Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 75
Minningabrot
Heimilið okkar
Veturinn 1944 fór ég með pabba og
mömmu suður á Djúpavog á vertíð. Pabbi
var landformaður við bátinn hans Vilhjálms
á Hrólfi, Garðar Svavarsson, og mamma
var ráðskona, sá um matinn fyrir mennina
sem unnu við bátinn. Um vorið fórum við
svo norður á Vopnaijörð þar sem þau voru
ásamt systur hennar mömmu, Þórunni og
hennar manni, Sigurjóni Ólafssyni og
bræðrum þeirra systra og einum frænda, við
bát sem Sigurjón átti og hét Sleipnir. Þau
komu frá Vestmannaeyjum
Eftir sumarvertíðina á Vopnafírði kom-
um við aftur heim í Þórarinsstaði en þá um
haustið keyptu þau Svalbarð. Þegar þau
keyptu húsið var það nú heldur óhrjálegt en
þau löguðu það allt, máluðu og vegg-
fóðruðu. Pabbi var afslaplega laginn og
gerði við allt sem aflaga fór. Ég held að
hann hafí ekki þolað að hafa hlutina í ólagi.
Foreldrar mínir voru ákaflega samhentir og
vildu hafa allt snyrtilegt og vel frá gengið í
kring um sig. Pabbi og mamma eignuðust
kú ekki löngu eftir að við fluttum í
Svalbarð. Kindur áttu þau aldrei og ég held
að sá búskapur hafí aldrei höfðað til þeirra.
Nokkrar hænur átti mamma og þótti henni
notalegt að geta gripið til eggjanna þegar á
þurfti að halda.
Mamma var alla tíð heimavinnandi eins
og við segjum í dag. Hún var mikið fyrir
handavinnu og var afskaplega vandvirk.
Hún saumaði öll fot á okkur systumar,
kjólana sína og buxur á pabba. Það var
ótrúlegt hvað hún gat gert úr litlum efnum.
Mér era minnistæðir kjólamir sem hún
saumaði sér á eftirstríðsárunum þegar ekki
var nokkra tusku að fá í verslunum. Hún
saumaði sér kjóla úr „hveitipokunV. í þá
daga var hveitið keypt í 25 kg lérefts-
pokum. Svona pokar þóttu góðir í lök. A
pokunum voru stafir og stimplar sem þurfti
að ná úr og var það nú oft ansi erfítt en gekk
þó oftast með því að leggja þá í klór. Úr
þessu efni saumaði hún sér kjóla og gekk í
mörg ár í drifahvítum kjólum við sín
eldhúsverk.
Eftir áramótin 1944-45 fór pabbi á
vertíð til Homaíjarðar eins og margir aðrir
heimilisfeður. Um sumarið vann hann svo
við Þórarinsstaðaútgerðina. Þá er þar aðeins
einn bátur eftir, Þór, og ég held að þetta hafí
verið síðasta sumarið sem gert var út þaðan.
Þetta sumar fæddist eldri systir mín, Jónína
Valdís. Veturinn 1946 er pabbi heima en
hefur enga vinnu.
Um sumarið vann hann hjá Eðvald á
Hrauni, beitti línu við bátinn hans. Enga
aðra vinnu var að fá. Pabbi var heima
veturinn 1947 en þá fæddist yngri systir
mín, Guðný. Hann vann aftur hjá Eðvald
sumarið 1947
í febrúar 1948 förum við fyrst á
Djúpavog þar sem pabba bauðst vinna. Við
komum heim aftur í maí. Það var sama
ástandið, engin vinna. Eitthvert smá snatt
um sumarið. Enn hafði fólkinu fækkað.
Trúlega hafa pabbi og mamma ekki verið
tilbúin að slíta rætumar á Seyðisfirði en
þama sjá þau vafalaust, að ekki þýddi að
ætla sér að búa við þessar aðstæður. Og um
áramót eða í janúar 1949 fluttum við alfarin
frá Seyðisfírði á Djúpavog.
73