Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 28
Leo Tolstoy, rússneski rithöfundurinn, les hér fyrir barnabörnin sín um alda- mótin 1900. Bækur hans eru mikið lesnar enn í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Góðar bókmenntir geta breytt lífi fólks, þær geta breytt hugsunarhætti lesandans og hvernig hann skilur sjálfan sig og aðra. elin@frettabladid.is Fólk getur fengið nýja sýn á manneskju sem það þekkir við það að lesa bók. Það getur líka séð eigin reynslu í nýju ljósi. „Við höfum vitnisburð fólks um þá fullyrðingu að lestur bóka geti breytt lífi lesandans,“ segir Olivia Da Costa Fialho, doktor við háskólann í Ósló, en hún hefur rannsakað bókmenntir og lestrar- upplifun. Með rannsóknum hefur hún skoðað áhrif bókmennta á huga fólks. Allt frá fyrstu heimspekingum, eins og Aristótelesi og Platón, hefur verið bent á að listir hafi áhrif á tilfinningar. Í Lýðveldinu eftir Platón voru skáld rekin úr hinni fullkomnu borg þar sem óttast var að skáldin gætu haft áhrif á viðhorf og tilfinningar fólks. Leikrit um harmleik gæti til dæmis vakið ótta eða meðaumkun. Þannig hefur verið rætt um kraft bókmennta í þúsundir ára, eftir því sem Fialho segir á vefsíðunni forskning.no. Í stað þess að einblína á ólíkar hliðar texta, eins og margir bók- menntafræðingar gera, hefur Fialho beint áhuga sínum á upp- lifun lesandans. Hún hefur þróað rannsóknarmeðferð sem kallast LEX-NAP. Hún biður þátttakendur að lesa sérstakar smásögur eða stuttan texta og tekur viðtöl um reynslu þeirra. Fialho hefur í nokkur ár tekið saman lista yfir sígildar bækur sem lesendur telja að hafi breytt þeim. Má þar nefna: n Albert Camus – The Stranger (Útlendingurinn) n Leo Tolstoy – Anna Karenina n Alison Bechdel: Fun Home - A Tragicomic Family Story n Margaret Atwood - The Maid's Report (Saga þernunnar) n Anne Carson – Red Doc n John Steinbeck - The Grapes of Wrath (Þrúgur reiðinnar) n Ivan Turgenev – Father & Sons n Mario Vargas Llosa - Conversa- tion in the cathedral Þetta eru allt bækur sem þykja góðar bókmenntir, segir Fialho. „Ég held að aðrar listgreinar, eins og að horfa á málverk, kvikmynd eða hlusta á tónlist, geti haft sama kraft,“ segir hún. „Þegar við lesum bækur er algengt að við hugsum til eigin minninga, skiljum hvað persónurnar ganga í gegnum með því að minnast svipaðra aðstæðna úr eigin fortíð,“ segir hún og bætir við að lestur geti líka haft áhrif á sköpunargáfu og málvitund. n Bækur breyta fólki starri@frettabladid.is Barnabókaverðlaun Reykjavíkur- borgar eru veitt árlega síðasta vetrardag ár hvert við hátíðlega athöfn í Höfða. Verðlaunin eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá um leið til bóklesturs. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, í f lokki frumsaminna bóka, flokki myndlýsinga og flokki þýðinga, og eru samtals fimmtán bækur, fimm í hverjum flokki, til- nefndar. Í ár voru verðlaunahafar Snæ- björn Arngrímsson fyrir frum- samda bók, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf, Freydís Kristjánsdóttir fyrir myndlýsingu í bókinni Sundkýrin Sæunn og Jón St. Kristjánsson í f lokknum þýðingar fyrir Ótrúleg ævintýri Brjálínu Hansen 3. Barnabókaverðlaunin og verkefni þeim tengd eru unnin í samvinnu skóla- og frístundaráðs og menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar í Bókmenntaborginni Reykjavík, til að efla enn frekar áhuga barna á bókum og bóklestri. Dómnefnd Barnabókaverð- launa Reykjavíkurborgar er skipuð fimm fulltrúum sem skipaðir eru af skóla- og frístundaráði, Reykja- vík bókmenntaborg UNESCO, Rithöfundasambandi Íslands og Fyrirmynd, félagi myndhöfunda. HEIMILD: REYKJAVIK.IS. Barnabókaverðlaun Reykjavíkur Verðlaunahafar Barnabókaverð- launa Reykjavíkurborgar 2021. MYND/REYKJAVÍKURBORG „Höfundur fer með lesandann í heillandi ferðalag upp á jökla, í gegnum öskulög og inn í kvikuhólf í fylgd með vísinda- manninum, söngvaskáldinu og náttúruverndarsinnanum Sigurði.“ „Allt við þetta mikla ritverk hrífur, efnistök við ritun sögu Sigurðar Þórarinssonar og sjálft bókverkið, sem er markvisst og fagurlega myndskreytt.“ Íslensku bókmenntaverðlaunin, flokkur fræðibóka og rita almenns efnis. Úr rökstuðningi tilnefninganefndar. Fjöruverðlaunin, flokkur fræðibóka og rita almenns efnis. Úr rökstuðningi tilnefninganefndar. 10 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.