Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 13
n Í dag Guðmundur Andri Thorsson Þegar ég var lítill var stundum talað um að hinn eða þessi Bandaríkja- forseti væri „leiðtogi hins frjálsa heims“. Og þótti spaugilegt enda herjuðu Bandaríkjaforsetar þessara ára á bændur og búalið í Víetnam og stóðu fast við bakið á alls konar einræðisherrum hins ófrjálsa heims. Svo hvarf þessi frasi smám saman, blessunarlega, en óneitan- lega hefur hann stundum rifjast upp fyrir manni þegar maður hefur fylgst undanfarin ár með Angelu Merkel og framgöngu hennar á alþjóðasviðinu. Aðkomumaður Í kanslaratíð sinni var hún óskor- aður leiðtogi hins frjálsa heims. Hægfara, varfærin en líka örugg – og djörf. Með framgöngu sinni varð hún smám saman málsvari og tákn- gervingur hins opna fjölradda sam- félags sem byggist á lýðræðislegum stjórnarháttum, tjáningarfrelsi, umburðarlyndi, samningum og málamiðlunum ólíkra hagsmuna- hópa í samfélaginu – virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og rétti fólks til að láta í ljós skoðanir sínar. Merkel fæddist vestan megin í Þýskalandi árið 1954, móðirin enskukennari en faðirinn prestur og fljótlega fluttu þau til Austur- Þýskalands þar sem þau sinntu störfum sínum í alræðinu. Frá fyrstu tíð er hún aðkomumaður, og hefur sýn aðkomumannsins með annað verðmætamat en hið við- tekna. Faðirinn lútherskur prestur í samfélagi þar sem valdhafar hatast við kristileg gildi og móðirin enskukennari í samfélagi þar sem valdhafar tortryggja og óttast þá dægurmenningu sem átti sér ensku að móðurmáli – réttilega – enda hefur verið sagt að það hafi verið upphafshljómurinn í lagi Bítlanna, A Hard day’s Night sem að lokum felldi Berlínarmúrinn, ekki hern- aðarbröltið og kjarnorkuógnin: gleðin og óhlýðnin en ekki ógnin og aginn. Og í sameinuðu Þýskalandi hafði Merkel alltaf sýn aðkomu- mannsins, þess sem kom að austan inn í þennan samruna, sem var erfiður, ekki síst fyrir það fólk sem fékk daglega að heyra að allt það sem það ólst upp við og vandist hefði verið hjákátlegt, fráleitt og fyrirlitlegt. Í öllu sínu yfirlætisleysi og hversdagslega fasi hefur Merkel ævinlega vitnað um sjálfsvirðingu þess sem býr yfir sínu, eins og kom á daginn við kveðjuathöfnina þar sem hún lét spila lagið með pönk- gyðjunni sjálfri, Ninu Hagen: Du hast den Farbfilm vergessen, sem var mikill hittari í Austur-Þýska- landi á sinni tíð, og minnir á að það samfélag var ekki bara svart-hvítt heldur voru þar líka litir, sem ekki má gleyma. Lögmál Angelu Hún lærði eðlisfræði og sagði ein- hverju sinni í viðtali ástæðuna vera þá að hún hefði verið þess fullviss að þó hægt væri að banna ýmis- legt þá gilti það ekki um þyngdar- lögmálið eða hraða ljóssins, ekki einu sinni í DDR: „Tveir plús tveir eru alltaf fjórir, jafnvel í ríki Erichs Honecker,“ sagði hún. Hún er sögð hafa sýnt kænsku og hörku þegar hún hófst til æðstu metorða í Kristilega demókrata- flokknum í Þýskalandi eftir fall Wir schaffen das Helmuts Kohl í kjölfar spillingar- mála – og eflaust er það rétt. Hún hlýtur að vera hörð í horn að taka, eins og dæmið um Pútín sýnir, en hann hafði haft af því spurnir að henni stæði stuggur af hundum í kjölfar árásar sem hún varð fyrir. Á þeirra fyrsta fundi lét hann því kalla á hundinn sinn, svartan labra- dor, sem æddi laus fram og aftur um stofuna. Hún sat stíf í sínum stól, en haggaðist ekki og á eftir sagði hún þetta tiltæki til marks um að Pútín væri veikur foringi, sem var alveg rétt, og hún færðist nær því að verða sá leiðtogi hins frjálsa heims sem gat boðið öðrum litlum karli birginn löngu síðar, Donald Trump. Hún er sem sagt enginn veifi- skati. En það sem tryggði henni samt völd og virðingu öll þessi ár er þó fremur hitt að hún vék aldrei frá því að tveir plús tveir séu fjórir, og byggði allt sitt á því; byggði mál sitt og pólitík á staðreyndum og þeim möguleikum sem staðreyndirnar bjóða upp á, frekar en staðleysurnar sem sumum stjórnmálamönnum eru svo kærar. Hún talar alltaf út frá möguleikunum en tekur sér ekki stöðu í ómöguleikanum. Angela Merkel er sem sagt ekki skemmtikraftur eða ræðuskörung- ur í hefðbundnum skilningi. Hún sagði hins vegar eftirminnilegustu og sterkustu orð stjórnmálamanns á þessari öld, árið 2015 þegar um 1,3 milljónir flóttamanna leituðu ásjár í ríkjum Evrópu, á flótta undan stríðum og ofsóknum, einkum í Sýrlandi. Þá var mikil fyrirstaða í löndum Evrópu og ráðamenn sáu öll tormerki á því að hægt væri að taka við þessu fólki, uns hin jarð- bundna Angela Merkel kvað upp úr um það með orðunum: „Wir schaffen das“ – við getum þetta. Og bætti við að Þjóðverjar hefðu nú ráðið fram úr erfiðari vanda- málum en þessu. Með þessum ein- földu orðum gjörbreytti hún allri stemmningunni í landinu. n Eiríkur Örn Norðdahl fer hér á kostum þar sem hann leikur sér á mörkum skáldskapar og veruleika í umfjöllun um útskúfun, refsingu og fyrirgefningu. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Ragnhildur Þrastardóttir / Morgunblaðið „Skemmtilegt og galsafullt verk þar sem höfundur dregur bæði sjálfan sig og samfélagið sundur og saman í beittri ádeilu.“ Þorvaldur S. Helgason / Fréttablaðið „... Guð blessi hann fyrir að skrifa um slaufunar­ menninguna.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan „Þetta er alveg bráð­ snjallt og meinfyndið.“ Egill Helgason / Kiljan FÖSTUDAGUR 10. desember 2021 Skoðun 13FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.