Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 118

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 118
Múlaþing Mest fannst af gripum utanhúss, á svæðinu rétt vestan við húsin tvö sem búið hafði verið í, mannvirki I og IV. Þetta svæði var um 160 m2 að stærð og hallaði niður frá byggingunum. Þar vom grafín upp fjöl- mörg, þunn lög úr ösku sem án efa hafa myndast þegar hreinsað var út úr eld- stæðum í húsunum I og IV. Mikið fannst af gripum og dýrabeinum í þessum lögum. Líklegt er að þessir fundir hafi annað hvort borist út þegar hreinsað var til í húsunum, týnst eða verið fleygt við verk utan dyra. Líklegast er að ílest dagleg verk hafi verið unnin utandyra í dagsbirtunni yfir sumar- tímann, fremur en inni í dimmum og þröngum híbýlum. Það sem mest fannst af á svæðinu utandyra vora steinflísar. Flestar þeirra virðast vera flögur slegnar af eldtinnu. Þó fundust a.m.k. tvær steinflísar sem bára greinileg merki um aðra notkun. Þessar flísar vora skoðaðar í smásjá og jafnvel þó að ummerkin væru óræð virtust merki um slit á þeim helst benda til að flögumar hefðu verið notaðar til að vinna með skeljar eða mjúkar steintegundir.12 Hvorki fundust leifar af klébergi né skeljum við uppgröftinn en hugsast getur að slíkt slit geti myndast við vinnu við önnur efni. Utandyra fundust einnig brot úr deiglu og brot úr koparblöndu. Hvort tveggja bendir til málmsmíða, þótt þær hafi trúlega verið í smáum stíl. Einnig fannst áhald úr jámi sem gæti verið alur eða stíll. Þetta áhald hefur mátt nota við margvíslegt handverk, t.d. fyrir fíngerða skrautvinnu í kopar. Á svæðinu fundust fimm gripir sem líklegt er að séu af fatnaði eða úr skrautgripum sem fólk hefur borið. Það var hnappur eða bóla úr koparblöndu og lítill þynna úr sama efni með götum sem gæti verið af belti, tvær myntir með boraðum götum og glerperla. Gerperlan er af tegund sem líklega var búin til í Miðausturlöndum seint á 10. öld eða í upphafi hinnar 11. (5. mynd). Myntin var hins vegar slegin í Noregi í tíð Haralds harðráða (1047-66; 6. mynd). Þessir gripir era innfluttir. Þeir gætu hafa borist hingað til lands með kaupskipum og geta oft hafa skipt um eigendur áður en þeir enduðu í Pálstóftum. Þessir fundir gætu bent til að einhverjir hafí unnið í kopar og smíðað skart á staðnum, t.d. sett saman perlufestar. Að öllu samanlögðu benda niðurstöður rannsóknarinnar eindregið til þess að handiðnir hafi verið stundaðar á staðnum, annað hvort inni í byggingunum eða utandyra. Vel getur verið að öll þau ummerki sem fundust um handverk séu frá skartgripasmíð. Nokkra furðu vekur hve lítil ummerki fundust um venjulegan seljabúskap. Fyrir utan gerðið eða kvíamar (mannvirki III) og húsið sem hey hafði verið geymt í (mannvirki II) fundust í raun engin ummerki sem auðvelt er að tengja hefð- bundnum seljabúskap. Hins vegar má spyrja hvers kyns ummerkja sé að vænta við uppgröft á selrústum? Vart er að búast við að mjólkurvinna skilji eftir sig mikil eða varanleg ummerki: fötur og önnur ílát fyrir mjólkurmat hafa að jafnaði verið úr tré og er ólíklegt að þau hafi verið skilin eftir í seljunum. Gerðið getur hafa verið kvíar til mjalta en ógjömingur er að ætla að færa sönnur á þá tilgátu. Minjamar á Pálstóftum vekja hins vegar fremur spumingar um hversu fjölbreytilega vinnu og iðnað fólk kunni að hafa stundað í seljum, fremur en að þau grafi undan þeirri kenningu að rústimar séu af seli. Fomleifarnar benda til að þar hafi m.a. verið unnið að skartgripasmíði og verið getur einnig að þar 12 Jacques Chabot 2007. ‘Micro-wear’, í Gavin Lucas, Fornleifauppgröftur á Pálstóftum við Kárahnjúka 2005. 116
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.