Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 4
Fólki verður náttúru- lega mjög heitt í hamsi – eðlilega. Vilborg Davíðsdóttir, varaformaður Rithöfunda­ sambandsins Mikið úrval og gott verð. Kíktu við á Laugavegi 18. Opið alla daga frá klukkan 10–20. arib@frettabladid.is ORKUMÁL „Það vantar vatn til að knýja vatnsaf lsvirkjanir, það er vandinn,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir umræðuna um skort á rafmagni hér á landi vera undarlega. „Það er verið að skerða núna raf- magn til stóriðju og fiskimjölsverk- smiðja vegna þess að það er ekki hægt að vinna nógu mikið rafmagn eins og er. Það er ekki vegna þess að það vanti virkjanir. Orkuvinnslu- getan á venjulegu ári er meira en fullnægjandi. Ástæðan er að það vantar vatn til að keyra virkjanir, það er eingöngu þess vegna,“ segir Bjarni. Um 70 prósent af öllu rafmagni hér á landi koma úr vatnsaflsvirkj- unum, nú er Þórisvatn komið niður að hættumörkum. „Þegar kemur að orkuvinnslugetu í meðalári þá er hún það mikil að það væri engin skerðing í dag. Hún er meiri en öll Forstjóri OR telur enga þörf á fleiri virkjunum til orkuskipta Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjaví kur Kæra Bergsveins Birgissonar verður tekin fyrir á fundi siðanefndar Háskóla Íslands á mánudaginn. Umræða um rit- og hug mynda stuld hefur vaxið innan Rithöfunda- sambandsins að undanförnu. helenaros@frettabladid.is HÖFUNDARRÉTTUR Siða nef nd Háskóla Íslands hefur borist kæra frá Bergsveini Birgissyni, rithöf- undi og fræðimanni, vegna meints ritstuldar Ásgeirs Jónssonar seðla- bankastjóra, í nýútgefinni bók hans sem ber nafnið Eyjan hans Ingólfs. Þetta staðfestir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og einn nefndarmanna siðanefndar, í sam- tali við Fréttablaðið. Henry Alexander segir mál Berg- sveins eitt þeirra mála sem tekin verði fyrir á næsta fundi nefndar- innar sem verður á mánudag. Málsmeðferð svona mála getur tekið upp undir hálft ár hjá nefnd- inni, að sögn Henrys. „Það er ekkert að fara að gerast í næstu viku eða byrjun næsta árs,“ segir Henry Alexander og bendir á að fyrsta ákvörðun sé að ræða hvort málið verði tekið fyrir. Í greinargerð um málið, sem Bergsveinn fékk birta á Vísi í fyrra- dag, ber hann fram alvarlegar ásak- anir á hendur Ásgeiri og sakar hann meðal annars um ritstuld, „og það svo umfangsmikinn að mér er til efs að viðlíka dæmi séu til í sögu íslenskrar bókaútgáfu,“ segir meðal annars í greinargerðinni, sem er ítarleg. Í greinargerðinni segir Berg- sveinn það grafalvarlegt mál að saka einhvern um ritstuld. „En rit- stuldur sá sem ég tel Ásgeir Jóns- son vera sekan um í þessu tilfelli er að sama skapi grafalvarlegt mál. Það gerir málið enn alvarlegra að seðlabankastjóri Íslands sé uppvís að þjófnaði á hugverkum annarra.“ Í samtali við Fréttablaðið segist Bergsveinn ætla að sjá hvernig málið fari hjá siðanefndinni, áður en hann taki afstöðu til mögulegrar málshöfðunar. „Ef að ske kynni að þeir myndu segja að þetta væri ekki á þeirra borði verð ég vitanlega að leita réttar míns annars staðar,“ segir Bergsveinn og bendir á að það yrði líklega hjá hans norska forlagi, þar sem bók hans Leitin að svarta vík- ingnum var upprunalega gefin út á norsku og síðan gefin út í íslenskri þýðingu. Ásgeir sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í fyrradag þar sem hann vísar ásökunum Bergsveins alfarið á bug og segir þær koma sér mjög á óvart. Rithöfundasambandi Íslands var ekki kunnugt um málið þegar Fréttablaðið leitaði svara og tjáir sig almennt ekki um einstaka mál. Vilborg Davíðsdóttir, varafor- maður R ithöf undasambands- ins, segir umræðu um rit- og hugmynda stuld hafa farið vaxandi innan sambandsins að undanförnu. „Félagsmenn hafa leitað til okkar og umræðan hefur verið í gangi í stéttinni um það hver á hugmynd og hvað stuldur er. Um höfundar- réttarmál í því víða samhengi, og það ætlum við að taka fyrir á mál- þingi í febrúar.“ Vilborg segir mál af þessu tagi mjög erfið. „Fólki verður náttúru- lega mjög heitt í hamsi – eðlilega.“ Fyrirlestri Ásgeirs, um efnahags- mál á landnámsöld, sem átti að fara fram hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands í gær, var frestað vegna málsins. Haraldur Bernharðsson, for- stöðumaður Miðaldastofu, sagði frestun fyrirlestrarins hafa verið að frumkvæði stofnunarinnar. Málið myndi einfaldlega skyggja á efni fyrirlestrarins og réttast væri að fá botn í málið fyrst. n Gæti dregið Ásgeir fyrir dóm í Noregi Rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson er doktor í nor­ rænum fræðum frá Háskólanum í Bergen. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK sala í dag. Ef við horfum á árið í fyrra þá var rafmagnsvinnslugetan 21 teravattstund. Í fyrra seldum við 19,1. Tíu prósent af rafmagns- vinnslugetunni voru óseld. Salan hefur sennilega aukist í ár um eina teravattstund, en við erum samt með tæpa teravattstund óselda miðað við vinnslugetu.“ Bjarni segir að Ísland framleiði fimm sinnum meira rafmagn en aðrar þjóðir, 80 prósent af því fari til stóriðju. Stóriðja fái rafmagn á lægra verði en heimili vegna þess að rafmagn til þeirra sé skert í aðstæð- um sem þessum. Það vanti ekkert upp á fyrir orkuskipti í samgöngum. „Óselt rafmagn í ár, miðað við fulla vinnslugetu, er um 0,9 tera- vattstundir. Það er nóg til að knýja allan rafbílaflotann, alla einkabíla í landinu sem eru um 240 þúsund. Það er áætlað að þeirri tölu verði náð árið 2040. Þannig að það vant- ar ekkert rafmagn á raf bíla,“ segir Bjarni. n ser@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Ný rafræn þjónustu- gátt fyrir þolendur kynferðisbrota var opnuð í gær á vegum lögregl- unnar í samstarfi við Embætti rík- islögreglustjóra. Þar geta þolendur fengið upplýsingar um stöðu sinna mála og bjargir sem standa til boða. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gátt- ina. Slóðin er: mitt.logreglan.is.n Ný þjónusta fyrir þolendur ofbeldis thorvardur@frettabladid.is COVID-19 Mörg efnameiri ríki heims eru byrjuð að veita örvunar- skammta af bóluefni gegn Covid-19 en Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin varar þau við að hamstra bóluefni, mikilvægara sé að tryggja jafnari dreifingu þeirra. Einungis þeir sem glími við undirliggjandi sjúkdóma eða hafi ekki fengið mót- efnasvörun eftir fyrri bólusetningu, eigi að fá örvunarskammt. Af einum milljarði íbúa Afríku hafa aðeins 7,5 prósent fengið bólu- setningu en í Evrópusambandinu er hlutfallið tæp 69 prósent. n Jafnari dreifing fremur en örvun Bólusett í Kenýa. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 4 Fréttir 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.