Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 56
Auðvitað var þetta erfitt og það sést allt á því hvað þetta er búið að taka langan tíma. En svo er ég líka bara mjög sátt við að hafa gefið sjálfri mér tæki- færi til að losa mig við þetta. Hlín Agnarsdóttir Meydómur heitir fjórða skáldsaga Hlínar Agnars- dóttur. Bókin er sannsaga sem er bæði bréf til föður Hlínar og uppgjör á ofbeldi sem hún varð fyrir sem ung kona. Hlín segir #MeToo-umræðu síðustu ára hafa vakið upp miklar vangaveltur um þá drusluskömmun sem hún og konur af hennar kynslóð beittu sjálfa sig. Þorvaldur S. Helgason Hlín Agnarsdóttir hefur unnið jöfn- um höndum sem rithöfundur, leik- skáld, leikstjóri og gagnrýnandi svo áratugum skiptir. Hún sendi í haust frá sér sína fjórðu skáldsögu, sann- sögu sem ber titilinn Meydómur. Hlín segir bókina í senn vera bréf til föður síns og bréf til hennar sjálfar sem ungrar stúlku. „Bókin heitir Meydómur og fjallar um leið stúlkubarns frá sak- leysi bernskunnar til uppreisnar unglingsáranna, það er svona hin klassíska kynning á bókinni. En hún fjallar voðalega mikið um æskuna eins og hún kom okkur fyrir sjónir, sem ólumst upp í Reykjavík á sjötta og sjöunda áratugnum og fram á áttunda áratuginn. Bókin spannar brot frá fyrstu sextán árunum í lífi mínu og þess vegna kalla ég hana sannsögu,“ segir Hlín. Erfitt og viðkvæmt efni Að sögn Hlínar á bókin rætur sínar að rekja til ljóðahandrits sem hún skrifaði árið 2007, en byrjaði svo að útfæra sem prósaverk 2013. Ljóð- unum er dreift í gegnum verkið og myndar prósinn eins konar vef í kringum þau. Þá segir Hlín sannsög- una henta einkar vel til að blanda saman þessum ólíku formum, en sem bókmenntagrein stendur hún á mörkum skáldskapar og ævisögu. „Það hefur verið gefandi í sjálfum skrifunum að fást við einmitt þetta. En það hefur líka verið f lókið og tekið langan tíma. Ég byrja að skrifa þessa bók 2013, legg hana síðan til hliðar og skrifa skáldsögu til þess að hvíla mig, því þetta er mjög erfitt og viðkvæmt efni sem fjallar meðal annars um of beldi innan fjölskyldu. Um það hvernig stúlka breytist í konu. Þetta er saga um það hvernig kvenleikinn verður til og eiginlega get ég sagt að þetta sé ein- hvers konar afmeyjunarferli í margs konar merkingu orðsins,“ segir hún. Þetta er mjög persónuleg bók sem fjallar um átakanlega atburði. Var erfitt að ganga svo nærri sjálfri þér? „Ég er náttúrlega orðin mjög full- orðin manneskja og ákvað fyrir mitt leyti að nú væri kominn tími til að tala hreint út um ákveðna hluti. Það má eiginlega segja að það of beldi sem ég hef orðið fyrir hafi legið á mér eins og mara í gegnum allt lífið. Auðvitað var þetta erfitt og það sést allt á því hvað þetta er búið að taka langan tíma. En svo er ég líka bara mjög sátt við að hafa gefið sjálfri mér tækifæri til að losa mig við þetta.“ Tabú að ræða kynferðisofbeldi Undanfarin ár hafa konur í sífellt meiri mæli stigið fram og sagt frá reynslu sinni af kynferðislegu of beldi og áreitni. Hlín tók sjálf virkan þátt í kvenréttindabarátt- unni upp úr 1970 þegar hún var ung stúlka, en hún segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan þá og fannst tíminn vera kominn til að segja sína sögu. „Það sem ég er meðal annars að skrifa um í þessari bók er það hvernig ég og fleiri konur af minni kynslóð drusluskömmuðu sjálfar sig. Umræða undanfarinna ára um kynferðisof beldi gagnvart konum hefur vissulega vakið upp hjá manni ýmsar pælingar um það hvernig þetta var í mínu lífi sem ung kona. Þetta var svo mikið tabú á okkar tímum. Þrátt fyrir alla þessa kven- frelsisumræðu og þrátt fyrir þessar svokölluðu frjálsu ástir sem komu í kjölfar hippatímans. Það voru í raun og veru bara frjálsar ástir fyrir karl- menn, konurnar voru enn þá við- föng karlmanna,“ segir Hlín. n Konur af minni kynslóð drusluskömmuðu sjálfar sig Þetta er mjög erfitt og viðkvæmt efni sem fjallar meðal annars um ofbeldi innan fjölskyldu, segir Hlín. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR BÆKUR Fegurðin ein Guðmundur Steingrímsson Útgefandi: Bjartur Fjöldi síða: 208 Björn Þorláksson Fegurðin ein hefst á siguraugnabliki Önnu í leikhúsinu, sem hrífur les- andann inn í heim sem svo sannar- lega er spennandi og áhugaverður. Upphaf þessarar nýjustu skáldsögu Guðmundar Stein- grímssonar grípur þv í l e s a nd a n n nok k uð þéttum tökum. Það hefði verið gaman að fá að skyggnast enn frekar um bak við tjöldin í leikhús- inu. Ástir og af brýði koma snemma til sögunnar. Anna, aðalpersóna bók- arinnar, er milli stafs og hurðar í b ók a r by r ju n . Þegar henni býðst óvænt ferðalag til Tene lætur hún slag standa, kannski til að flýja ósköpin heima fyrir, sem hún er þó að nokkru leyti ábyrg fyrir sjálf. Ferðin verður öðruvísi en ætlað er. Látlausar óvæntar uppákomur verða á vegi hennar. Insta-drottn- ingar og -kóngar taka sitt pláss, sem og ýmsir ruglaðir karlar. Þá er ógetið tilgangs ferðarinnar. Að finna fal- legt en „venjulegt“ fólk. Eftir því sem atburðarásin verður farsakenndari verður erindi bókar- innar óljósara. Léttmetið stangast sumpart á við hnyttið líkingamál, sögulegan fróðleik og snjallar sam- félagsgreiningar. Bókin er oft fyndin og stundum íhugul. Kannski hefði mátt eiga betur við hlutföll, byggingu og framsetningu. Kaflarnir sem varða mannkyn í aldanna rás eru listilega gerðir, enda höfundur þar á heima- velli sem hugsandi manneskja. Leitin að hamingjunni og spurn- ingar um ást og kynlíf eru klassískt viðfangsefni. Persónusköpun geldur aftur á móti fyrir hve sagan er við- burðadrifin. En í öllu falli er hug- rekki höfundar lofsvert, enda er hann þek ktur fyrir að fara ekki troðnar slóðir. Það er nefni- lega leitun að öðrum eins rena- issance manni og Guðmu ndi Steingrímssyni. Hann virðist jafn fær um að stofna stjórnmálaflokk, spila listavel á harmónikku og að skrifa ólíkar bækur, ekki síst liggur eftir hann frábært efni fyrir b ör n . M að u r getur því ekki annað en borið virðingu fyrir kraftinum og fjöl- hæfninni. Það er líka forvitnilegt að kynnast tilraun karls á miðjum aldri að skrifa bók sem þessa, þá tegund bóka sem konur skrifa oftast sjálfar. Innst inni virðist samt blunda í höfundi löngun til að bókin verði eitthvað meira en létt og skemmtileg afþreying. Um það vitna meðal ann- ars sögulokin. n NIÐURSTAÐA: Erindi bókar- innar er svolítið óljóst en sagan er skemmtileg og höfundur fær enn eitt prikið fyrir sjálfstæði og hugrekki. Leit að hamingjunni kolbrunb@frettabladid.is Starfsfólk bókaverslana valdi á dög- unum bestu bækur ársins. Merking eftir Fríðu Ísberg var valin besta íslenska skáldsagan. Besta ljóða- bókin var Ég brotna 100% niður eftir Eydísi Blöndal. Sterk eftir Margréti Tryggvadótt- ur var besta ungmennabókin og Fagurt galaði fuglinn sá eftir Helga Jónsson og Önnu Margréti Mar- inósdóttur var besta barnabókin. Ólafur Ragnar Grímsson átti bestu ævisöguna, Rætur og Laugavegur eftir Önnu Dröfn Ágústsdóttur og Guðna Valberg þótti besta fræði- bókin. n Merking þótti best Starfsfólk bókaverslana er stórhrifið af bók Fríðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 20 Menning 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.