Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 134

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 134
Múlaþing 76; Saga Islendinga í Vesturheimi 2. hefti bls 291-92. Ennfremur í ritsafninu Að vestan 5. bindi, - Marklandnýlendan). Pétur M. Hávarðsson átti Björgu Sigurðardóttur (790) úr Vopnafirði, og voru þau gefin saman í Hofteigskirkju hinn 12. júní 1880. Þau bjuggu á Gauksstöðum með föður hans, sem þá var orðinn ekkill eins og fyrr er fram komið, og voru þau foreldrar Sigvarðar Péturssonar senr lengi og vel bjó á Brú á Jökuldal. Björg var fædd á Þorbrandsstöðum 15. október 1855, en þar bjuggu foreldrar hennar þá; þau Sigurður Jónsson frá Refstað og Elín Jónsdóttir frá Gunnlaugsstöðum í Skógum. Böm þeirra voru: Hallfríður Elín Þóra f. 9. nóvember 1882; Sigvarður f. 31. ágúst 1884 og Oddný Helga Sigríður f. 3. febrúar 1889. Björg dó á Gauksstöðum 19. febrúar 1894, en í Ættum Austfirðinga er hins vegar talið að þau bæði hjónin hafi farið vestur um haf, með böm sín, nema Sigvarð, sem aftók að fara. Eftir Sigvarði er haft að Gauksstaðabærinn hafi verið byggður á rústum eyðibýlisins Gagurstaða, að öðmm kosti væri ég ekki viss um að Gauksstaðir og Gagurstaðir haft endilega verið á sama stað, þ.e. sama býlið, því teljast má skrítið að nafnið Gagurstaðir en ekki Gauksstaðir hafi verið tíðkað á bænum á fýrmefndum tíma, þar sem heimildir um Gauk landnámsmann voru þó til í Jökuldælu sem ætla má að hafi verið í höndum manna þá um stundir. Guðmundur Hávarðsson átti Maríu Jónsdóttur (3796) Methúsalemssonar frá Möðrudal, og voru þau samangefin í Hofteigi hinn 23. ágúst 1891. María var fædd í Möðrudal 2. febrúar 1866, en móðir hennar hét Kristrún Jónsdóttir vinnukona þar. Kristrún fór frá Aðalbóli vorið 1869, líklega að Steinsvaði, og þar með veit ég ekki meira um hana, en hún mun vera sú sem fædd var í Ystahvammi í Grenjaðar- staðasókn 20. september 1841, en ekki sýnist hún hafa alist upp hjá foreldrum sínum. Eftir að Guðmundur Magnússon í Hnefilsdal lést árið 1893 tóku þau Guðmundur Hávarðsson og María ábúðina þar, enda hygg ég að aðalerfingjar að búinu hafi verið börn og barnabörn Hávarðs Magnússonar á Gauksstöðum. Guðmundur keypti kerru á Seyðisfirði árið 1895 og ók heim á sleða um vetur, og er það góð heimild um að hann hafi verið farinn að gera sér grein fyrir hagræðinu sem hægt var að hafa af hjólatækjum. Hefur hann máske séð fyrir sér kerruvegi í landareign sinni, sem bjarglegir væru til ýmiskonar flutninga, því margs þarf búið við. Um þær mundir var hafin umræða í hreppnum um brýr á ýmsar þverár sem vatnsmestar voru og erfíðar gátu orðið í leysingum á vorin, og jafnframt var farið að huga að lagfæringu á verstu farartálmum og ryðja götur og slóða á helstu leiðum i hreppnum. Sem að líkum læmr gekk þetta hægt, og mun sumum hafa fundist vera í of mikið ráðist, eins og alltaf verður þegar ný sjónarmið koma fram. Árið 1897 var komið efni í brú sem byggja skyldi á Hneflu, en sumir vildu ekkert á sig leggja til að koma henni á, og var efnið svo notað í brú á Þverá á Effa-Dal árið 1898. Hneflubrú komst að vísu á skömmu seinna, en tók af í flóði næsta vor, en timbrinu safnað af reka út um Hlíð og Tungu og brúin byggð að nýju með hærri stöplum (upplýsingar úr Sveitir og jarðir í Múlaþingí). Þess skal geta að brýrnar á þessum tíma voru aðeins hugsaðar fyrir klyljahest, og ekki kom kerrubrú á Hneflu fyrr en árið 1924. Hún var breikkuð árið 1947 svo venjulegir bílar gæm komist um hana, og nú fyrir fáum árum var hún hækkuð og breikkuð á ný, og enn er undir 132
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.