Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 18

Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 18
78 HEILSUVERND stóli. Þröngt er um brjóstholið, öndunin grunn og dauf. Sumum gæti virzt þessi maður njóta hvíldar. En svo er ekki. Það vantar allan röskleika í hvíldina. Hjartað er kúg- að undan of miklu álagi. Það getur ekki annað sínu hlut- verki. Hvíldin er endurnýjun og brottflutningur ónýtra og óhollra efna. Hreyfing undir beru lofti með djúpri öndun myndi því veita þessum manni betri hvíld, blóðið streymdi þá örar og hreinsaði líkamann. Gleymum aldrei, að hvíldin er innri hreyfing, hreyfing blóðsins, sem örvast við djúpa öndun. Og hæfileg alhliða hreyfing líkamans gerir öndun- ina greiðari. Þótt undarlegt sé, er allmikil hætta á, að öndunarhreyf- ingin skekkist. Algengt er, að þegar nýr nemandi í radd- þjálfun (söng eða tali) er beðinn að sýna, hvernig hann andar að sér, belgir hann upp brjóstið, ypptir öxlum og dregur kviðarholið inn. Hjá sama manni myndi líklega öndunarhreyfing í svefni verða eðlilegri og byrja þannig, að kviðarholið þenst fyrst út og þvínæst brjóstholið neðan til með útþenslu rifjanna. Það á sem sé að byrja að láta í botninn á pokanum og síðan fylla hann hærra og hærra. Það er erfitt að skilja til fulls, af hverju menn gera sér ekki grein fyrir því, hvernig eðlilegust öndunarhreyfing er. En þess ber að minnast, að margt í okkar hugsunarhætti, klæðnaði við vinnu, steliingum og hreyfingum við vinnu, er óeðlilegt. Margar áhyggjur liggja á okkur eins og mara, og við gáum þess ekki, að við þurfum að gefa okkur tíma til að anda. Og sá sem temur sér rólegan og djúpan andar- drátt, verður bæði rólegri og röskari en ella í huga og athöfn. (Meira seinna). HEILSUHÆLI NLFÍ. Stjórnir NLFÍ og Heilsuhælissjóðs NLFÍ hafa tekið á leigu land í HveragerSi, beggjamegin Varmór, sunnan Fagrahvamms, í því skyni að reisa þar heilsuhæli. Er nú unnið að uppdráttum, og er ætlunin að hefja byggingarframkvæmdir á þessu hausti til þess að geta tekið einhvern hluta hússins í notkun á næsta sumri.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.