Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Qupperneq 137
Frá Jökuldalsfólki
Ættleggur úr Eyjafirði
Steinvör Jóakimsdóttir var fædd í
Kaupangssókn við Eyjafjörð um 1790
(líklega á Garðsá), en foreldrar hennar, þau
Jóakim Rafnsson og Jórunn Gísladóttir
bjuggu með þrjú börn sín á Ytra-Hóli árið
1801, en þau voru, auk Steinvarar, Sigurður
8 ára og Gísli 14 ára, en líklega lést hann
ungur. Jórunn móðir þeirra lést 1802, og
eftir það gekk Jóakim að eiga Þórunni
Jónsdóttur sem ættuð var úr Fnjóskadal, og
bjuggu þau í Sigtúnum í Munkaþverársókn
árið 1816. Ekki getur nema einnar dóttur
þeirra, Guðrúnar sem fædd var 1805. Þessi
böm Jóakims komu úr Eyjafirði austur á
Hérað á árunum upp úr 1820 hvar þau
ílentust og eignuðust böm, og þess vegna er
ég að geta þeirra hér. Einnig kom
aldurhninginn faðir þeirra austur og hafði
skjól hjá dætrun sínum tveim, þeim
Steinvöru og Guðrúnu, meðan hann lifði, en
hann mun hafa verið fæddur í Myrkársókn
um 1750 eða skömmu eftir 1753? og komst
eitthvað á tíræðisaldur.
Steinvör var vinnukona á Neðri-Dálk-
stöðum á Svalbarðsströnd á útmánuðum
árið 1809, og hinn 8. júní það ár gekk hún
að eiga Jóhann Jónsson sem var fyrir búi
hjá móður sinni, Sigriði Jónsdóttur, en hún
hafði búið ekkja á Dálkstöðum líklega frá
því skömmu eftir móðuharðindi, býr þar
1788 með fjórum sonum á aldrinum 12 til
24 ára, og var Jóhann þeirra yngstur.
Þess skal ennfremur getið til fróðleiks,
að Sigríður þessi á Dálksstöðum fóstraði
upp Hjálmar Jónsson, þ.e. Bólu-Hjálmar, í
frumbernsku, en honum hafði nýfæddum
verið stungið í poka á Halllandi við
Eyjaijörð, og skyldi færa hann hreppstjóra
þar utar á ströndinni, því að móðir hans var
lítilsmegandi, og bamið óskilgetið, en það
er önnur saga, en skal þó sagt að Jóhann,
sonur Sigríðar, kenndi Hjálmari að lesa og
—
Sigvarður Pétursson bóndi á Brú. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
Unnur Stefánsdóttir, Halldór Sigvarðsson og
Sigvarður Halldórsson á Brú. Eigandi myndar:
Ljósmyndasafn Austurlands.
135