Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2007, Page 149
Konráðshús - með meiru
en þeim fjölgaði og urðu 6-8 þegar þeir
voru flestir. Hann reyndi fyrir sér með
útgerð gufuskipa til fiskveiða fyrstur
Islendinga. Eitt þeirra var Súlan SU-1,
byggð 1902. Konráð eignaðist fyrsta
mótorbátinn 1904 og 1906 flutti hann til
landsins 11 mótorbáta. „Fengu hinir og
aðrir sex af þeim, hina hafði ég sjálfur“,
skrifar hann i „æviferilsskýrslu“.
Eftir þrjátíu ára atvinnurekstur á Mjóa-
firði færði hann sig til Norðfjarðar og
gerðist þar síst umsvifaminni næstu þrjátíu
árin.
Konráð Hjálmarsson andaðist á Norð-
firði 16. júlí 1939.
Áður hafði hann látið gera sér grafhýsi í
kirkjugarðinum í Brekkuþorpi og hvílir þar.
Utför Konráðs
Þegar ég hafði fýrir nokkru sett saman
þessa margorðu myndatexta sagði mér
Smári Geirsson á Norðfirði að til væri þar í
plássinu athyglisverð mynd af Konráði
Hjálmarssyni.
Skönnnu seinna sendi Jóhann Zoéga
mér myndina og reyndar aðra til.
Báðar munu þær vera teknar laust eftir
1930 og Konráð þá kominn nokkuð á
áttræðisaldurinn. Á annarri myndinni hefur
kaupmaðurinn brugðið sér út úr
kaupstaðnum, ég held helst með kunningja
sínum, Tómasi Zoéga sparisjóðsstjóra, og
tekur sér þar fótabað í ljallalæk. (Mynd
fremst í grein.)
Að hinni myndinni varð formlegur
aðdragandi:
í gerðarbók sóknamefndar Mjóaijarðar-
prestakalls er bókfært í september 1931:
Norðfirði 8. sept 1931
Hér með levfi ég mér að snúa mér til hinnar
heiðruðu sóknarnefndar
Mjóafiarðarprestakalls, með beiðni um að
nefndinni mœtti þóknast að gefa mér leyfi til
að láta útbua grafreit í kirkjugarði
sóknarinnar og láta jarðsetja mig þar við
fráfall mitt úrþessum heimi.
Virðingarfyllst
K. Hjálmarsson.
Svar sóknarnefndarmanna:
Mjóafirði 8. sept 1931.
Herra kaupm. Konráð Hjálmarsson
Norðfirði.
Með bréfi dags. í dag hafið þér óskað eptir
að sóknarnefnd Mjóafjarðarprestakalls, veitti
yður leyfi til að lóita útbúa yður legstað í
kirkjugarði sóknarinnar.
Um leið og sóknarnefndin tjáiryður, að
henni er ánœgja að veita hið umbeðna levfi
og heimila yður nauðsynlegan undirbúning
verksins á þeim tíma er þér óskið, þykir
nefndinni og ástœða til að þakka yður hlýjan
hug og tiyggð við æskustöðvarnar fyr og
siðar og nú síðast með óskinni um að í faðmi
þeirra megi hvílast hinar síðustu jarðnesku
leyfar yðar.
Virðingarfyllst
I sóknarnefnd Mjóafjarðarprestakalls.
Jón I. Jónsson formaður
Guðm. Stefánsson
Jóhann Stefánsson.
Bréf Konráðs Hjálmarssonar til
sóknarnefndarmanna í
Mjóafiarðarprestakalli:
147