Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 60
Trikkið er eiginlega bara að hundsa öll varnarskilaboð frá líkamanum og vona það besta. Björn Berg Gunnarsson höfundur bókar- innar Peningar „Í dag verður hellt úr stærsta potti Happ- drættis Há- skóla Íslands til þessa, þegar heilar 110 milljónir króna falla á einn gullsleginn miða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslands- banka og höfundur bókarinnar Peningar, sem var af þessu tilefni beðinn um að setja þessa fjárhæð í samhengi. „Eins langt og það nú nær, því sigurvegarinn hlýtur að fjárfesta í 69 þúsund miðum í næsta drætti til að vinna aftur,“ bætir Björn við. „Eftir að hafa burðast út úr Smára- lindinni með burðarpoka á pari við Húsavíkurhelluna er ekki úr vegi að vinningshafinn hugi að því að greiða niður skuldir. Sá aldurshópur landsmanna sem skuldar mest er á aldrinum 45-49 ára og ef hinn heppni er dæmigerður fulltrúi þess hóps má losa sig við allar skuldirnar og eiga 95 milljónir í afgang til að leika sér. Ef ætlunin er þó að koma sér upp þaki yfir höfuðið, segjum í sér- býli, fer mögulegur fermetrafjöldi að sjálfsögðu eftir staðsetningu. Ef við leikum okkur aðeins með fer- metraverð virðast ekki fást nema rétt ríflega 180 fermetrar í sérbýli fyrir 110 milljónir í Ása- og Flata- hverfum Garðabæjar, en hátt í 300 fermetrar á Akranesi og yfir 700 fermetrar á Hofsósi, að því gefnu að sjálfsögðu að til sölu sé 700 fer- metra einbýlishús á Hofsósi. Mikilvægast er þó að sjálfsögðu að gleyma sér ekki í fagnaðarlát- unum, þó svo við gerum að sjálf- sögðu kröfu um að í það minnsta ein freyðivínsflaska sé rifin upp. Öllu flóknara viðfangsefni er að haga málum með þeim hætti að stóri vinningurinn beri áfram ávöxt og hægt verði að njóta hans til framtíðar. En það er önnur saga.“ n Stóri vinningurinn kallar á að freyðivínsflaska verði opnuð Þetta eru 110 milljónir´islenskra króna í þúsundköllum. MYND/AÐSEND n Sérfræðingurinn odduraevar@frettabladid.is Stefán Árni Pálsson sjónvarpsmaður Ég er aðal- lega að horfa á handbolta þessa dagana. Hef lítinn tíma í annað, en það er eitt sem ég verð hreinlega að gefa mér tíma í og það eru þættirnir Succession á Stöð 2. Ég er mikill New York-maður og þessir þættir gefa manni þessa borg beint í æð, tónlistin er geggjuð og karakterarnir sturlaðir. Sérstaklega tengdasonurinn Tom. Þann mann gjörsamlega elska ég. Svo er ég mikið að vinna með Latabæ. Horfi daglega með sextán mánaða dóttur minni. Illa nettir þættir og Stefán Karl stórkost- legur. Mikill missir í þeim yndis- lega manni. Annars hvet ég bara alla til að horfa á handbolta, skemmtilegra en allir þættir og kvikmyndir. n Gjörsamlega elskar tengdasoninn Tom n Á skjánum Þór Saari hagfræðingur „Núna er ég bara á bílastæðinu fyrir utan Gló í Faxafeninu, eða einhverju Feninu. Ég var að borða,“ segir Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. „Ég fer svona stundum,“ segir Þór, þegar hann er spurður hvort hann sé kominn á kaf í hollustuna. „Þeir eru núna með einhverja sérstaka jólaskál sem er alveg rosalega góð, sko. Ég mæli með þessu. Þetta er fínt.“ n Kíkt í góða jólaskál Baldur segist aldrei hafa séð hljóðfæri sem hafi öskrað eins mikið á sig og þessi gítar, sem hafi verið eins og sérsmíðaður fyrir kappann. MYNDIR/AÐSENDAR n Hvar ertu? Baldur Ragnarsson er rokkari ekki einhamur, en milli þess sem hann heillar leikhúsgesti í Guðmundarlundi og fram­ leiðir vinsælustu hlaðvörp landsins, semur hann tónlist á glænýjan gítar fyrir stærstu þungarokkssveit landsins, sem er alls ekki hætt. odduraevar@frettabladid.is Varla er dauða stund að finna í sólar­ hringnum hjá Baldri Ragnarssyni, sem stendur ásamt Leikhópnum Lottu á sviði í leikverkinu Ævintýri í Jólaskógi í Guðmundarlundi, semur glænýja tónlist með félögum sínum í Skálmöld sem hyggur á endur­ komu eftir pásu og svo framleiðir hann vinsælustu hlaðvörp landsins fyrir Hljóðkirkjuna. „Trikkið er eiginlega bara að hundsa öll varnarskilaboð frá líkamanum og vona það besta,“ segir Baldur, þegar hann er spurður hvernig hann fari að þessu. „Nei, nei, þetta bara spurning um gott skipulag og forréttindin eru nátt­ úrulega þau að ég er aldrei að gera eitthvað sem mér þykir leiðinlegt.“ Gleði í Guðmundarlundi Ævintýri í Jólaskógi var fyrst sett á svið í Guðmundarlundi í fyrra, en þá tók Baldur ekki þátt og heillaðist sjálfur upp úr skónum. „Ég er sá eini í hópnum sem er hæfur til að meta hversu mikil snilld þetta er, því þau voru öll meira og minna í þessu í fyrra.“ „Mér hefur aldrei verið kippt jafn harkalega út úr raunheimum í leik­ húsi. Þarna eru sagðar fjórar smá­ sögur úti í skógi í vasaljósaleikhúsi þar sem er auðvelt að halda fjarlægð. Ég vissi ekkert þegar ég mætti og þetta er heilmikil upplifun,“ segir Baldur. Hann viðurkennir að þetta sé keyrsla enda um þrettán sýningar á dag. Eftir að rökkva tekur. „Maður finnur ótrúlega lítið fyrir því og þetta er svo hryllilega gaman og fólk er svo glatt því það er svo flókið að ætla að gera eitthvað með fjölskyldunni þessa dagana og þetta er framúrskarandi upplifun.“ Skálmaldarpásan búin Þungarokkssveitin Skálmöld lýsti því yfir í lok desember 2019 að hún væri farin í pásu. „Fólk misskildi þetta eitthvað. Við vorum alls ekki hættir,“ segir Baldur hlæjandi. „Við fundum það eftir þessa hvíld að Allt of mikið fjör til þess að hægt sé að hlusta á líkamlegu hættumerkin Baldur segir gesti gríðarlega glaða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIRVeruleikinn hverfur í skóginum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR þetta væri allt of gaman til að gefa alfarið upp á bátinn.“ Baldur eignaðist nýlega glænýjan gítar, smíðaðan af Gunnari Erni Sigurðssyni. „Ég hef bara aldrei séð hljóðfæri sem hefur öskrað jafn mikið á mig úr fjarlægð. Það var eins og ég hefði verið hafður með í ráðum frá fyrstu handahreyfingu,“ segir Baldur. Hann segir gítarinn koma sér vel, en þeir í Skálmöld hittust á dögunum og eru byrjaðir að semja nýtt efni. „Þegar maður sest niður með nýtt hljóðfæri, sem maður tengir svona vel við, þá allt í einu byrjar maður að semja öðruvísi lög og gleymir sér gjörsamlega og það er það sem er að gerast núna. Þannig að allt þetta sem ég er að semja núna fyrir Skálmöld kemur frá nýjum stað. Hann er ótrúlegur þessi gítar.“ Þeir félagar verða með tónleika í Eldborg á næsta ári í tilefni af tíu ára afmæli plötunnar Börn Loka. „Þetta verður veisla og það verða óvæntir gestir með okkur.“ Baldur segir meðlimi sveitarinnar sultuslaka og óljóst hvenær nýja efnið kemur út. „Við erum ekki í neinu stressi. Það er fátt skemmti­ legra en að búa til músík með vinum sínum þannig við höldum því bara áfram.“ n 24 Lífið 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.