Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 62
Múlaþing
atvinnu við bátana, en það voru margir
bátar gerðir út frá Eyrunum á þessum árum,
þó enn fleiri hafi þeir verið fyrir mitt minni,
en það hefur verið skráð á öðrum stað.
Ég ætla að segja lítilsháttar frá húsunum
á Eyrunum og fólkinu sem átti þar heima.
Byrja á næsta húsi innan við Þórarinsstaði
og halda inn eftir.
Hagi hét næsta hús innan við Þórarins-
staði. Þangað hefur verið 10-15 mínútna
gangur. Þetta var eina húsið sem sást frá
Þórarinsstöðum og er eiginlega ekki hægt
að segja annað en Hagi hafi verið mitt á
milli Þórarinsstaða og Eyranna þó nær
Eyrunum. Þetta var tvílyft steinhús. Hjónin
sem byggðu Haga og bjuggu þar hétu
Dórótea Ingimundardóttir og Jón Þorsteins-
son
Þessi Jón Þorsteinsson, f. 5. sept. 1900,
var sonur hjónanna í Haga í Mjóaíirði þar
sem Guðfinna á Þórarinsstöðum var á
unglingsárum og kallaði hún Jón oft bróður
sinn.
Þau hjónin áttu tvo syni, Ingimund og
Þorstein. Jón var sjómaður mótoristi
(vélamaður) á Þór. I kjallaranum í Haga var
lítil íbúð e.t.v. ekki nema eitt herbergi og
eldhús. Aðeins er í mínu minni, að þar áttu
heima hjón sem hétu Ásgeir Stefánsson og
Þóra Jónsdóttir. Þau áttu dóttur sem hét
Ingibjörg. Hún giftist suður að Kirkjubæjar-
klaustri. Ingibjörg var á aldur við mömmu
mína.
Gullsteinseyri var alveg niðri við sjóinn.
Það var steinhús á einni hæð og herbergi í
risi. Þar áttu heima Guðmundur Einarsson
Bekk og kona hans Vilborg Jónsdóttir.
Þeirra börn voru uppkomið fólk og farið að
heiman þegar ég er krakki og þekkti ég það
ekki neitt nema son þeirra sem var mjög
fatlaður gekk við hækju og staf. Hann hafði
fengið lömunarveiki þegar hann var bam.
Þessi maður hét Einar Bekk. Hann var
stundum fenginn til að kenna börnum að
lesa og þá sennilega ef bömunum hefur
gengið það eitthvað erfiðlega. Guðmundur
vann við útgerð hjá mági sínum Eiríki í
Sjávarborg. Ég heyrði þá sögu að í íjömnni
nálægt þessu húsi væri steinn sem gull væri
undir. Ef ætti að reyna að ná gullinu myndi
brenna bærinn á Dvergasteini, sem var
prestsetur fyrir norðan ijörðinn.
Brekka var litlu framar en Gullsteins-
eyri. Húsið var tveggja hæða steinhús og
stóð í mjög brattri brekku. Það byggði
Guðmundur Brynjólfsson. Hans kona var
Guðmunda Guðmundsdóttir. Þau áttu ijórar
dætur sem allar voru yngri en ég. Þær eru:
Þórhanna fædd 1938, Magna Sigurveig
fædd 1940, Hrefna fædd 1942 eða 3 og
Jóhanna Margrét fædd 1945. Ég lék mér
mikið við þrjár eldri dætumar eftir að við
fluttum í Svalbarð. Guðmundur var
sjómaður á Nirði. Hann hafði lært skósmíði
og gerði stundum við skó.
Dagsbrún var tvílyft timburhús með
háalofti og kjallara. Þar áttu heima tvær
ijölskyldur í sitt hvomm hluta hússins. í ytri
endanum áttu heima Þórarinn Þorsteinsson,
bróðir Jóns í Haga og Regína Eiríksdóttir.
Þau áttu þrjú börn, Þorberg, Sveinhildi og
Þórdísi, sem öll vom fullorðin þegar ég
man fyrst. Þórarinn var formaður á Þór.
í innri endanum bjuggu Guðmundur
Bjarnason og Ingibjörg Ólafsdóttir. Þeirra
börn vom allt fullorðið fólk, systumar á
aldur við mömmu mína. Þau voru:
Rebekka, Soffía, Hildur og Haukur.
Guðmundur var formaður á Nirði. Ingibjörg
var í mörg sumur ráðskona í Sjólyst.
Sjólyst, sem ég hef áður sagt frá var
næst fyrir innan Dagsbrún. Beint upp af
Sjólyst uppi á dálitlum mel var Svalbarð,
timburhús á steyptum grunni, á einni hæð
með nokkuð bröttu risi og var þar
manngengt háaloft þar sem ýmislegt var
60