Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 124
Múlaþing
Brynjólfur biskup Sveinsson í Skálholti
átti nokkur jarðarhundruð vitt og breytt um
Austurland á meðan hann var og hét, þ.e.
stóru karlarnir bröskuðu með jarðir, og má
líkja því við hlutabréf okkar tíma, en
jarðirnar hafa máski verið öruggari
fjárfesting en hlutabréfm nú. Hann átti
nokkur jarðarhundruð í Hnefilsdal á 17.
öldinni eins og fyrr er fram komið, en
spyrja mætti hve stóran hluta. I gömlum
skjölum frá Víðivöllum í Fljótsdal segir:
,pessi 9 hndr. í Hafrafelli fékk Brynjólfur
biskup, loflegrar minningar, Rannveigu
fyrir nokkur hundruð í Hnefilsdal.
(Jarðabréffrá 16. og 17. öld).“
í Ættum Austfirðinga nr. 4727 segir:
„Rannveig Bjarnadóttir (frá Hnefilsdal) átti
Jón Jónsson bónda á Víðivöllum fremri í
Fljótsdal um miðbik 17. aldar. Þeirra börn
Jónar tveir; Vilhjálmur; Ingibjörg..“
í Ættum Austfirðinga nr. 4728: „Jón
Jónsson fékk frá móður sinni (þ.e.
Rannveigu) 9 hundruð í Hafrafelli og bjó
þar.... Ennfremur nr. 4730: „Vilhjálmur
Jónsson seldi Brynjólfi biskupi 4. 2. 1670, 5
hundruð í Hnefilsdal með samþykki móður
sinnarJ Ennfremur nr. 4640: „4ndrés
Árnason frá Skorrastað (4201) hygg ég að
hafi flutt upp á Hérað... og sé hann faðir
þeirra bræðra Arna og Olafs (4705)
Andréssona er búa í Hnefilsdal 1681; hefur
Andrés líklega búið í HnefilsdaX..“ Kona
hans mun hafa verið Ingibjörg Jónsdóttir
(og Rannveigar) frá Víðivöllum fremri
(4732)-----og hefur hann þannig eignast
part úr Hnefilsdal móti bræðrum hennar
Jóni og Vilhjálmi.“
Einnig skal á það bent að samkvæmt
Ættum Austfirðinga voru þau Andrés
Ámason (4641) og Rannveig Bjamadóttir
náin að frændsemi, því móðir Rannveigar
var Ingibjörg (4726) Sigurðardóttir (4200)
frá Skorrastað, sé ættfærslan rétt, en hins
vegar ætla ég mér ekki þá dul að spá í
hverra manna Bjami faðir Rannveigar var,
enda er það ekki gert í Ættum Austfirðinga,
og er líklega skortur á traustum heimildum
þar um m.m.
Hinn 11. 4. 1673 gaf Brynjólfur biskup
Áma Andréssyni umboð sitt til að byggja
sinn helmingur Hnefilsdal - - og að
„eigendur Hnefilsdals“ hafí skipt jörðinni:
Andrés Árnason og Jón Jónsson, (sonur
Rannveigar)? Ennfremur segir neðanmáls
við nr. 4641: Ólafur og Ámi Andréssynir
bræður eiga /2 Hnefílsdal 1696, og höfðu
fengið hann í arf eftir föður sinn 3. maí
1664.
Þar sem jörðin Hnefílsdalur var að fomu
mati 30 hundmð með gögnum og gæðum,
þar með talin hjáleigan Gagurstaðir sbr.
Johnsens jarðatal frá 1847 o. fl., mætti
spyrja hve stór hluti jarðarinnar hundmðin
biskupsins frá Rannveigu hafí verið, og
hvort hann hafi átt - eða eignast fleiri, sem
vissulega gat verið þó tíminn væri stuttur,-
hann lést 1675. Svo má spyrja hve stóran
hluta Rannveig hafí átt í jörðinni, eða hvort
hún hefur verið einkabam foreldra sinna og
máski átt hana alla á sínum tíma og hvort
parturinn Hólastóls - þ.e. sáluhjálpargjöf
Hrafns Brandssonar árið 1528 - hafí þá
þegar löngu verið horfín úr eigu biskups-
stólsins? Trúlega fást aldrei svör við
þessum spumingum, en álíta má þó að
kirkjan hafí ekki verið ginkeypt fyrir að láta
sín jarðarhundmð, nema fá í staðinn önnur
og ekki lakari.
I Ættum Austfirðinga við nr. 9375 er
tilgáta um að kona Áma Andréssonar í
Hnefílsdal hafí verið Ingibjörg Ásmunds-
dóttir blinda, en afkomendur þeirra virðast
ekki koma við sögu hér, en seinni kona
Ólafs bróður hans sem síðar bjó í Bót, var
Guðrún Magnúsdóttir frá Njarðvík
(4705,1366).
122