitt þama. Hin húsin hvort um sig stóðu dálítið frá Sjólyst. Það var annars vegar hús þar sem helmingurinn var hjallur en hinn hlutinn geymsla fyrir það sem tilheyrði þessum atvinnurekstri. Hitt húsið var íshús eins og tíðkuðust á þessum tíma. Steyptir þykkir veggir og bratt bámjámsþak. Inn í þetta hús var mokað snjó á vetuma og svo var geymt í snjónum það sem átti að haldast óskemmt. Þama var til dæmis geymd síldin, sem notuð var í beitu á línuna, líka var geymt kjöt frá sláturtíðinni á haustin, þannig að nýtt kjöt var á borðum á Þórarins- stöðum mest allt árið. Eg man að stundum fór pabbi ásmt öðrum karlmönnum á veturna að moka snjó inn í íshúsið, svoleiðis var kuldanum og frostinu haldið við í húsinu. Þórarinsstaðahúsið Húsakostur á Þórarinsstöðum var góður. Ibúðarhúsið var tvær hæðir og kjallari undir hluta þess. Ef ég reyni í fáum orðum að lýsa herbergjaskipan lauslega, þá var gengið inn í húsið upp þrjár til fjórar trétröppur og inn í litinn fremri gang þar sem hægt var að hengja upp utanyfirföt og geyma skótau, sem notað var dagsdaglega. Inn úr þessum litla gangi var annar gangur dálítið lengri og úr honum lá stigi upp á loftið, búr var undir stiganum og svo var gengið inn í eldhúsið úr honum. Þessi gangur var gluggalaus. Eldhúsið var nokkuð stórt á þeirra tíma mælikvarða. Þar var stór eldhúsbekkur, annar minni bekkur þar sem skyrbyttan, eða það ílát sem skyrið var hleypt í, stóð alltaf áog lítill bekkur sem skilvindan stóð á og alltaf kallaður skilvinduskápurinn. Svo var auðvitað eldavélin, stór svört kolavél og vaskur, hvítur emaleraður. Hleri var í gólfinu og þar stigi niður í kjallara. I kjallaranum var eingöngu geymdur mamr, sláturtunnur voru þar margar, enda þurfti ekkert smáræði af mat handa öllu þessu fólki fýrir heilt ár og slátur var á borðum daglega. Skyrið var líka sett þar á síu. í hvert einasta skipti sem kjallara- hlerinn var opnaður, sagði sá eða sú sem ætlaði niður, „varið ykkur“. Þetta var að sjálfsögðu gert til að fólkið vissi að opið var í kjallarann og dytti ekki niður. Ég veit ekki til að nokkur hafi dottið niður í kjallarann á Þórarinsstöðum af því að hann hafi ekki vitað að það var opið niður. Að sjálfsögðu kom fyrir að fólk hrasaði í stiganum. Inn úr eldhúsinu var stofa, oft kölluð baðstofa. Þar borðaði heimilisfólkið við stórt borð en ekkert matarborð var í 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.