Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 128
Múlaþing
Jóhann Magnús Bjarnason ásamt nemendum sínum. Eigandi myndar:
Nelson Gerrard.
Andrésar var Helga Þorleifsdóttir (1387-
10137), en þeirra sonur var Bjami, faðir
Jóhanns Magnúsar Bjamasonar sem síðar
varð rithöfundur fyrir vestan haf. Þess skal
geta að raunar er erfitt að átta sig til fulls á
eignarhaldi á Hnefdsdal á þessum tíma, en
svo virðist, eftir því sem síðar kemur fram
að þau Andrés og Helga hafi átt hluta
jarðarinnar, en hvernig sú eign skiptist er
ekki hægt að vita um.
(Þess má ennfremur geta til fróðleiks að
systkini Andrésar voru meðal annarra:
Guðmundur sem lengi bjó í Brattagerði, en
kona hans var Þorgerður frá Vaðbrekku,
systir Sigríðar húsfreyju í Hnefilsdal, og
Helga sem fylgdi löngum Oddi Sæbjöms-
syni, en þau byggðu býlið Hneflasel í
Eiríksstaðaheiði, hvar þau bjuggu árin frá
1848 til 1860).
Nágrannaerjur -
Húsárnessbardaginn
Arið 1837 komu til búskapar
að Skeggjastöðum á Dal
Hallgrímur Pétursson,einn
hinna eldri Hákonarstaða-
bræðra sem svo vora nefndir,
fæddur þar 1807, og kona
hans Ingibjörg Jensdóttir frá
Hrjót f. um 1800 (7217,
11273) Talinn var Hall-
grímur harðskiptinn og skap-
stór; máski frekur oflát-
ungur. Hallgrímur hafði
aðeins hluta jarðarinnar því
þar var löngum tvíbýlt.
Fljótlega eftir komu hans
risu deilur með þeim
Magnúsi í Hnefilsdal út af
hestabeit, en Hallgrímur
beitti hrossum sínum í
svokallað Húsárnes sem var óumdeilt í
landi Hnefilsdals. Bað Magnús hann að
gæta þess að hestar hans gengju „sér ekki til
meins“ í nesinu, sem hefúr verið hógvær
beiðni, en Hallgrímur sinnti því engu og
hélt uppteknum hætti. Fór svo að Magnús
lét reka hestana út fyrir ána og bjóst til að
verja land sitt. Ur þessu urðu átök milli
Hallgríms og þeirra Hnefilsdalsfeðga þ.e.
Magnúsar og Guðmundar, sem voru
heljarmenni að burðum, og fengu þeir í lið
með sér ívar Jónsson frá Vaði sem þá var
vinnumaður í Hjarðarhaga, en kunnings-
skapur var með þeim, og greip ívar jámkarl
til að hafa með sér til fundarins, en
Guðmundur pál. Urðu úr þessu hrindingar
og slög, en víst aðeins smáskeinur, og
reyndi Hallgrímur að verjast með karla sína
sem höfðu broddstafi að vopni, en Ivar
braut stafma fyrir þeim með jámkarlinum.
Sigfús prestur Finnsson í Hofteigi sá
bardagann og fór til fundarins með
126