Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 13

Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 13
HEILSUVERND 5 Með línum þessum vil ég fyrst og fremst votta frú Frið- rikku Benónýsdóttur og sonum hennar innilega samúð mína og Náttúrulækningafélagsins, megi hinn mikli eilífi andi, sem í öllu og allsstaðar býr veita þeim kraft til að bera sínar þungu byrðar, og við vonum að engum verði lögð þyngri byrði á herðar en hann er fær um að rísa undir. „Það er eins og hulin hönd hvarvetna mig leiði“. Vér trúum því að hin volduga hönd almættisins leiði oss í gegn um sérhverja þraut. Sorgin og gleðin eru systur, báðar færa þær oss dýrmætar gjafir og reynslu. Sorgin og gleðin eru kennslutæki í skóla lífsins. Vertu sæll Ágúst, þakka þér fyrir samfylgdina og góða viðkynningu. Þú gafst mér og öðrum fagurt fordæmi í samviskusemi, drenglyndi og góðu dagfari. Sigurjón Danivalsson. GJAFIR OG ÁHEIT. J. S., áheit .................................... kr. 50.00 Frá góðum gesti ................................. — 100.00 Ásta Eiríksdóttir, áheit ........................ — 250.00 Kærar þakkir fyrir gjafir yðar. S t j ó r n i n .

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.