Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 132

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 132
Múlaþing Sölvi Helgason, líklega sjálfsmynd. sín í eins konar húsmennskuábúð. Svo fór þó að þeir Guðmundur og Gísli urðu ekki á eitt sáttir um sambúðina, og telur Sig- mundur M. Long, að Guðmundur hafi keypt hann til að fara burt, og fengið honum hluta úr jörðinni Rangá til ábúðar. Svo er að sjá að Guðmundur hafí verið áhrifamikill á þessum tíma úr því hann gat fengið menn til að flytja burt af jörðum sér til þæginda, en á það skal bent að nokkuð víst er að Hneflungar hafa á þessum tíma átt ítök í Meðalnesi, þar sem Hávarður Magnússson frá Hnefilsdal lét konu sína Hallfríði Pétursdóttur fá í morgungjöf 2 hundruð í Meðalnesi þegar þau giftu sig árið 1847. Vissulega gætu Hneflungar einnig hafa átt ítök í Rangá, og benda má á að í Ættum Austfirðinga er sagt að þeir hafi verið vel efnaðir, bændur góðir og bestu fjármenn, stórir og sterkir, stilltir og þægilegir, en þóttu ekki mjög örlátir! Guðmundur og Jórunn bjuggu í Hnefilsdal allan sinn búskap, og voru heiðurshjón á sinni tíð. Þau voru gefm saman í Hofteigskirkju hinn 7. júní 1844. Jórunn var fædd 1808, og því um 10 árum eldri en Guðmundur. Hún var dóttir Brynjólfs Eiríkssonar hreppstjóra í Hlíð í Lóni og konu hans Þórunnar Jónsdóttur prests Jónssonar á Kálfafelli í Fljótshverfí, en kona Jóns, móðir Þórunnar var Guðný Jónsdóttir prófasts Steingrímssonar. Þórunn var f. 1784, á Ytri-Lyngum í Meðallandi. Brynjólfur drukknaði 1831, og Þórunn býr ekkja með uppkomnum bömum sínum í Hlíð árið 1835, en kom eftir það til dóttur sinnar og tengdasonar í Hnefdsdal og var hjá þeim þar til hún dó hinn 24. mars 1863, 79 ára. Þau Jómnn og Guðmundur vom bamlaus eins og áður segir, en ólu upp fósturbörn sem kom sér vel á þessum tíma. Jórunn lést í Hnefilsdal 27. nóvember 1884, 76 ára, en Guðmundur lést 28. janúar 1893, 75 ára. Sigmundur M. Long getur um er Sölvi Helgason kom eitt sinn í Hnefilsdal og þáði góðan beina hjá Jómnni húsfreyju. Þóttist hann þá hafa liti að selja, þar á meðal rauðan, í glasi. Vildi hann borga fyrir sig eins og fínn maður og fékk húsfreyju glas, og sagði að í því væri hárauður litur, nóg til að lita eitt pund af hvítri ull. Jómnn kvaðst ekki vera vön að selja greiða (þ.e. mat og gistingu) en tók samt við glasinu (hefur máske langað til að eignast rautt band), og fór fram í eldhús og setti pott á hlóðir og þar í litinn og ullarpundið. En hvernig sem hún sauð, var ullin sem næst jafnhvít eftir sem áður, og sannfærðist hún um að þetta var enginn litur. Fór hún þá inn í baðstofu þar sem Sölvi var hinn rólegasti, og segir við hann, að eins og hún hafi sagt honum sé hún ekki vön að selja beina, hvorki honum né öðmm, en ástæðulaust væri fyrir hann að beita lygum og svikum eins og hann hefði gjört með litinn í glasinu, þess háttar menn vilji hún helst ekki hýsa, og væri best að 130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.