Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 25

Heilsuvernd - 01.04.1958, Blaðsíða 25
HEILSUVERND 17 tilraunadýrin fullkomlega heilbrigð og sjúkdómalaus, en á fæði áþekku því, sem vestrænar þjóðir nota, verða þau að bráð samskonar sjúkdómum og þær, að krabbameini ekki undanskildu. Að margara dómi eru þetta einhverjar merkilegustu nær- ingartilraunir, sem nokkru sinni hafa verið gerðar. En því miður virðast læknavísindin ekki hafa gefið þeim þann gaum sem skyldi, og á þær eða niðurstöður þeirra er ekki minnst í þeim læknisfræðibókum, sem ég hefi lesið. Þó er getið þar um McCarrison og frá því sagt, að hann hafi aldrei séð botnlangabólgu í Hunzalandi þau 9 ár, er hann starfaði þar sem læknir, enda þótt landsmenn fái þann sjúkdóm, eins og annað fólk, ef þeir dvelja erlendis og taka upp mataræði vestrænna þjóða. (Frá þessu var sagt í Heilsuvernd fyrir nokkrum árum). I ljósi þessara tilrauna og út frá athugunum á heilsu- fari ýmissa afskekktra þjóða eða þjóðarbrota, sem búið hafa við frumstæða lífshætti, virðist mér varla komizt hjá því að álykta ,að einfalt, náttúrlegt mataræði, ásamt heil- næmum lífsháttum að öðru leyti, sé öruggasta — og senni- lega eina — leiðin til þess að öðlast fullkomna heilbrigði. (Niðurlag í næsta hefti).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.