Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 2
Fólkið frá Hjálpræðis- hernum kemur með svo mikla hlýju og fallega orku með sér og það eru allir alsælir. Hafdís Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla Árni hefur endurgreitt félaginu 4,7 milljónir. Sköruðu fram úr Frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og sundmennirnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru í gær útnefnd íþróttafólk ársins 2021 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Bergrún Ósk er íþróttakona ársins hjá sambandinu fjórða árið í röð, en það hefur einungis Kristín Rós Hákonardóttir afrekað áður. Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, fráfarandi yfirmenn landsliðsmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra, fengu Hvataverðlaunin 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI G L E Ð I L E G A H Á T Í Ð 2 0 2 1 G L E Ð I L E G A H Á T Í Ð 2 0 2 1 Salan er han á kærleikskúlan.is og í gjafavöruverslunum um land allt.* Allur ágóði rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Sölutímabil: 9.– 23. des. *takmarkað upplag. birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Enginn sem fengið hefur bólusetningu gegn Covid-19 hefur verið lagður inn í endurhæfingu vegna langvarandi Covid-einkenna á Reykjalund. Stefán Yngvason, framkvæmda- stjóri lækninga á Reykjalundi, segir langvarandi einkenni Covid, eða Long Covid, miðast við að einstakl- ingur sem fengið hafi sjúkdóminn hafi einkenni sem vari í þrjá mánuði eða lengur. „Að mér vitandi hefur enginn þeirra sem lagðir hafa verið inn verið bólusettur,“ segir hann. Hér á landi eru 90 prósent lands- manna sem náð hafa tólf ára aldri bólusett. Hæst hlutfall óbólusettra er í aldurshópnum 12-15 ára, tæp 23 prósent. Rúm fjórtán prósent á aldrinum 30-39 ára eru óbólusett og tæp þret- tán prósent fólks á aldrinum 16-29 ára. Óbólusettir eru um þrefalt lík- legri til að smitast af Covid-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins, samkvæmt upplýsingum frá sótt- varnalækni á vefsíðunni covid.is. Í gær var 21 inniliggjandi á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Fimm lágu á gjörgæslu. Sólarhringinn á undan greindust 149 smit innan- lands. 83 þeirra voru hjá óbólusettu fólki. n Engir bólusettir þurft endurhæfingu Stefán Yngva- son, fram- kvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi Hjálpræðisherinn sér um matseld fyrir nemendur í Fossvogsskóla. Krakkarnir fengu inni hjá Hernum þegar viðgerð stóð yfir á skólanum og vildu alls ekki missa mat- inn frá honum þegar skólinn var tekinn í gagnið á ný. elinhirst@frettabladid.is SKÓLAMÁL „Þetta er hollur og góður matur, fjölbreyttur og greinilega eldaður af miklum kærleika,“ segir Hafdís Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, en skólinn hefur gert samning við Hjálpræðisherinn um að hann eldi mat fyrir börn í 1. til 4. bekk skólans. Börn úr Fossvogsskóla fengu að nýta húsnæði Hjálpræðishersins í upphafi skólaárs vegna viðgerða á Fossvogsskóla. Þau voru svo hrifin af matnum hjá Hernum að ákveðið var að semja við Hjálpræðisherinn um að hann héldi áfram að elda mat fyrir nemendur eftir að skólastarfið var flutt aftur í Fossvogsskóla. „Þau elda þetta hjá sér í nýjum húsakynnum Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72 og koma svo með matinn til okkar í hverju hádegi,“ segir Hafdís. Skólastjórinn segir mikla ánægju hjá öllum með matinn og þjónust- una. „Starfsfólkið frá Hernum er dásamlegt. Þau sjá um þetta allt saman, elda matinn, koma með allan búnað, svo sem leirtau, og gefa börnunum að borða. Það þarf lagni til þess að láta þetta ganga vel, því að við erum ekki með matsal heldur borða börnin í skólastofunum,“ segir Hafdís ánægð. „Fólkið frá Hjálpræðishernum kemur með svo mikla hlýju og fal- lega orku með sér og það eru allir alsælir með þetta fyrirkomulag,“ heldur Hafdís áfram. Sigrún Hauksdóttir, móttöku- stjóri Hjálpræðishersins, segir skóla- krakkana hafa komið til þeirra í lok ágúst, „Við vorum tvær hérna hjá Hern- um sem heyrðum af húsnæðisvanda barnanna, en í ljós hafði komið að skólinn var ónothæfur vegna myglu, svo við buðum fram aðstoð okkar. Við erum með fyrsta f lokks hús- næði, stórt eldhús og atvinnumann til að elda, enda tökum við á móti 100-170 manns daglega í mat.“ Sigrún segir að þegar börnin fóru aftur í Fossvoginn hafi Herinn verið beðinn að halda áfram að elda. „Við gefum nemendunum heim- ilismat, úr fyrsta flokks hráefni og notum mikið grænmeti. Við eldum allt frá grunni og reynum að hafa fisk að minnsta kosti tvisvar í viku,“ segir Sigrún. Í gær var gamaldags plokkfiskur á boðstólum með rúgbrauði og kart- öflum – sem gerði augljóslega mikla lukku hjá krökkunum. „Oft koma þau hlaupandi um leið og við komum og hrópa „hvað er í matinn, hvað í matinn?“ því þau eru svo spennt,“ segir Sigrún. Helst segir Sigrún að börnin kvarti undan gufusoðnum fiski. „En þá fá þau sér bara tómatsósu út á fiskinn,“ bendir hún á. Sigrún segir að síðan séu á boð- stólum alls kyns fiskréttir sem börnin séu mjög hrifin af. Einnig kjúklingur, slátur og fleira. „Þetta eru ofsalega góðir og kurt- eisir krakkar sem borða mjög vel,“ segir Sigrún Hauksdóttir móttöku- stjóri Hjálpræðishersins. n Herinn vekur lukku meðal krakkanna í Fossvogsskóla Börnin í Fossvogsskóla voru í jólaleg í hádeginu í gær þegar þau þáðu góm- sætan plokkfisk hjá starfsfólki Hjálpræðishersins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞRÓ adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Árni Birgisson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri ÍR, var dæmdur í fimm mánaða skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir að hafa dreg- ið sér fé úr sjóðum félagsins meðan hann gegndi starfinu. Árni var sýknaður af ákæru um peningaþvætti. Farið var með málið sem játningarmál og því fór engin eiginleg aðalmeðferð fram í málinu, að því undanskildu að málið var flutt munnlega um peningaþvættis- þáttinn, eina ákæruliðinn sem Árni játaði ekki. Árni hefur endurgreitt félaginu að fullu það fé sem hann dró sér, um 4,7 milljónir króna. n Fær skilorð fyrir fjárdrátt hjá ÍR Dómurinn var kveðinn upp í gær. 2 Fréttir 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.