Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 36

Heilsuvernd - 01.09.1953, Page 36
HEILSUVERND Á VÍÐ OG DREIF. Ráð við afbrýðisemi? Það er haft eftir frönskum lækni, að hægt sé að lækna afbrýðisemi með réttum lifn- aðarháttum. T. d. þurfi af- brýðisamur eiginmaður ekki annað en að hætta að neyta kjöts og krydds, áfengis og tóbaks, auk þess sem hann verður að iðka daglegar lik- amsæfingar, meðal annars hálftíma göngu kvölds og morgna, til þess að losna við þennan leiða kvilla. — Þótt frétt þessi sé birt í gaman- þætti thnarits, sem gefið er út af jurtaneytendum í Banda- ríkjunum, þarf ekki að líta á hana eingöngu sem marklaust spaug. Afbrýðiscmi stendur í nánu sambandi við skort á andlegu jafnvægi, sem háð er framar flestu öðru réttri nær- ingu og meðferð likamans. — í sama þætti segir: „Doll- araseðlar bera ekki bakteriur manna á milli. Bakterían get- ur ekki lengur lifað á einum dollara“! Vænt salathöfuð. Ritstjóri sænska tímarits- ins Waerlands Mánads-Maga- sin fékk í sumar sent utan af landi salatliöfuð, sem vóg 550 grömm. Yztu blöðin mældust 34 cin á lengd og 17 cm á breidd. Flutningurinn hafði tekið sinn tíma, og síðan varð að geyma það í sólarhring í heitri geymslu, áður en þvi var komið í lóg. Eigi að síður létu blöðin ekki á sjá frennir en þau væru nýtekin úr garð- inum. Það fylgdi sögunni, að salatið var ræktað -með safn- haugaáburði. — Býður nokk- ur betur? Geðsjúklingar í öðru hverju rúmi. Heilbrigðismálaráðh. Bret- lands hefir nýlega skýrt svo frá, að 42% allra sjúkrahús- rúma þar í landi séu skipuð sjúklingum með geðsjúkdóma, og 8000 sjúklingar séu á bið- lista, helmingur þeirra börn. í Ameríku er ástandið sýnu verra, þvi að það eru geð- sjúklingar í öðru hverju rúmi (50%). (Rude Health). A að bæta salti í mat barna? Prófessor Martin Vogel i Þýzkalandi hefir sagt: „Ég tel óþarft og skaðlegt að bæta salti í mat barna. Börn hafa bezt af því að venjast aldrei á að borða saltaðan mat“. (WMM). Misnotkun lyfja. Á læknaþingi í Los Angeles i Bandarikjunum komst lækn- ir einn svo að orði: „Við læknar notum of mikið af lyfjum, og það enda þótt við vitum lítið um sjálft íyfið og enn minna um sjúkdóminn og líkamann, sem við ætlum að lækna“. (H. C.).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.