Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 24
Sagnfræðinginn Jón Hjalta- son mætti líta á sem sérleg- an áhugamann um það sem er á skjön og ratar almennt ekki í ríkissögubækurnar. Í ár gefur hann út þrjár glæsi- legar bækur fyrir jólin hjá útgáfunni Völuspá. Bækurnar sem koma út í ár eru: Ótrúlegt en satt, Markús, á flótta í 40 ár, öðruvísi Íslandssaga og svo Þessir Akureyringar. Einnig kemur út á ný Káinn, ævi og ljóð, sem seldist upp allt of fljótt í fyrra. Öðruvísi saga bæjarfélags Ótrúlegt en satt er einstök sagn- fræðibók þar sem Jón Hjaltason grefur upp það sem er á skjön við það sem við vitum. „Það er svo margt sem ratar ekki í sögubæk- urnar, ýmislegt sem er óvænt og kemur á óvart. Þetta er saga Akur- eyrar í öðruvísi ljósi, oft skemmti- legu, stundum sorglegu, jafnvel vandræðalegu, en ávallt fróðlegu ljósi,“ segir Jón Hjaltason. Bókin kemur í stóru og veglegu broti og gegna ljósmyndirnar veigamiklu hlutverki við að varpa ljósi á söguna. Kaflarnir eru flestir stuttir og lesvænir og eru margir hverjir skrifaðir út frá ljósmynd- unum. „Bókin hefst, ja, ekki alveg með Helga magra Eyvindarsyni, sem nam land í Eyjafirði. En það liggur við. Svo fer ég í gegnum allt fram til dagsins í dag.“ Heimildirnar fær Jón ýmist úr skjalasöfnum eða ljósmynda- bönkum og hefur hann ýmis- legt forvitnilegt upp úr krafsinu. „Þarna er til dæmis kafli um þá furðulegu staðreynd að hitaveitan á Akureyri varð til fyrir misskiln- ing og eiginlega vanþekkingu. Svo er líka langur kafli um sögu kalda vatnsins hér, en staðreyndin er sú að þrátt fyrir kaldavatnsskort á sínum tíma, þá var ákveðið að bora frekar eftir vatni úr Þelamörkinni heldur en að drekka yfirborðs- vatnið úr Gleránni, sem var mun ódýrari kostur. Svo kemur í ljós að vatnið í borholunni er síað vatn úr Hörgá.“ Einnig veltir Jón fyrir sér hinum ýmsu örnefnum sem hafa fest á kennileitunum kringum Akureyr- arbæ. „Sum hafa náð að festa rætur á meðan önnur hafa gleymst. Til að mynda höfum við Lista- gilið sem hefur síðustu ár gengið undir minnst fimm mismunandi nöfnum, allt eftir þeirri starfsemi sem þar var hverju sinni. Gilið heitir tæknilega séð Grófargil, en er kallað Listagilið. Þá hét það áður Kaupfélagsgil eftir kaupfélaginu sem var þar staðsett. Einnig hét það Laugarskarð þegar þar var sundlaug. Grútargil var það kallað þegar þar var lýsisbræðsla og fýluna lagði upp úr gilinu.“ Einstök ævisaga Markús, á flótta í 40 ár, öðruvísi Íslandssaga, er einstök ævisaga Markúsar Ívarssonar sem lést árið 1923 á níræðisaldri og var eftir- lýstur í fjörutíu ár frá árinu 1881. „Þetta er mín tilraun til þess að miðla sögu 19. aldar til nútíma- lesanda með þægilegum, óvæntum og lesvænum hætti.“ Jón velur sér Markús sem eins konar glugga til þess að skoða nánar samfélagið sem Markús lifði og hrærðist í. „Mér finnst við hafa stundum einfaldað um of hvernig lífið raun- verulega var á nítjándu öld. Þarna eru hugtök og ýmis lífsviðhorf sem við skiljum ekki í dag. Þetta er um leið ævisaga manns og samtal við lesanda sem skýrir Íslandssöguna í hnotskurn. Þarna birtist líf alþýðu- mannsins og um leið velti ég upp ýmsum spurningum, sem mörgum hverjum er varla hægt að svara.“ Jón rakst á Markús á sínum tíma þegar hann var að skoða sögu Akureyrar. „Ég rakst á þennan mann í heimildunum en þessi maður átti ótrúlega ævi. Ég hóf að safna öllu sem ég fann um Markús og fann margt fróðlegt í skjölum sýslumanna, dómabókum og bréfabókum. Hann virðist sífellt hafa verið að gera einhver skamm- arstrik og var yfirheyrður margoft. Hann bjó á afskekktum stað og dó á níræðisaldri eftir að hafa verið eftirlýstur í fjörutíu ár. Það er eiginlega ótrúlegt að hann hafi lifað svona lengi á 19. öldinni og að hann hafi komist upp með allt sem hann framdi. Hann er gallagripur á þessum tíma og á skjön við sam- félagið. Hann er ekki sá eini sem dansar á línunni, en hann er með þeim grófustu. Furðulegt nokk þá gefur saga Markúsar okkur einstakt tækifæri til að skoða stöðu kvenna á 19. öld. Barneignir hans gefa okkur þetta upplagða tækifæri. Og þá kemur þessi óvænta staðreynd í ljós að löggjafinn gerði sitt ítrasta til að verja einstæðar mæður. Danski kóngurinn velti fyrir sér flótta- leiðum karla sem hvorki vildu viðurkenna faðerni, léki vafi á því, né heldur standa straum af uppeldi barna sinna. Og hann tuktaði þá til. En hvernig var svo löggjöfin í framkvæmd? Um þetta tek ég nokkur dæmi af konum er eignuðust börn í lausaleik. Og hver voru ráð þeirra þegar karlinn vildi ekki gangast við barninu? Það er skemmtileg spurning.“ Gerir stólpagrín Þessir Akureyringar er þriðja bókin í þessum bókaflokki. Um er að ræða úrval grínsagna um íbúa Akureyrar, bæjarins þar sem góða veðrið var fundið upp, eins og Jón orðar það. „Við erum óttalega grobbin hér á Akureyri yfir því að hér sé alltaf besta veðrið. Þá geri ég óspart grín að því og öðru sem bæjarbúar taka upp á. Ég vildi taka þessa bók saman sérstaklega vegna þess að nú eru Covid-tímar og þá fannst mér mikilvægt að vekja upp hlátur og bros.“ Vinsæl ævisaga Káins Káinn, ævi og ljóð kemur svo út á ný, en að sögn Jóns seldist bókin upp allt of fljótt fyrir síðustu jól. „Hugmyndin að baki bókarinnar er svipuð og hjá Markúsi, að nota ævisöguna til að varpa ljósi á hið víðara samhengi, samfélagið sjálft. Þannig er saga Káins í senn saga skálds en einnig baráttusaga sam- félags Vestur-Íslendinga undir lok 19. aldar og fram yfir 1930. Sjónar- hornið er Káins, sem tók þátt í öllu, en stóð þó ávallt á hliðarlínunni og henti gaman að og kvað vísur. Þá segir bókin frá baráttumálum Íslendinga í Vesturheimi, en þeir deildu um alla skapaða hluti. Til dæmis var mikið deiluefni hvar átti að reisa styttuna af Jóni Sigurðssyni og hvort ætti að reisa landnemunum minnisvarða. Einnig var deilt um hvort Vestur- Íslendingar væru Íslendingar eða Kanadamenn, svo ekki sé minnst á trúmálin sem gátu hitað menn mjög og jafnvel klofið heilu fjöl- skyldurnar í herðar niður. Það er mjög gott að nota form ævisög- unnar til að ná þessu víða sjónar- horni og Káinn er fullkominn í þetta hlutverk, til að rekja þessa sögu í gegnum hann og varpa ljósi á allt sem á gekk.“ n Öðruvísi sögur Jón er sagn- fræðingur að mennt og gefur út þrjár nýjar bækur á vegum Völuspár. FRÉTTABLAÐIÐ/ AUÐUNN Þetta er um leið ævisaga manns og samtal við lesanda sem skýrir Íslandssöguna í hnotskurn. Þarna birtist líf alþýðumannsins og um leið velti ég upp ýmsum spurningum, sem mörgum hverjum er varla hægt að svara. Merkilegt er það við aðferð Jóns Hjaltasonar hvernig hann getur lagst svo djúpt í heimildakönnun sem hann hefur sýnilega gert, og leyft þó hvergi rannsókninni að stela senunni af frásögninni. Frásögn sem rekur ekki aðeins lífshlaup þessa makalausa Markúsar, gripdeildir hans og barneignir, heldur umfram allt samskiptasögu hans við íslenskt samfélag. Samfélag þar sem svo óstýrilátur maður gat þrátt fyrir allt tekið sér olnbogarými til að lifa sínu ósamþykkta lífi. Stórmerkilegt!“ Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur „Markús er spennandi og læsileg bók byggð á vandaðri heimildavinnu. Bókin er mikilsvert framlag til þekkingar okkar á kjörum og högum alþýðufólks á Íslandi á 19. öld.“ Vilhelm Vilhelmsson, sagnfræðingur „Skemmtilegur og fróðlegur lestur. Sá þarna líka margar og merkilegar myndir sem ég hef ekki séð áður.“ Sigurður Jóhannesson, í bæjarstjórn Akureyrar til margra ára og aðalfulltrúi „Stórmerkileg bók.“ Árni Matthíasson, Morgunblaðinu Káinn seldist upp í fyrra en hefur nú verið endur- prentaður. Einstök ævisaga skálds og baráttusaga Íslendinga í Vesturheimi. Völuspá útgáfa Fyndnasta bók ársins – án nokkurs vafa. 6 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.