Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Side 65
Minningabrot
Sigurborg tók við ráðskonustarfinu í
Sjólyst eftir að Ingibjörg í Dagsbrún hætti
og mun hún hafa verið síðasta ráðskonan
þar. Sigurborg saumaði mikið af kven-
fatnaði, kápur og kjóla. Mér er ekki
kunnugt um hvort hún var lærð en margir
leituðu til hennar.
Næsta hús framan við Sjávarborg hét
líka Sjávarborg. Samt var það oft kallað
Stefánshús og mun það vera kennt við þann
sem byggði húsið. Fólkið sem bjó þarna var
alltaf kennt við Sjávarborg. Þar bjuggu
Eiríkur Vigfússon ömmubróðir minn og
kona hans Þóranna Einarsdóttir. Þau áttu
tvær dætur, Regínu, sem bjó í Dagsbrún og
Dagmar (Döggu), sem giftist aldrei og átti
enga afkomendur. Dagga var alla tíð hjá
foreldrum sínum og annaðist þau. Þóranna
bjargaðist úr snjóflóðinu mikla á
Seyðisfírði 1884 þá tveggja ára. Eiríkur var
útgerðarmaður, hans bátur hét Emilí
(Emilý). Eiríkur hafði margt fólk í vinnu á
sumrin eins og aðrir sem gerðu út. Eg veit
um nokkuð marga hér á Djúpavogi sem
voru sumar eftir sumar hjá honum.
Sjávarborg var timburhús á einni hæð en
herbergi voru upp á lofti og þá undir súð.
Húsið stóð alveg niðri í flæðarmáli.
Föðurafí minn Guðmundur Sumarliðason,
ættaður af Suðurnesjum og amrna mín
Guðný Vigfúsdóttir, áttu heima þarna
meðan þau bjuggu, sem ekki hefur verið
langur tími, því afí dó 1912. Afí og amma
bjuggu í Sjávarborg (Stefánshúsi) frá 1908-
1912. Þau eignuðust þrjá syni: Þorberg f. 8.
júní 1902, Ingimund (föður minn ) f. 13. júlí
1905 og Vigfús f. 21. okt. 1908.
Hátún var lítið grasbýli og stóð nokkru
ofar en hin húsið á Eyrunum, eða nær
fjallsrótunum. Það var tveggja hæða
steinshús. Það mun vera byggt þar sem áður
var býli sem hét Fögruvellir. Hjónin sem
þar bjuggu voru Emil Guðjónsson, bróðir
Guðmundur Sumarliðason og Guðrún
Vigfúsdóttir föðurforeldrar höfundar.
Eigandi myndar: Erla Ingimundardóttir.
Margrétar og Sigurborgar í Sjávarborg, og
Guðný Helga Guðmundsdóttir. Hún var
alltaf kölluð Lóa. Þau eignuðust 12 böm,
sem eru: Vilhjálmur, Friðrik, Guðjón,
Guðmundur, Valgeir, Gísli, Emil, Ásgeir,
Valgerður. Jómnn, Ásdís og Guðrún. Hjá
þeim vom líka alin upp tvö dætraböm,
Hreinn, sonur Valgerðar og Jónína Rún,
dóttir Jórunnar. Einnig ólu þau upp
systurdóttur Lóu, Jóhönnu. Þessi hjón lifðu
meira á búskapnum en aðrir þarna. Þau áttu
fleiri kýr og kindur. Lóa var mjög nærfærin
við að hjálpa konum sem voru að fæða böm
t.d. tók hún á móti yngri systur minni, því
ljósmóðirin komst ekki nógu fljótt til
mömmu.
Nú er ég komin fram að Landamótsá en
hún skiptir löndum milli Þórarinsstaða og
Hánefsstaða, að minnsta kosti þama niður á
Eyrunum. Þetta er frekar lítil á, en falleg.
Yfír hana var trébrú. Fyrsta húsið sem við
63