Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 44
Mæðgurnar Berglind Hreiðarsdóttir bloggari og dóttir hennar Elín Heiða Hermannsdóttir, vita fátt skemmtilegra en að undir- búa jólin. Elín Heiða fetar í fótspor móður sinnar og sendir frá sér mat reiðslu bók sem ber heitið Börn in baka. sjofn@torg.is Þetta er fyrsta bók El ín ar Heiðu sem er aðeins tólf ára og væntan­ lega yngsti bakari landsins. Bókina vann hún í sam starfi við móður sína og það má með sanni segja að sjaldan falli eplið langt frá eikinni. Nú undirbúa mæðgurnar saman aðventuna og jólin, og baksturinn er þar í forgrunni. Hvað er ómissandi á aðventunni að ykkar mati? „Að gera laufabrauð og baka piparkökur,“ segir Elín og Berglind segir að henni finnist ómissandi að baka með fjölskyldu og vinum, kveikja á kertaljósum í kósíheitum. „Snjór gerir aðventuna líka mun fallegri,“ segir Berglind og nefnir jafnframt að það sé líka dásam­ legt að ganga um miðbæinn og skoða jólaljósin, fá sér heitt kakó og anda að sér aðventunni. „Við förum alltaf til mömmu og pabba á jóladag því þá á pabbi afmæli og tengdó býður ávallt í möndlugraut í hádeginu á aðfangadag.“ Allar kökurnar eiga sögu „Möndlukakan á forsíðu bókar­ innar er með kremi í öðrum lit. Fyrst þegar Elín Heiða gerði hana fyrir bókina vorum við ekki endi­ lega með í huga að sú mynd færi á forsíðuna. Síðan fannst okkur hún svo litrík og falleg en verst var að bakgrunnurinn var stofan okkar en ekki eldhúsið. Það var því ákveðið að reyna að endurgera hana með eldhúsið í bakgrunni. Það var því aftur allt græjað eins og það var, sömu fötin fundin til, hárið fléttað og þar fram eftir götunum. Það vildi síðan ekki betur til en svo að hún braut á sér fingurinn deginum fyrir þá myndatöku og við þurftum að stelast til að taka spelkuna af og fela bláa fingurinn undir kökudisk­ inum þegar hún var að smyrja kreminu á í það skiptið, hahaha! Það má því sannarlega segja að það sé saga á bak við þessa forsíðumynd sem vinur okkar Lárus Sigurðarson kom og tók tvisvar.“ Allar þessar uppskriftir er hægt að færa í jólabúning og hér er Elín Heiða búin að því. Möndlukaka 4 egg 250 g sykur 225 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 200 g brætt smjör 3 tsk. möndludropar Glassúr 320 g flórsykur 5-6 msk. heitt vatn Nokkrir dropar af matarlit 2 dropar af möndludropum 1. Hitið ofninn í 170°C og smyrjið stórt hringlaga form með gati í miðjunni vel að innan með smjöri. 2. Þeytið saman egg og sykur þar til létt og ljós blanda myndast. 3. Bætið hveiti og lyftidufti saman við og hrærið varlega saman. 4. Að lokum má blanda brædda smjörinu ásamt möndludropum saman við og hræra stutta stund til viðbótar. 5. Hellið í formið og bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á end­ anum en ekki blautu deigi. 6. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið glassúrinn ofan á. Glassúr 1. Hrærið öllu saman í skál með píski/skeið þar til orðið er kekkja­ laust. 2. Smyrjið yfir kökuna og leyfið aðeins að leka niður með hlið­ unum. Berjaskyrkaka 1 pakki Lu Bastogne kex 60 g brætt smjör Fylling og toppur 500 g Ísey skyr með bláberjum og hindberjum 500 ml rjómi Um 125 g bláber Um 125 g hindber 30 g saxað suðusúkkulaði 1. Myljið kexið í blandara/mat­ vinnsluvél þar til það verður duft­ kennt. 2. Hellið kexmylsnunni í skál og blandið brædda smjörinu saman við. 3. Pressið í botninn á fat/í skál og kælið á meðan annað er útbúið. Fylling og toppur 1. Þeytið rjómann og blandið skyrinu varlega saman við hann og setjið yfir kexbotninn. 2. Skreytið með ferskum blá­ berjum, hindberjum og söxuðu súkkulaði. 3. Geymið í kæli fram að notkun. Hrískökubitar 60 g smjör 260 g sykurpúðar 150 g Rice Krispies/blásið hrís- morgunkorn Matarolíusprey Litað súkkulaði að eigin vali til skreytingar 1. Klæðið um 25 x 25 cm kökuform að innan með bökunarpappír og spreyið næst með smá matar olíu­ spreyi svo auðveldara verði að ná kökunni úr til að skera hana í bita. 2. Bræðið smjör í potti við vægan hita. 3. Blandið sykurpúðunum saman við og hrærið þar til þeir hafa bráðnað saman við smjörið og loft­ kennd blanda hefur myndast. 4. Takið af hellunni og hrærið hrísmorgunkorninu saman við. Blandan minnir aðeins á klístr­ aðan köngulóarvef og þannig á hún einmitt að vera. 5. Setjið nú alla blönduna yfir í kökuformið og þjappið niður með sleif, gott er að setja smá matar­ olíu sprey á sleifina líka svo hún klístrist síður við. 6. Þjappið niður eins og þið getið og sléttið úr toppnum, kælið síðan í um 30 mínútur. 7. Nú ætti blandan að vera orðin stíf í sér og auðvelt að lyfta henni á bökunarpappírnum upp úr forminu yfir á borð/bretti. 8 Bræðið litað súkkulaði, sem ykkur þykir fallegt, og dreifið óreglulega úr því með teskeið yfir kökuna og leyfið að storkna áður en þið skerið niður í bita. 9. Skerið kökuna niður í 4 x 4 bita eða 16 samtals og geymið í kæli fram að notkun. Heit íssósa 220 g Toblerone-súkkulaði 100 ml rjómi 1. Saxið Toblerone gróft niður og setjið í pott ásamt rjómanum. 2. Hitið saman á meðalhita þar til súkkulaðið hefur bráðnað, hrærið reglulega í sósunni á meðan. 3. Leyfið hitanum síðan aðeins að rjúka úr sósunni áður en hún er notuð á ís. 4. Gott er að strá söxuðu Toblerone yfir ísinn ásamt heitu sósunni. ■ Mæðgur deila ástríðu fyrir bakstri Mæðgurnar deila sömu ástríðunni, bakstursástríðunni, og eru iðnar við að baka saman á aðventunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Möndlukakan er í miklu uppáhaldi. Hrískökubitarnir eru ljúffengir. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 Opið til 19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA GERÐU JÓLA INNKAUPIN HJÁ OKKUR Í BÓKABÚÐ FORLA GSINS ALLT Á EINUM STAÐ Ótrúlegt úrval bóka frá öllum útgefendum – allar nýjustu bækurnar og þúsundir eldri titla. Opið til 19 alla daga til jóla. Næg bílastæði Nóg pláss inni í versluninni Innpökkunarborð og merkimiðar Spritt og grímur í boði 26 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.