Heilsuvernd - 01.09.1953, Qupperneq 8

Heilsuvernd - 01.09.1953, Qupperneq 8
68 HEILSUVERND læknum fornaldar. Og þó að sumir læknar kalli hana öfga- stefnu, er ekki svo um alla. Þannig var það árið 1892, að mig minnir, að ungur dansk- ur læknir gjörðist yfirlæknir í allstóru héraðssjúkrahúsi. Hann tók upp ný og óvenjuleg vinnubrögð við lækningu sjúkdóma. Hann fékk sér garðland og ræktaði þar jarðar- ber og allskonar matjurtir handa sjúklingum sínum. Hins- vegar notaði hann lítið af lyfjum. Honum var ljóst, að flest lyf eru gagnlaus og auk þess beinlínis skaðleg. I stað þeirra gaf hann sjúklingum sínum oft, til þess að fróa þá og sefja, vatn, blandað meinlausum bragð- og litarefnum og stund- um blandað kolsýru, til þess að fá í það ólgu. Og það fór mik- ið orð af honum sem meðalalækni! Á hinn bóginn var hann í litlum metum hjá stéttarbræðrum sínum, sem gerðu tilraun til að bola honum frá sjúkrahúsinu. Hann spurði: Hvers- vegna? Til þess að sjúkrahúsið fái betra orð á sig, var svar- að. Er það dánartalan, sem er of há?, spurði Hindhede, því að þetta var hann (um dr. Mikkel Hindhede og starf hans hefi ég ritað í 4. h. 1950 og 1. h. 1951). En eftir allmargra ára starf var dánartalan í sjúkrahúsi Hindhedes fjórfalt lægri en í öðrum sambærilegum sjúkráhúsum. Og svo vildi til, að lyfjaeyðsla þar var einnig fjórfalit minni en annars- staðar. Hindhede hlaut maklegt lof í stað þess að vera rekinn. Dr. Hindhede gerði aldrei botnlangaskurði og missti aldrei sjúkling úr botnlangabólgu. Þegar hann lét af störf- um sem yfirlæknir, tók við duglegur skurðlæknir. Þegar á fyrsta ári missti hann 4 sjúklinga úr botnlangabólgu. Að- ferð dr. Hindhedes var kennd við prófessor With og var fólgin í algerðri sveltu, hreyfingarleysi, heitum bökstrum og dálitlu af ópíum. I sjúkrahúsi einu vestanhafs var sama aðferð notuð með þeim árangri, að af 500 botnlangasjúkl- ingum lifðu allir, og lítur þó út fyrir, að í allmörgum þeirra hafi botnlanginn verið sprunginn. Allir sjúkdómar stafa af orsökum, sem unnt er að koma í veg fyrir. Maðurinn hefir þróazt frá einfrumungs lífveru

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.