Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 22
Það er ákveðið þroskaferli sem maður þarf að fara í gegnum til að finna sig og bækurnar sem mann langar að lesa. 4 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL Stefanía María Arnardóttir segir að lestur gefi sér frið og ró, en hún les um það bil eina til þrjár bækur á viku þrátt fyrir lesblindu og er hrifnust af því að lesa fræðilegt efni. Hún stofnaði Facebook-hóp um lestur og bækur sem hefur yfir 600 meðlimi. oddurfreyr@frettabladid.is „Ég ólst upp við að hafa ágætt aðgengi að ýmsum bókum, meðal annars fræðilegu efni fyrir börn og sótti mikið í slíkar bækur. Ég var fróðleiksfús og bækur voru leiðin til að læra eitthvað nýtt. Ég byrjaði samt ekki að hafa mjög mikinn áhuga á bókum fyrr en ég varð fullorðin,“ segir Stefanía María Arnardóttir, sem stofnaði Face­ book­ hópinn Lestrarhestinn fyrir rúmu ári, en hópurinn, sem á að vera vettvangur fyrir umræðu um allt sem tengist lestri, hefur gengið vel og má að sögn Stefaníu verða það sem fólk vill að hann verði. „Þegar ég var lítil var mamma dugleg að fara með mig á bókasafn­ ið og þar fékk ég að vera frjáls ferða minna,“ segir Stefanía. „Ég man að ég hafði mjög gaman af alfræði­ bókum um dýr sem voru hluti af sömu ritröðinni og skoðaði þær mikið. Ég hafði áhuga á dýrum og þótti gaman að skoða myndirnar. Ég man að ég skoðaði líka bækur sem voru til heima og innihéldu alls konar læknisfræðilegar upp­ lýsingar. Ég var svo forvitin að mér fannst allt spennandi. Svo fékk ég tvær bækur út úr getraun hjá lögreglunni, annars vegar um gróðurhúsaáhrif og fleira sem tengist náttúrunni og hins vegar Bróður minn Ljónshjarta, sem ég las þegar ég var 12 ára,“ segir Stefanía. „Það var í fyrsta sinn sem ég táraðist yfir bók og lesturinn á þessum góðu bókum varð líklega undirstaðan að því hvernig áhug­ inn þróaðist.“ Tók tíma að uppgötva sinn smekk „Með tímanum uppgötvaði ég svo minn eigin bókasmekk og áttaði mig á því hvað ég hef mikinn áhuga á fræðilegu efni, en ég les reyndar líka stundum vísindaskáldskap og fantasíur,“ segir Stefanía. „Ég fékk svo lesblindugreiningu þegar ég var 25 ára og þá fékk ég aðgang að hljóðbókasafninu, sem opnaði dyr að alls konar áhugaverðu efni. Fræðilegt efni heillar mig því þú finnur ekki sömu upplýsingar annars staðar. Þú finnur miklu meiri fjölbreytni og dýpt í þessum bókum en nokkru öðru og bækur eru almennt mun óheftara afþrey­ ingarform en allt annað. Ég held að það sé líka ein ástæðan fyrir því að bækur hverfi aldrei. Í dag er ég svo orðin mjög sér­ tæk. Ég myndi kalla mig alætu en ég veit samt hvað mér líkar og það er ákveðið þroskaferli sem maður þarf að fara í gegnum til að finna sig og bækurnar sem mann langar að lesa, því það er ekkert endilega það sem er vinsælt og áberandi,“ segir Stefanía. Ein til þrjár bækur á viku „Lestur gefur mér mikla ró og frið. Ég er frekar innhverf og mér finnst notalegt og skemmtilegt að setjast og lesa eða spila lágstemmdan tölvuleik og hlusta á hljóðbók,“ segir Stefanía. „Ég er líka rosalega forvitin og því eldri sem ég verð því meira veit ég hvað ég veit lítið og því meira vil ég vita. Ef þú ert að lesa fræðilegt efni eru líka alltaf skiptar skoðanir á málum og ég vil kynna mér allar hliðar til að fá dýpri skilning á þeim. Fyrir vikið vil ég alltaf lesa 4­5 bækur um öll málefni sem mér finnst áhugaverð og um leið verð ég alltaf forvitin um meira og meira. Ég sækist líka stundum í bækur sem ég veit að ég verð ósammála til að heyra röksemdafærsluna og þannig finnur maður alltaf gráa fleti sem maður getur verið sammála, sem er skemmtilegt og þroskandi. Mér finnst líka gaman að lesa gamlar fræðibækur á Project Gutenberg vefsíðunni og kynnast gömlum hugmyndum. Það getur verið áhugavert og upplýsandi að spegla nútímann í þeim. Það er misjafnt hvað ég les mikið, en ég reyni að klára í minnsta lagi eina bók á viku og fer upp í þrjár ef ég er í góðum fíling, stundum meira,“ segir Stefanía. Lítið aðgengi að efni á íslensku Þegar Stefanía er spurð um uppá­ haldsbókina sína nefnir hún fyrst Salamöndrustríðið eftir Karel Čapek. „Hún er alveg frábær. Uppá­ haldshöfundurinn minn er Kahlil Gibran, en ég er líka hrifin af bókum eftir Frans de Waal, E.O. Wilson og Gabor Maté. Mér finnst Hold on to Your Kids eftir Gordon Neufeld líka vera bók sem fólk ætti að lesa, sérstaklega ef það á börn eða er í tengslum við börn,“ segir Stefanía. „Congo: The Epic Story of a People eftir David Van Reybrouck er líka bók sem hafði mikil áhrif á mig, en hún fjallar um sögu Kongó. Það eru margar hræðilegar lýsingar í henni og sumt vakti mikinn óhug hjá mér. Ég les líka barnabækur og þar er Bróðir minn Ljónshjarta í uppá­ haldi. Aðgengi að barnabókum er oft gott en það getur verið erfitt að finna íslenskar þýðingar sem komu út fyrir meira en áratug, sem er ekki nógu gott,“ segir Stefanía. „Almennt finnst mér líka vanta betri aðgang að rafrænu efni á íslensku. Ég get til dæmis lítið leitað til íslenska markaðarins til að finna efni við mitt hæfi, efnið er ekki þýtt eða þýtt seint. Mér finnst líka vanta meiri hugmyndafræðilega fjöl­ breytni í efnið á Rafbókasafninu,“ útskýrir Stefanía. „Ég er eiginlega búin að lesa allt sem hægt er á því safni svo ég þarf að leita í erlendar veitur. Þannig að fólk eins og ég, sem les mjög mikið, er að detta út af íslenska markaðnum.“ Úlfar og orðabók Stefanía segir að það séu aðal­ lega tvær nýjar bækur sem hún er spennt fyrir. „Það er annars vegar bókin The Redemption of Wolf 302 eftir Rick McIntyre, sem hefur fylgst með úlf­ unum í Yellowstone­þjóðgarðinum og skrifaði frábæra bók sem heitir The Reign of Wolf 21. Hann var nú að gefa út þriðju bókina sína um þetta viðfangsefni,“ segir hún. „Svo er ég líka búin að forpanta bókina The Dictionary of Obscure Sorrows eftir John Koenig, sem kemur út í þessum mánuði. Hann hefur verið að taka orð sem eru til í öðrum tungumálum en ekki í ensku og reyna að þýða og útskýra merkingu þeirra. Svo er örugglega fullt af bókum sem komu út á árinu sem ég á eftir að uppgötva og lesa síðar meir,“ segir Stefanía. ■ Fjölbreytnin og dýptin er mest í fræðilegu efni Stefanía María Arnardóttir er sannkallaður lestrarhestur, en hún klárar að meðaltali eina til þrjár bækur á hverri viku, þrátt fyirr að vera lesblind. MYND/AÐSEND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.