Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 68

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 68
Múlaþing Menningin Ég sagðist hafa farið í öll hús á Eyranum en það er ekki alls kostar rétt því tvö hús hef ég ekki minnst á. Það era þau hús þar sem menningarstarfsemin fór fram. Það er þá fyrst að nefna bamaskólann. Hann stóð á sléttum bala rétt utan við Hermes. Steypt hús á einni hæð með 4 gluggum sem allir snéra í suður. Gengið var inn í húsið á vesturstafni og þá kornið inn í sæmilega rúmgóða forstofú. Ein kennslustofa var í húsinu, á henni voru 3 gluggar. Fjórði glugginn var á litlu herbergi sem notað var fyrir hreppsbókasafn. Stofan var hituð upp með kolaofni. Skólaborðin voru nokkuð sérstök í þessum skóla. Borð og bekkur var samfast og var fyrir tvo nemendur. Borðin voru svolítið hallandi og smá listi var ofarlega á borðinu til að setja blýantinn við til að hann rúllaði ekki niður á gólfíð. Átta borð vora í stofunni, eða fyrir 16 nemendur. Kennarapúltið, eins og kennaraborðið var kallað þá, var líka hallandi. Skápur var á veggnum móti glugganum við austurstafninn. Þar voru allar námsbækur geymdar. Þá vora nemendum lánaðar allar bækur, engin bók var eign nemandans. Það var okkur krökkunum mikið kappsmál að fara vel með bækurnar og að ekkert sæist á þeim þegar við skiluðum þeim. Við settum utanum þær hlífðarkápur úr pappír, sem gjarnan voru myndasíður úr einhverjum blöðum. Þegar ég byrjaði í skóla, var að byrja að kenna ungur maður á Eyrunum, Jóhann Jónsson frá Sjávarborg. Hann var þá farinn að búa í Litlu - Borg með konu sinni Önnu Birnu Björnsdóttur. Jói, eins og við kölluðum hann alltaf, hafði ekki kennara- próf en var með gagnfræðapróf frá Eiðum. Ekki held ég að skólinn hafí verið mikið notaður til annars en kennslu, þó hefur hann sennilega verið notaður til fundahalda t.d. hreppsnefndarfunda. Þó vora athafnir sem alltaf fóra fram í skólanum og það vora Guðsþjónustur. Presturinn, sem hafði að- setur í bænum, kom stundum út á Eyrar og messaði og þá alltaf í skólanum. Ekki geri ég mér nokkra grein fyrir hvað það var oft, eða hvort einhver regla var á því. Hitt húsið sem ég átti eftir að minnast á var samkomuhúsið, sem hét Skjaldbreið. Það stóð rétt ofan við Brekku. Þetta var jámklætt timburhús á steyptum granni. Smá kjallari var undir húsinu. Ekki geri ég mér grein fyrir stærð hússins í fermetram, en mér fannst þetta mjög stórt þá. Ég held reyndar að þetta hafi verið nokkuð stórt á þeim tíma. Ég giska á rúma 100 fermetra. Á hvorri hlið hússins vora 3 gluggar og 2 minni á vesturstafni. Inngangurinn var á hlið hússins nálægt vesturstafni. Þar var andyri með fatahengi og smá herbergi ef herbergi skyldi kalla, kompa sem sagt var að konumar púðraðu sig í. I salnum var sett upp leiksvið þegar leikið var, sem ég held að hafí verið á hverjum vetri. Skólabömin voru alltaf með skólaskemmtun. Meðan ég var í skólanum lék ég í tveimur leikritum. I annað skiptið lékum við Umskiptinginn og í hitt skiptið Þyrnirós, þar sem ég lék galdranomina og þurfti að syngja: “ Á snældu skaltu stinga þig“. Jói æfði leikritin og svo sungum við. Á einni svona skemmtun söng ég einsöng í einu lagi. Jói hafði alltaf söngtíma hjá okkur í skólanum og spilaði þá undir á gítar. í eitt skipti á skólaskemmtun söng hann gamanvísur sem hann hafði samið sjálfur og vora þær um öll heimili á Eyranum. Má segja að þessar vísur haft verið annáll yfír hvað fólkið hafði fyrir stafni á þeim tíma. Ekki veit ég hvort Jói hélt vísunum til haga og hrædd er ég um að þær muni vera glataðar. 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.