Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 113
Gavin Lucas
Pálstóftir
Sel frá víkingaöld við
Kárahnjúka
Haustið 2003 rakst Páll Pálsson frá
Aðalbóli á áður óþekktar rústir á
hálendinu nálægt Kárahnjúkum.
Þama mátti sjá móta fyrir tveimur litlum
rústum og taldi Páll að útlit þeirra og
staðsetning kæmu vel heim og saman við
það sem segir um Reykjasel í Hrafnkels-
sögu.1 Tilgáta Páls verður rædd betur hér á
eftir, en þar sem óvíst er um gildi hennar,
var ákveðið að kenna tóftimar fremur við
þann sem þær fann, og em þær því hér
nefndar Pálstóftir. Tóftimar vom á stað sem
ljóst var að myndi lenda undir vatni vegna
stíflu við Kárahnjúka og því greinilegt að
þær voru í stórhættu og nauðsynlegt var að
rannsaka þær. Sökum þessa fór Fornleifa-
vemd ríkisins fram á að Landsvirkjun bæri
kostnað af skráningu og mati á rústunum, í
samræmi við Þjóðminjalög nr. 107/2001.
Arið 2004 sá Fomleifastofnun Islands 2
um uppmælingu og skráningu á rústunum
tveimur sem greinilegar vom á yfírborði og
sama sumar gróf Fomleifavemd ríkisins
könnunarskurð í aðra tóftina til að reyna að
tímasetja hana.3 I ljós kom að gjóskulag úr
Heklugosi frá 12. öld lá yfir rústinni og var
því sýnt að hún var farin úr notkun áður en
gosið varð. Rústin var því fom og þess
vegna talið mjög mikilvægt að frekari
rannsóknir færu fram á staðnum áður en
hann færi undir vatn. Landsvirkjun gerði
siðan samning við Fornleifastofnun Islands
um að stofnunin tæki að sér að grafa upp
tóftimar tvær að fullu áður en vatni yrði
hleypt í lónið.
Rústirnar voru grafnar upp sumarið
2005 undir stjóm greinarhöfundar. Niður-
stöður uppgraftarins voru að tóftimar væru
af seli og em Pálstóftir fyrsta selið sem
grafið hefur verið upp að fullu hér á landi.
Selið er vel tímasett, og er þar stuðst bæði
við gjóskulög og allnokkrar kolefnis-
greiningar. Það hefur verið í notkun á bilinu
frá miðri 10. öld til ofanverðrar 11. aldar (c.
* Páll Pálsson 2003 ‘Er Reykjasel Hrafnkelssögu fundið?’, Múlaþing 30: 2, bls.84-5.
2 Fornleifastofnun íslands er sjálfseignarstofnun án gróðamarkmiða. Tilgangur stofnunarinnar er að efla rannsóknir og
útgáfustarfsemi á sviði fornleifafræði og skyldra greina. Stofnunin stundar umfangsmikil rannsóknarstörf sem ýmist eru
Qármögnuð með innlendum og erlendum vísindastyrkjum eða kostuð af framkvæmdaaðilum. (Heimasíða: www.fomleif.is).
^ Þráinsdóttir, H.S., K. Magnússon & S. Bergsteinsson 2004. Forrannsókn á rústum sem fara undir vatn í Hálsóni við Kárahjnúka
á Norður Héraði. Unpublished report, Fomleifavemd ríkisins, Reykjavík; Gavin Lucas & Garðar Guðmundsson 2005.
‘Rannsókn á sjö fomleifum sem fara undir Hálsón við Kárahnjúka’, Fornleifastofnun íslands, Reykjavík.