Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 71
Minningabrot
ég sérstaklega eftir brekku, í Borgar-
tanganum minnir mig. Þar var oft bras á
úteftirleiðinni. Eg held núna að það hafi
verið kröpp beygja í brekkuna og bíllinn
misst ferðina og að svo hafi verið mjög
laust í brekkunni. En þetta er nokkuð sem
ég ímynda mér. Ég fínn ekki þennan stað
núna þegar ég keyri út ströndina.
Eftir að bíllinn kom var margt miklu
léttara með alla flutninga, þá stoppaði
bíllinn við húsin og ekki þurfti að bera
kaupskapinn eins langt. Einnig varð sú
breyting eftir að bíllinn kom á Eyrarnar, að
fólk brá sér i bíó um helgar. Á sumrin var
oft farið um hverja helgi.
Hernámið
Þegar ísland var hernumið 1940 kom
óskaplegur fjöldi af hermönnum á
Seyðisijörð. Bandarískir hermenn reistu
rnikinn „Kamp“ eins og íbúðarhverfi þeirra
voru kölluð, úti á Eyrum. Kampurinn var
fyrir innan Þórarinsstaði, alveg við
túngirðinguna, ég held reyndar að girðingin
hafí verið færð dálítið inn í túnið. Þetta
svæði sem Kampurinn var reistur á, heitir
Háahraun. Þama var mjög gott berjaland,
sem að sjálfsögðu varð alveg ónýtt.
íbúðarhúsið Hagi lenti inni í Kamp-
inum. Þarna voru reistir mjög margir
braggar eins og þessar byggingar voru
kallaðar. Ég veit ekki hvað braggamir vom
margir, en ég hef heyrt að þama hafí búið
350 - 400 hermenn. Þarna var miklu meira
en íbúðahverfí, þama var sjúkraskýli. Þama
voru líka 4 fallbyssur í jaðrinum á
kampinum og snéru í áttina út tjörðinn og
þá um leið að Þórarinsstaðahúsinu. Skot-
grafir voru nokkrar og vígi úr sandpokum.
Varðskýli var yst í hrauninu, þar sem það
var hæst og þar var vörður allan sólar-
hringinn með sjónauka að fylgjast með
Hermaður í seyðfirsku umhverfi.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands.
skipa- og bátaumferð og flugvélum og að
sjálfsögðu allri umferð manna.
Þetta var óskaplegt ófrelsi. T.d. þurfti
fólkið sem bjó á Þórarinsstöðum og
bæjunum þar fyrir utan að hafa passa til að
komast niður á Eyrar því það þurfti að fara
gegnum Kampinn. Passann þurfti að sýna á
tveimur stöðum á leiðinni. Þegar farið var
frá Þórarinsstöðum niður á Eyrar þurfti að
sýna passann rétt fyrir framan hliðið á
Þórarinsstaðagirðingunni. Þar var vopnaður
vörður í byrgi og hann þurfti að hringja
eitthvað og skrifa svo niður nafn þess sem
átti passann og síðan gefa leyfi til að halda
áfram.
Vegurinn lá í gegn um útjaðar Kampsins
og fram hjá Haga. Nokkuð fyrir innan Haga
var annað byrgi, þar sem Kampurinn
endaði. Þar var annar vörður, vopnaður, og
þar þurfti að sýna passann aftur, og aftur
þurfti að hringja og skrifa niður nafnið og fá
leyfi til að halda áfram. Þegar komið var
69