Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 36
Drápa mælir með Hjartað mitt Ein fallegasta bók ársins í stórkostlegri þýðingu Hallgríms Helgasonar. Textinn er allur í bundnu máli og fjallar um þær stóru tilfinningar sem búa í hverju hjarta. Bókin sjálf er nánast í þrívídd og hjartað á kápunni gengur í gegnum alla bókina. Yndisleg bók til að lesa fyrir ungana sína. Ísadóra Nótt fer í útilegu Hún Ísadóra Nótt er alveg einstök! Hún er hálf vampíra og hálfur álfur. Mamma hennar er nefnilega álfkona og pabbi hennar er vampíra. Þegar þau fara í útilegu við ströndina gerast því auðvitað atburðir sem eru ekki alveg venjulegir. Allt frá því að grilla sykurpúða á báli til þess að vingast við hafmeyju – ævintýrin eru aldrei langt undan! Ingunn Snædal þýðir frábærlega. Handbók fyrir ofurhetjur – 6. hluti: Vonlaust Hér er kominn sjötti hluti eins vinsælasta bóka- flokks landsins. Lísa (Rauða gríman) og vinir hennar standa frammi fyrir gríðarlega erfiðu máli. Sjö börn í viðbót hafa horfið sporlaust og fólk er bæði hrætt og reitt. Af hverju gera lögreglan og Rauðan gríman ekki neitt? Getur bærinn ekki stólað á ofurhetjuna sína? Lísa og félagar eru þó að vinna í leyni, en það er eitt- hvað sem gengur ekki upp. Það er engin önnur en Ingunn Snædal sem þýðir þennan æsispenn- andi bókaflokk. Fótbolti – allt um hinn fagra leik Stór og glæsileg bók þar sem farið er yfir nánast allt sem við kemur boltanum. Allt frá sögu fótboltans til stærstu leikvanga heims. Frá bestu landsliðum til allra álfumótanna. Það er of langt að telja upp allt það sem er í bókinni, en í stuttu máli sagt þá er þessi bók hin fullkomna jólagjöf fyrir fótboltastrákinn og -stelpuna. Sonur minn Sonur minn er ein af þessum skáldsögum sem sitja í lesandanum löngu eftir að lestri lýkur. Hún er allt í senn spennandi, hugljúf, áhugaverð og kemur auk þess verulega á óvart. Þetta er bók sem spilar á allan tilfinningaskalann. Sigrún Eiríksdóttir þýðir einstaklega vel og slær hárréttan tón í þessari fal- legu bók eftir Alejandro Palomas. Leyndardómurinn um yfirgefna hundakúkinn Suðurgötusysturnar taka að sér að komast að því hvaða hundur það er sem skilur eftir stykki sín á hverjum morgni fyrir utan dyr nágranna- konu þeirra. Þær sitja því við stofugluggann dag og nótt og komast þannig af tilviljun að því að það er verið að fremja bankarán hinum megin við götuna. Þá hefst fjörið fyrir alvöru. Þetta er alveg sprenghlægileg bók fyrir 6-12 ára krakka, mátulega löng og hressilega þýdd af Ásmundi Helgasyni. Það hefur verið vöxtur í útgáfu Drápu undanfarin ár og hún hefur aldrei verið meiri. Flestar bækurnar koma út núna fyrir jólin og þar eru á ferð fjölbreyttar, skemmtilegar og metnaðar- fullar bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Þegar hús er tekið á Ásmundi Helgasyni, útgefanda hjá Drápu, er hljóðið nokkuð gott í honum. „Þetta gengur bara vonum framar,“ segir Ásmundur. „Við höfum verið að stækka undan- farin ár og nú jukum við útgáfuna talsvert á milli ára þannig að þetta verður metár hjá okkur. Við erum með 21 bók á þessu ári og þær koma f lestar út núna í haust, fyrir jólavertíðina. Þó komu nokkrar bækur út í vor og ein þeirra, Bréfið, sló heldur betur í gegn. Mér sýnist hún ætla að verða mest selda kilja ársins. Af jólabókunum þá vil ég fyrst nefna Veiði, von og væntingar eftir Sigurð Héðinn. Þetta er einstak- lega falleg bók og innihaldið full- komið fyrir laxveiðifólkið,“ segir Ásmundur. „Svo erum við með Völu víking, sem lendir í ævin- týrum í Ásgarði ásamt vini sínum Breka dreka, en á bak við Völu eru tveir ungir og spennandi höfundar. Af þýddum bókum má líka nefna Son minn, einstaklega góða og margverðlaunaða bók frá Spáni eftir Alejandro Palomas. Þetta er hreinlega með betri bókum sem ég hef lesið og hún situr lengi í manni eftir lesturinn.“ En hvernig er stemningin í bóka- bransanum svona almennt? „Það er náttúrulega ákveðin vertíðarstemning. Þetta er jú aðal sölutími ársins. Við förum gjarnan á taugum í byrjun desember og finnst salan „óvenju lengi í gang“ á hverju einasta ári. En svo þegar líður á mánuðinn og salan eykst þá róast hjartslátturinn,“ segir Ásmundur að lokum og hlær. n Metár hjá Drápu Ásmundur Helgason, útgefandi hjá Drápu, segir að útgáfan hafi vaxið hratt og þetta verði metár. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veiði, von og væntingar Höfundur: Sigurður Héðinn Útgefandi: Drápa Fjöldi síða: 144 Sigurður Héðinn sendir nú frá sér sína þriðju bók um laxveiði og slær ekki slöku við. Það má segja að bækurnar verði bæði fallegri og innihaldsríkari með hverri nýrri bók. Hér fjallar hann um veiði- tækni eins og til dæmis að nota andstreymistækni, að landa laxi og að veiða í miklu vatni, svo eitt- hvað sé nefnt, atriði sem áhugafólk um laxveiði hreinlega drekkur í sig. Þá er í bókinni einstaklega glæsilegur kafli um flugur þar sem Sigurður sýnir bæði þekktar flugur og nýjar, og hverri flugu fylgir uppskrift fyrir þá sem vilja hnýta sínar flugur. Sigurður veltir svo fyrir sér framtíð laxveiðinnar og örlögum íslenska laxins – og er óhætt að segja að hann liggur ekki á skoðunum sínum. Fjölbreyttar veiðisögur fylla svo bókina og draga lesandann hreinlega upp úr sófanum og niður að á, svo lýsandi og skemmtilegar eru þær. Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að Veiði, von og væntingar sé akkúrat eins og veiðibók á að vera! Eini gallinn er að maður vill fá meira að lestri loknum. Vala víkingur og epli Iðunnar Höfundar: Kristján Már Gunnarsson (texti) og Sól Hilmarsdóttir (myndir). Útgefandi: Drápa Fjöldi síða: 42 Börn í dag fá upplýsingar um lífið og tilveruna úr öllum áttum. Til dæmis fá þau þær upplýsingar í gegnum kvikmyndir og tölvuleiki að Loki og Þór séu frá Hollywood eða Lego. Þess vegna eru bækur sem kynna heim goðafræðinnar fyrir ungum lesendum, eins og Vala víkingur, afar vel þegnar. Í þessari bók tekur Vala víkingur, ásamt skipinu sínu Breka dreka, það sér fyrir hendur að hjálpa Iðunni, sem er á flótta undan þeim Loka og Þjassa, sem girnast gulleplin hennar. Nálgun höfundanna er frumleg og skemmtileg og Vala víkingur reynist hafa ráð undir rifi hverju. Það er gaman að sjá unga og snjalla stúlku vera óhrædda við að takast á við jafn sterka og freka karla og þá Loka og Þjassa og hafa betur. Textinn er mátulega langur og mynd- irnar stórskemmtilegar og því hægt að mæla með þessari frábæru bók fyrir alla unga krakka. Nú jukum við útgáfuna talsvert á milli ára þannig að þetta verður metár hjá okkur. Við erum með 21 bók á þessu ári og þær koma flestar út núna í haust, fyrir jólavertíðina. Kristján Már Gunnarsson er höfundur bókarinnar um Völu víking, en Sól Hilmars- dóttir mynd- skreytti. Myndirnar í bókinni um Völu víking eru stór- skemmtilegar og það er hægt að mæla með þessari frábæru bók fyrir alla unga krakka. 18 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.