Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 27

Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 27
HEILSUVERND 87 dóma. Sumir þeirra fengu hvítlauk, en hinir ekki og engin meðul heldur. Þeir, sem hvítlaukinn fengu, losnuðu fljótt við höfuðverk, niðurgang og önnur sjúkdómseinkenni. En merkilegasta niðurstaðan var sú, að hjá þeim gjörbreyttist bakteríugróður í ristli. Hinar skaðlegu rotnunarbakter- íur eyddust, en aðrir nytsamir gerlar tímguðust og þrifust hið bezta. Samkvæmt skýrslum, sem tveir amerískir læknar hafa safnað og birt í læknatímariti, hafa ýmsir læknar notað hvítlauk við of háum blóðþrýstingi með góðum árangri og gengið úr skugga um, að sá árangur er hvítlauknum að þakka. Hann hefir og reynzt vel við ýmiskonar meltingar- truflúnum, svo sem niðurgangi og loftmyndun í þörmum. Ennfremur til varnar gegn lungnabólgu, barnaveiki, tauga- veiki og berklum. Hann er talinn eyða slími og lækna astma og ýmsa bakteríu- eða vírussjúkdóma í öndunar- færum, kvef og hálsbólgu. Amerísku læknarnir tveir birtu og skýrslu um 12 sjúklinga, sem þeir höfðu sjálfir haft undir höndum og læknað með 'hvítlauk. Var þar um sinn sjúkdóminn að ræða hjá hverjum, og suma á háu stigi. Dr. Deutschmeister, læknir af gyðingaættum starfandi í ísrael, skýrir frá því, að meðal flóttamanna í síðustu heimsstyrjöld hafi mikið borið á alvarlegum maga- og þarmasjúkdómum. En Gyðingar sluppu við þá, og þakk- ar læknirinn það því, að þeir borðuðu mikið af hvítlauk. Hann hefir einnig birt í læknariti einu skýrslu um mikinn fjölda magasjúklinga, sem hann hefir læknað með hvítlauk. Galinn við notkun hvítlauks er hin sterka lykt, sem hon- um fylgir og er óþægileg þeim, er neyta hans ekki sjálfir. Og þessi lykt fylgir einmitt þeim efnum lauksins, sem mestan lækningamátt hafa. Hann kemur því ekki að til- ætluðum notum, nema hann sé borðaður ósoðinn og tugg- inn vel eða honum haldið í munni um tíma, sérstaklega þegar um er að ræða sjúkdóma í munni, hálsi eða öndunar- færum. (WMM).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.