Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Blaðsíða 83
Hjörleifur Guttormsson
Búsetuminjar á
r
Hraundal í Utmannasveit
Fomminjar og staðhættir á Hraundal í
Útmannasveit benda eindregið til að
þar hafi verið föst búseta snemma á
öldum og síðan seljabúskapur sem getið er
um í rituðum heimildum. Dalurinn varð
útundan í fomleifaskráningu i Hjaltastaða-
þinghá 1997* en sumarið áður kannaði
Steinunn Kristjánsdóttir fomleifafræðingur
rústir á einum stað í dalnum.* 2 Síðsumars
árið 2006 fóm þrír menn í könnunarferð
upp á Hraundal með það í huga að svipast
þar um eftir fleiri fornminjum. Ráðgert
hafði verið að fomleifafræðingur yrði með í
för en sá sinnti öðru kalli og vom því aðeins
leikmenn í umræddum leiðangri. Hér á eftir
er gerð grein íyrir því helsta sem fyrir augu
bar, lýst staðháttum á dalnum, getið
heimilda um nýtingu hans á síðari öldum og
sagt frá fomminjum sem komu í leitimar
eða visbendingar fundust um, á göngu um
dalinn. Skráðar vom og hnitaðar allmargar
rústir og kom fjöldi þeirra á óvart. Ætti
þetta að ýta undir rækilega fomminja-
skráningu og frekari rannsóknir á mann-
vistarminjum á Hraundal.
Tilhögun ferðar og þátttakendur
Fmmkvæði að þessari ferð hafði Sævar
Sigbjamarsonar frá Rauðholti, nú búsettur á
Egilsstöðum en bílstjóri var Eyjólfúr Skúla-
son á Hafrafelli IV í Fellum. Eyjólfúr hefur
afnot af eyðibýlinu Anastöðum eins og
faðir hans, Skúli Magnússon (1944-2003),
og þekkir því vel til þessa svæðis. Undir-
ritaður hafði áður ráðgert Hraundals-ferð og
tók þakksamlega boði um að slást í hópinn.
Ferðaveður var eins og best verður á kosið,
logn og léttskýjað og hiti 15-20°C. Ekið var
frá Hjaltastað á sérbúnum bíl, farið inn á
slóð við Hjarðarhvol og henni fylgt inn með
Dalalæk vestan við Dalafjall og Bugðu-
hraun upp á Engi, þaðan yfir Rauðulæki og
upp með Bjarglandsá austan við Fosshnjúka
að Höltná (Hölkná)3, farið austur yfir ána
og er þar komið í Kirkjutungur. Staldrað var
við um hádegisbil hjá Kirkjusteini sem er
' Fomleifaskráning í Hjaltastaðaþinghá II. Bima Gunnarsdóttir ofl. Fomleifastofhun íslands. FS050-96032. Reykjavík 1998.
2 Steinunn Kristjánsdóttir: Landnámsbær, kirkja, rétt ... Fomleifafræðileg könnun á sjö fomum rústum á Fljótsdalshéraði.
Skýrslur Minjasafns Austurlands II. 1997, s. 59-63 og 69.
^ í grcininni er notað ömefnið Höltná og Höltnárós í samræmi við það sem lesa má í mörgum heimildum frá 19. og 20. öld,
sóknarlýsingunni 1842, ömefnaskrám og landamerkjabréfum viðkomandi jarða og víðar. Margir í sveitinni nefna ána nú Hölkná,
Sævar Sigbjamarson þeirra á meðal, og sú orðmynd stendur á uppdráttum LMÍ. í umfjöllun um Hrjót í ritinu Sveitir og jarðir II,
s. 297, útgefið 1975, segir um landamerki jarðarinnar: „Mörk em að ofan við Hölkná eða Höltná, síðara nafnið [þ.e. Höltná]
meira notað ... . Aðliggjandi jarðir, Hrjótur, Ánastaðir og Kóreksstaðir em nú allar úr ábúð.
81