Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Síða 140
Múlaþing
Hróðný Einarsdóttir frá Brú. Eigandi
myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.
til þess er þau fóra vestur um haf með þrjú
böm sín vorið 1889, og munu líklega ekki
eiga afkomendur hérlendis.
Guðrún Guðmundsdóttir og Stein-
varar Jóakimsdóttur, sem fædd var á
Gagurstöðum 1832, ólst upp í Hnefilsdal til
fermingaraldurs eins og áður er fram
komið, og eftir það var hún vinnukona í
sveitinni. Hinn 11. október 1855 gekk hún
að eiga Sigurð Magnússon á Skeggja-
stöðum, og kallaður er hann söðlasmiður
við það tækifæri. Hann átti raunar við
fötlun að stríða sem hann hafði hlotið af
völdum kals, og kallaður er hann handalaus
í Ættum Austfirðinga sem og kirkjubókum.
Faðir hans, Magnús Pétursson var
Þingeyingur, fæddur í Húsavíkursókn
nyrðra um 1799, og hafði fyrst búið í Flögu
í Skriðdal með fyrri konu Guðrúnu
Marteinsdóttur (1065) og vora þeirra börn
Sigurður sem fyrr er nefndur og Guðrún
sem átti Bjöm bónda Jónsson í Merki á
Jökuldal. Eftir dauða fyrri konunnar kom
Magnús með börn sín tvö, þau Sigurð og
Guðránu frá Flögu í Skeggjastaði 1845, og
gerðist ráðsmaður hjá ekkjunni Guðnýju
Stefánsdóttur (9721) og gekk síðan að eiga
hana árið eftir, hinn 19. október í Hofteigs-
kirkju, og í kirkjubókinni er þess getið að
morgungjöf hafi verið 50 spesíur, sem
bendir til að Magnús hafi verið sæmilega
ijáður, og þess má geta til samanburðar að
Peninga-Bergur gaf konu sinni Kristínu
Jónsdóttur frá Vaðbrekku 50 spesíur í
morgungjöf, og reyndar auk þess þrjár
silfurskeiðar, en þau höfðu gengið í
hjónaband tveim árum íyrr.
Sigurður Magnússon var fæddur í
Skriðdal um 1830 og var því tveim áram
eldri en Guðrán. Ærið óstöðug varð búseta
þeirra Guðránar, og ekki er ólíklegt að
vegna fötlunar sinnar hafi honum látið betur
að sinna öðram störfun en búskap. Þau voru
fyrst í húsmennsku á Skeggjastöðum, og
hinn 13. ágúst 1856 fæddist sonur þeirra
sem skírður var Magnús. Það sama ár fóra
þau hjónin með son sinn að Rangá í Tungu,
og komu þaðan aftur að Teigaseli árið 1859
hvar þau vora við bú 1860 eins og áður
segir, og þess skal geta að í Jarðabók frá
1861 er Teigasel talið hjáleiga frá Skeggja-
stöðum. Árið 1865 fór Sigurður einsamall
frá Skeggjastöðum að Litla-Steinsvaði í
Tungu, en kom til baka árið eftir og era þau
hjónin í manntali á Gauksstöðum haustið
1870. Sigurður andaðist á Skjöldólfsstöðum
hinn 5. febrúar 1871, og Guðrán ekkja hans
var vinnukona næstu árin á Jökuldal, en
árið 1886 var hún vinnukona í Hofteigi, og
vorið eftir slóst hún í för með fólki úr
sveitinni vestur um haf, frá Seyðisfirði með
skipinu Miaca til Winnipeg. Þá var hún 55
ára að aldri. Þar með var farið af landi brott
fyrsta bamið sem fæddist á Gagurstöðum
(1832) samkvæmt tiltækum heimildum.
Magnús Sigurðsson (1067) og
Guðrúnar Guðmundsdóttur ólst upp á
138