Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 123
Skúli Guðmundsson
frá Sœnautaseli
Frá Jökuldalsfólki
Hnefilsdalur og Gauksstaðir
Um eignarhald og ábúð fram
til ársins 1905
I Sveitum ogjörðum íMúlaþingi I. hefti bls.
299 segir á þessa leið: „Jörðin Hnefilsdalur
hefur lengst af verið bændaeign og í
sjálfsábúð. Þó átti Hóladómkirkja hana
hálfa, eftir að Hrafn Brandsson1 lögmaður
yngri gaf hana fyrir sálu sinni 1528, og
Brynjólfur biskup krækti í hinn helminginn
1670.“
Bróðir Hrafns Brandssonar var Árni
Brandsson á Burstarfelli (3461), þó ekki
komi það skírt fram í Ættum Austfirðinga,
en hins vegar í Sýslumannaævum og faðir
þeirra Brandur prestur á Hofi í Vopnafirði
Hrafnsson, sem síðar varð príor á
Skriðuklaustri til 1552. Ólíklegt verður að
telja að Hrafn lögmaður hafi nokkum tíma
búið sjálfur í Hnefilsdal, þar sem hann hafði
verið settur í skóla og tekið síðan
embættispróf og trúlegast er að leiguliði eða
-liðar hafí þá setið í Hnefilsdal. Verið getur
að Hrafn hafi fengið jarðarhlutann í arf frá
skyldmenni, ellegar hann fékk hann hjá
föður sínum. Líklegt er og að á 16. öldinni
hafí jafnan verið tveir bændur í Hnefilsdal,
eins og jafnan síðan, en ekki fmnst mér
óyggjandi hverjir þeir hafa verið og nú um
stundir skortir mig heimildir til að segja
eitthvað þar um.
1 Hrafn (Rafn) lögmaður var sonur Brands prests á Hofi í Vopnafírði árin 1494 til 1540, son Rafns eldra frá Barði í Fljótum
Brandssonar. Líklega er ekki vitað um konu Brands prests. Hrafn átti Þórunni dóttur Jóns biskups Arasonar og giftust þau á
Hólum árið 1526, og var hún þá líklega aðeins 14 ára. Var Jón biskup óspar á veitingar í brúðkaupi dóttur sinnar. Ekki ber alveg
saman upplýsingum í Sýslumannaævum, en talið er að Hrafn hafi orðið lögmaður í Skagafirði árið 1526 eftir að biskupinn
tengdafaðir hans hafði með „kænsku“ komið því til leiðar að Teiti Þorleifssyni var vikið frá lögmannsembættinu, og eftir vilja
biskupsins tengdaföður síns hóf hinn nýi lögmaður málarekstur við Teit, sem endaði með því að hann missti aleiguna. Tóku þeir
biskup undir sig alla Qármuni Teits, þar á meðal bú og jörð í Glaumbæ árið 1528. Árið 1529 var Hrafn staddur í Glaumbæ, og
gerðist þá í fylliríi ósáttur við svein sinn er Filippus hét, og manaði hann til einvígis, sem endaði á þann veg að Hrafn hlaut sár
mikil, en tók svo á sig alla sök (þegar rann af honum) og sættist við Filippus og reið heim til sín að Hofi á Höfðaströnd þar sem
hann lést af sárum sínum þrem dögum síðar. Hefur honum því að síðustu gefist tóm til að friðþægjast við almættið með því að
gefa kirkjunni hlut sinn í Hnefilsdal, sem hann hefur á sínum tíma fengið frá föður sínum eða öðru nánu skyldmenni. Þóra
biskupsdóttir varð því ekkja aðeins 17 ára og fór heim að Hólum til föður síns. Sumir töldu þau hafa átt einn son, en hann lifði
ekki. Hrafn dó á æskuskeiði, var framan af mesti uppgangs- og lukkumaður áður en hann komst í Teitsmál, þ.e. í tæri við
biskupinn, eftir það þvarr gæfa hans (Heimildir m.a. úr Sýslumannaævum 1. h. bls. 321-22).
121