Heilsuvernd - 01.09.1953, Síða 12

Heilsuvernd - 01.09.1953, Síða 12
72 HEILSUVERND band við það, að þeir hafi „gengið með Guði“, eins og það er orðað, en það þýðir i raun og veru það, að þeir hafi hagað lífi sínu í samræmi við lögmál lífsins og tilverunnar. Og í þessari ritningu kristinna manna er einnig dreymt um framtíðina, hvað 'þetta snertir. Hjá Jesaja spámanni segir t. d. svo í 65. kafla 7.—21. versi: — „Og ég vil fagna yfir Jerúsalem og gleðjast yfir fólki mínu, og eigi skal framar heyrast þar gráthljóð eða kveinstafir. Eigi skal þar fram- ar vera nokkurt ungbarn, er aðeins lifi fáa daga, né nokk- urt gamalmenni, er eigi nái fullum aldri; því að sá er þar ungur maður, er deyr tíræður, og sá, sem ekld nær tíræðis- aldri, skal álítast bölvaður. Og þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra“. — Þannig segir í hinni helgu bók. Á síðustu áratugum hefir orðið mikil breyting, að m. k. með oss íslendingum, á lengd mannsævinnar. Ung- barnadauði hefir mjög minnkað, eins og kunnugt er, og meðalaldur hækkað svo mjög, að undrum sætir. Mun hann nú vera kominn upp í 60 ára eða meira. Allt er þetta með réttu þakkað breyttum og bættum lifnaðarháttum, er séu eðlileg afleiðing aukinnar þekkingar og menningar. Virðist því fullkomlega rökrétt að gera ráð fyrir því, að aldur manna geti enn hækkað að miklum mun, ef þekk- ing á lögmálum lífsins á eftir að aukast og mannkynið ber gæfu til að hagnýta sér þá þekkingu og lifa í samræmi við hana. Hækkun sú á aldri manna, sem átt hefir sér stað síðustu áratugina, gefur ótvírætt í skyn, að þrátt fyrir allt sé að mörgu leyti rétt stefnt, — að lífshættir manna hafi færzt í heillavænlegra horf og að mennirnir hafi það að meira eða minna leyti á valdi sínu að lengja líf sitt, að m. k. að ákveðnu marki. — Náttúrulækningastefna nú- tímans heldur því og fram, að mannkyninu sé í lófa lagið að lengja líf sitt að mjög miklum mun frá því, sem nú er, og að réttu lagi ættu menn almennt að geta orðið 100 ára eða jafnvel 120 ára, og er þá að vísu ekki nærri jafn-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.