Heilsuvernd - 01.04.1958, Síða 11

Heilsuvernd - 01.04.1958, Síða 11
HEILSUVERND 3 lags íslands í Hveragerði ásamt mörgum minni verkefn- um. 1955 réðist Águst aftur í þjónustu þess opinbera, sem fulltrúi hjá Húsameistara ríkisins, starfaði hann þar til æviloka. Ágúst var tvíkvæntur, hét fyrri kona hans Guðbjörg Benónýsdóttir, áttu þau einn son, sem nú er 12 ára, Guð- mund að nafni. Ágúst missti fyrri konu sína eftir stutta sambúð. Seinni kona hans heitir Friðrikka Benónýs- dóttir, er hún alsystir fyrri konu hans, áttu þau saman 3 efnilega syni, Kristján, Jón og Stefán. Æðrulaus og sterk stóð frú Friðrikka við hlið manns sins í hinni erfiðu sjúk- dómslegu hans bæði í heimahúsum og erlendis þar til yfir lauk. Ágúst Steingrímsson hefur reist sér marga og veglega minnisvarða með teikningum sínum, bæði út um hinar dreifðu byggðir lands vors, í Reykjavík og öðrum kaup- stöðum. Sá minnisvarði, sem oss félagsmönnum í N.L.F.I. þykir vænst um er Heilsuhælið í Hveragerði. Ágúst var einn af tryggustu og fórnfúsustu félagsmönnum Náttúru- lækningafélagsins. Það má með sanni segja að æfi manns sé ferðalag. Á þessu ferðalagi mætum við mörgum, sumum verðum við samferða stuttan spöl, öðrum langa leið, en á næstu krossgötum skiljast leiðir, menn kveðjast, þakka fyrir sam- fylgdina, hittast ef til vill aftur en stundum aldrei aftur. Við Ágúst urðum samferða nokkurn spöl á þessari ferð vorri sem liggur frá vöggu til grafar. Ég er sannarlega þakklátur forsjóninni fyrir að hafa verið svo lánsamur að fá að kynnast honum þennan stutta tima. Því eitthvert mesta lán vort í þessum heimi er það að fá að kynnast góðu og göfugu fólki. Kynni okkar byrjuðu á öndverðum vetri 1954 er ég tók við framkvæmdastjórastöðu hjá N.L.F.I. Stóðu þá fyrir dyrum byggingarframkvæmdir á Heilsuhælinu í Hveragerði. Ágúst hafði þá verið ráðinn arkitekt félagsins og teiknaði heilsuhælið. Að sjálfsögðu var ég öllum málum, sem að byggingu þessari lutu ókunn-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.