Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 34

Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 34
94 HEILSUVERND SPURNINGAR OG SVÖR. K. M. spyr: Af hverju stafar hár hlóðþrýstingur, og hvernig verður ráðin bót á honum? Svar: Hár blóðþrýstingur er röskun á jafnvægi líkamans. Or- sakir hans eru rangar lífsvenjur, en hann stafar jafnframt af skorti ó andlegu jafnvægi, af áhyggjum og sálarstríði. — Með lyfjum verður ekki ráðin bót á háum blóðþrýstingi. Beztu róðin eru: 1. Forðast nautnalyf, svo sem áfengi, tóbak, kaffi og te, sem öll eiga sinn þátt í að hækka blóðþrýstinginn. — 2. Nærast sem mest á ósoðinni jurtafæðu. Kjötneyzla stuðlar hinsvegar að aukn- um blóðþrýstingi. — 3. Föstur. Um þær eru ítarlegar leiðbeiningar í bókinni Sjúkum sagt til vegar. — 4. Forðast áhyggjur og illar hugsanir eftir megni. Andlegt jafnvægi er mjög háð líkamlegri heilbrigði og vellíðan, og með heilnæmum lifnaðarháttum stuðla menn ])annig á tvennan hátt að lækkun blóðþrýstings. — í einum spurningaþætti er ekki hægt að gera þessu efni viðhlítandi skil, og mun því verða rætt um það í sérstakri grein í næsta hefti. SÚRKÁLSGERÐ. í 1. hefti 1949 er lýst aðferð til að geyma hvítkál í skyrmysu, og hefir hún reynzt vel. Samkvæmt rannsókn Sigurðar H. Péturs- sonar, gerlafræðings, var í kálinu hreinn skyrgerlagróður. Hin gamla erlenda aðferð við súrkálsgerð er í því fólgin að brytja kálið, blanda það salti og fergja vel. Gallinn við þá aðferð er sá, að þurfa að nota salt. Nýlega liefir frú Ebba Waerland lýst aðferð, sem bætir úr þeim galla. í stað salts er notuð súrmjólk, 1 lítri á móti 5 kg káls, og 250 gr af einiberjum, sem stráð er á milli laga. Kálið þarf að vera undir fargi í 6 vikur á ekki of köldum stað, og Árangurinn varð 'þessi (meðaltal): Kjötætur Jurtaætur Hnébeygjur ................. 383 846 Handleggjaútrétting (mín.) 10 49 1 hnébeygjunum höfðu jurtaæturnar þannig rúmlega helmingi meira úthald en hinar íþróttaþjálfuðu kjötætur og um 5 sinnum meira þol í því að halda handleggjunum út. Þess skal ennfremur getið, að stúdentarnir urðu meira eftir sig en keppendurnir frá Battle Creek. Urðu sumir stúdentanna rúmliggjandi dögum saman vegna strengja.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.