Heilsuvernd - 01.04.1958, Page 25

Heilsuvernd - 01.04.1958, Page 25
HEILSUVERND 17 tilraunadýrin fullkomlega heilbrigð og sjúkdómalaus, en á fæði áþekku því, sem vestrænar þjóðir nota, verða þau að bráð samskonar sjúkdómum og þær, að krabbameini ekki undanskildu. Að margara dómi eru þetta einhverjar merkilegustu nær- ingartilraunir, sem nokkru sinni hafa verið gerðar. En því miður virðast læknavísindin ekki hafa gefið þeim þann gaum sem skyldi, og á þær eða niðurstöður þeirra er ekki minnst í þeim læknisfræðibókum, sem ég hefi lesið. Þó er getið þar um McCarrison og frá því sagt, að hann hafi aldrei séð botnlangabólgu í Hunzalandi þau 9 ár, er hann starfaði þar sem læknir, enda þótt landsmenn fái þann sjúkdóm, eins og annað fólk, ef þeir dvelja erlendis og taka upp mataræði vestrænna þjóða. (Frá þessu var sagt í Heilsuvernd fyrir nokkrum árum). I ljósi þessara tilrauna og út frá athugunum á heilsu- fari ýmissa afskekktra þjóða eða þjóðarbrota, sem búið hafa við frumstæða lífshætti, virðist mér varla komizt hjá því að álykta ,að einfalt, náttúrlegt mataræði, ásamt heil- næmum lífsháttum að öðru leyti, sé öruggasta — og senni- lega eina — leiðin til þess að öðlast fullkomna heilbrigði. (Niðurlag í næsta hefti).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.