Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 120
Múlaþing og notkunin svipuð. En er það nóg til að álykta að þetta hljóti að vera einn og sami staður? Líkindin eru svo almenn að hvorki fomleifafræðingur né bókmenntafræðingur gæti fallist á að þau væm nægileg rök til að álykta að þetta væri einn og sami staðurinn. Vel er mögulegt (og kannski alls ekki ólíklegt) að fleiri sel kunni að leynast á þessu landsvæði frá svipuðu tímabili. Sem dæmi má nefna að ekki verður annað séð en að höfundur Hrafnkels sögu geri ráð fyrir nokkrum seljum í nágrenni Reykjasels. Smalinn sem leitar í sögunni sauða á þessum slóðum „spurði alla sauðamenn að seljum“ eftir því fé sem týnt var.15 Okkur skortir hins vegar frekari upplýsingar um önnur sel sem þama kunna að leynast sem og um einkenni Reykjasels sem getið er í Hrafnkelssögu. Sökum þessa verða allar tilgátur um staðsetningu selsins hreinar getgátur. Þótt mörgum fínnist hugsanleg tengsl rústanna við Hrafnkelssögu áhugaverð felast ef til vill meiri möguleikar í að bera selið saman við aðra uppgrafna staði frá svipuðu tímabili og kanna hvað það getur sagt okkur um staðhætti og landnot á þeim tíma. Fornleifafræðin leitar svara við spurningum eins og þessum: I hvaða tilgangi var selið byggt? Af hverju eru Pálstóftir staðsettar þar sem þær em? Hvers konar vinna fór fram í selinu? Áreiðanlegar ritheimildir sem veitt geta vitneskju um minjastaðinn era yfirleitt fremur ungar. Landið þar sem Pálstóftir era hefur um langt skeið verið í eigu Valþjófsstaðar sem er um 40 km austar, í Fljótsdal. Upphaf þessa eignarhalds kirkjustaðarins er óljóst en það nær a.m.k. aftur á 14. öld.16 Valþjófsstaður er án efa landnámsjörð (en hugsanlega af annarri kynslóð), en jarðar- innar er fyrst getið sem mikilvægrar valda- miðstöðvar seint á 12. öld.17 Hvort jörðin réði þá yfir því landi sem Pálstóftir era á verður ekki sagt, en jafnmiklar líkur era á að það hafi í upphafi tilheyrt öðru landnámi, hugsanlega annarri jörð í sama dal eða öðram nálægum. Fjölmörg bæjar- stæði era á Brúardölum og í Hrafnkelsdal sem vitað er að vora í byggð á sama tíma og Pálstóftir voru í notkun og er e.t.v. nærtækara að ætla að selið hafi verið frá einhverju þeirra.18 Sveinbjörn Rafnsson gerði ítarlega úttekt á rústum í nágrenni Pálstófta, þ.e. í Hrafnkelsdal og á Brúardölum, á áranum 1978-1985. Samhliða skráningunni gróf Sveinbjöm fjölda lítilla könnunarskurða í rústirnar í þeim tilgangi að reyna að aldursetja minjastaði með hjálp gjósku og kolefnisgreininga.19 Þegar niðurstöður Sveinbjamar eru fléttaðar saman við kumla- rannsóknir sem gerðar hafa verið á svæðinu og ritaðar heimildir, verður ljóst að svæðið hefur byggst mjög snemma. Erfitt er hins vegar að skera úr um hversu snemma. Pálstóftir er eini staðurinn á þessu svæði sem hefur verið grafmn upp að fullu og þar sem upphaf byggðar er tímasett nákvæm- lega með kolefnisgreiningu og gjósku- 15 Hrafnkelssaga, kafli 5 (íslendinga sögur ogþœttir, ristj. Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson, Ömólfur Thorsson, annað bindi, Reykjavík, bls. 1399). ^ Elín Hreiðarsdóttir 2005. ‘Fomleifaskráning á Valþjósfsstað á Fljótsdal’. Fornleifastofnun íslands, Reykjavík, bl. 10; Sveinbjöm Rafnsson 1990. Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum, Rit Hins íslenska fomleifafélags, Reykjavík. Bls. 15-18. * 7 Elín Hreiðarsdóttir 2005, op cit. bls. 11. Sveinbjöm Rafnsson 1990. Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum, Rit Hins íslenska fomleifafélags, Reykjavík. ^ Sveinbjöm Rafnsson 1990. Byggðaleifar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum, Rit Hins íslenska fomleifafélags, Reykjavík. 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.