Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. 2 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL „Verslanirnar eru komnar í jóla- skart og nú ríkir sannkallað jólabókaflóð, mikil stemning og mjög mikið úrval,“ segir Margrét Jóna Guðbergsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka í stærstu og fjöl- breyttustu bókaverslun lýðveldis- ins, Pennanum Eymundsson. Þar ríkir hátíð í bæ á hverjum einasta degi aðventunnar, enda safnast þær nú saman í stöflum, heillandi jólabækur ársins og hvarvetna er líflegur ys, þys og til- hlökkun fyrir hátíð ljóss og friðar. „Ég hef nú unnið í bókabransan- um í þrjátíu ár og það er alltaf jafn gaman að vinna í bókabúðunum fyrir jól. Þetta er hátíðlegur tími og skemmtilegur, bæði eru allir svo glaðir og í jólaskapi, og þegar nær dregur jólum eykst asinn enn meir og spenningurinn fyrir sjálfum jól- unum verður áþreifanlegur,“ segir Margrét Jóna, sem er sjálf komin í mikið jólaskap. Hún er stödd í Pennanum Eymundsson á Skólavörðustíg, þar sem ilmur af kanil og heitu súkku- laði liðast um loftið í bland við notalega angan af nýprentuðum bókum. „Í mörgum verslunum Pennans Eymundsson eru kaffihús sem orðin eru hálfgerðar félagsmið- stöðvar og vinsælt að tylla sér inn úr kuldanum og fá sér góðgæti og jólalega drykki á meðan grúskað er í bókum og blöðum og kynnt sér það nýjasta í jólapakkana. Þetta er hlý og notaleg jólastemning sem er indælt að vera hluti af,“ segir Mar- grét Jóna. Reynsla og þekking hjálpar til Jólabókaútgáfan í ár er með líf- legasta móti og margt freistandi og eftirsóknarvert til jólagjafa. „Það er sívinsælt að fá áritaðar bækur til jólagjafa, en vegna sam- komutakmarkana hafa höfundar lítið getað áritað í verslununum í ár. Við fáum stundum árituð eintök frá útgefendum sem við eigum tiltæk og dreifum í verslanir okkar. Við biðjum líka um fleiri eintök eftir þörfum og stundum er þetta bara heimilislegt hjá okkur og við hnipp- um í höfunda þegar þeir koma að versla og biðjum þá að árita bækur til að eiga handa lesendum þeirra,“ segir Margrét Jóna. Hún er umkringd spennandi bókum, leikföngum, tækni og gjafavöru um alla búð. „Úrvalið er gríðargott um þessi jól og margt spennandi bóka í boði. Ef maður er ekki viss um hvaða bók á að velja í jólapakkann er starfsfólk Pennans Eymunds- sonar meira en viljugt til að veita ráðgjöf, og sem betur fer er fólk ófeimið að leita eftir slíkri aðstoð og upplýsingum. Margt af starfs- fólkinu okkar býr að margra ára reynslu í bóksölu og hefur mikla þekkingu á bókmenntum og því er dýrmætt að geta leitað í þeirra viskubrunn, sem þekkja bóka- heiminn út og inn. Hjá okkur fæst allt nýtt sem til er, og ef leitað er að eldri bókum sem ekki eru í búðinni getum við alltaf reddað því. Það geta því allir fengið jóla- bókaóskirnar uppfylltar í Penn- anum Eymundsson,“ segir Margrét Jóna. Gleði og spenningur í loftinu Bóksala hefur verið blómleg síðan heimsfaraldurinn skall á. „Íslendingar eru síst hættir að lesa og það er áberandi hvað fólk er meðvitað um að halda bókum að börnum. Í kjölfar Covid hefur sala barnabóka aukist, ekki síst verkefna- og gagnvirkar bækur, þar sem börn læra stafina, að lesa eða reikna og margt fleira sem heldur þeim áhugasömum og spenntum fyrir bókum,“ upplýsir Margrét Jóna. Það sama á við um lestur full- orðinna. „Í heimsfaraldrinum hefur fólk lesið mikið og er meðvitað um að hafa gott lesefni við höndina. Það nýtur þess sem aldrei fyrr að koma í bókabúðirnar til að njóta ævintýraheims bókmenntanna og það sjáum við sérstaklega nú á aðventunni og þegar jólabækurnar byrja að streyma inn á haustin. Fyrir mörgum er þetta afar spenn- andi tími og mikið af fastakúnnum sem koma mjög reglulega til að fylgjast með því nýjasta. Undan- farin ár höfum við svo aukið enn á úrval okkar af alls konar gjafavöru og að sjálfsögðu eigum við allt utan um jólapakkann, jólakort og hvað eina tilheyrandi.“ Bóklestur tilheyrir jólum Margrét Jóna segir erfitt að henda reiður á hvað hver og ein kynslóð óskar sér úr jólabókaflóðinu í ár. „Þar er ekkert einhlítt en við sjáum þó að ungt fólk hrífst af ungum rithöfundum af sömu kynslóð og setur á óskalistann. Oft koma ömmur og afar, mömmur og pabbar, frænkur og frændur og vilja kaupa eitthvað uppbyggilegt og sem nýtist unga fólkinu sínu. Það geta verið matreiðslubækur, prjónabækur og ýmiss konar handbækur, og það er auðvitað eigulegt og vel þegið líka. Á hverju ári kemur líka úrval fræðibóka sem á sinn dygga lesendahóp og þá eru ævisögur alltaf vinsælar en heldur meira hjá eldri kynslóð- inni. Fólk er alltaf áhugasamt um sitt samtímafólk en líka eldri ævi- sögur og ef gömul útgáfa kemur út aftur skýst hún iðulega upp á vinsældalistann,“ greinir Margrét Jóna frá. Sjálf ætlar hún að kaupa sér eina nýja jólabók til að lesa um jólin. „Ég fæ oft bækur í jólagjöf, og finnst gott að eiga bunka til að lesa yfir hátíðirnar, en gef mér líka alltaf eina góða til að lesa yfir jólin, því það finnst mér tilheyra. Flestum þykir ómissandi að fá minnst eina bók undan jólatrénu og bók er sígild og sívinsæl jólagjöf. Ég vil þó endilega láta koma mér á óvart í þeim efnum og gef því ekkert upp um óskabækurnar í ár,“ segir hún og skellir upp úr. n Penninn Eymundsson er um allt land. Sími 540 2000. Sjá penninn.is Margrét kaupir sér alltaf eina vel valda jólabók til að lesa yfir jólin, en vill láta koma sér á óvart í öðrum bókagjöfum. Í Pennanum Eymundsson starfar fólk með mikla þekkingu á bókmenntum og áralanga reynslu af bók- sölu. Því er dýr- mætt að leita í reynslubrunn þess við val á bókagjöfum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Bækur í öllum flokkum bókmennta fást í heillandi úrvali. Matreiðslubækur eru afar vinsælar í jólapakkana og margar nýjar útkomnar. Barnabók er einkar falleg jólagjöf og segir Margrét fólk meðvitað um að halda góðu lesefni að börnum. Úrval nýrra íslenskra bóka er gríðarlega gott og freist- andi fyrir þessi jól og starfsfólk getur hjálpað við valið. Í bókaverslunum Pennans Eymundsson er söluhæstu jólabókunum raðað upp í hillur eftir vinsældum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.