Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 10
Það er mjög mikilvægt að fólk bregðist ekki við þessu. Yfirlýsing Gendarmerie Það er mjög jákvætt að við séum að sjá meiri nýtingu í nóvember. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar Óprúttnir tölvuþrjótar herja nú á franska alþýðu með svindlpóstum sem merktir eru löggæsluyfirvöldum. Í þeim er sagt að viðkomandi sé grunaður um barnaníð og þurfi að fylla út upplýsingar um sig. kristinnhaukur@frettabladid.is FRAKKLAND Hrina tölvupóstsvika gengur nú yfir Frakkland af óvenju- legu tagi. En í því eru fórnarlömbin sökuð um kynferðisbrot og krafin um að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluyfirvöld hafa þurft að gefa út yfirlýsingu til að fullvissa fólk um að um svindl sé að ræða. Svikahrapparnir senda tölvu- póstana yfirleitt undir merkjum herlögregluliðsins, Gendarmerie, en einnig stundum undir merkjum innanríkisráðuneytisins og franska lýðveldisins, með fölsuðum undir- skriftum yfirmanna viðkomandi stofnana. Í þeim stendur gjarnan að við- komandi hafi gerst sekur um kyn- ferðisbrot með því að hala niður barnaklámsefni af netinu og sé til rannsóknar af lögreglu, grunaður um barnaníð. Oft er sagt að rann- sóknin sé hluti af rannsókn Euro- pol á alþjóðlegum barnakláms- hring. Viðkomandi þurfi því að fylla út allar upplýsingar um sig á eyðublaði sem hlekkjað er á í tölvu- póstinum. „Gendarmerie vinnur alls ekki á þennan hátt. Það er mjög mikil- vægt að fólk bregðist ekki við þessu,“ stóð í yfirlýsingu herlög- reglunnar frá því í október, en hrinunni er langt því frá lokið. Um er að ræða svokallað vefveiði- svindl (phising á ensku) þar sem hlekkurinn leiðir á hugbúnað sem er hlaðið niður á tæki viðkomandi til að stela upplýsingum um hann. Þessar upplýsingar er hægt að nýta til þess að taka yfir póstföng, sam- félagsmiðla og fleira. Sennilega er fátt meira ógnvekj- andi en að vera sakaður að ósekju um að vera barnaníðingur eða styðja við barnaníð. Þessi franski faraldur er ekki fyrsta skiptið sem óprúttnir þrjótar á netinu hafa nýtt sér þennan ótta. Fyrir tveimur árum síðan gekk faraldur af sama meiði yfir Íra. Þá voru póstarnir hins vegar ekki merktir neinni lögreglustofnun eða ráðuneyti, heldur voru nafnlausir. „Ég veit að þú ert barnaníðingur,“ stóð gjarnan í póstunum sem íbúar eyjarinnar grænu fengu. Sagðist sendandinn vera sérfræðingur í net- öryggi sem komið hefði vöktunar- búnaði fyrir á tölvu viðkomandi og Hræða með ásökunum um barnaníð Hrapparnir þykjast vera frá frönsku herlögreglunni, Gendarmerie. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY komist á snoðir um að hann væri að horfa á barnaklám. Einnig að búnaðurinn hefði verið notaður til þess að taka upp myndband af við- komandi að stunda sjálfsfróun. Írarnir voru hins vegar ekki beðn- ir um að fylla neinar upplýsingar á eyðublað heldur millifæra peninga, í formi Bitcoin-rafmyntar, á send- andann, ellegar yrði „leyndarmálið“ gert opinbert. „Ekki hugsa um að fara til lög- reglunnar. Ef þú reynir það mun ég samstundis senda henni myndbönd af þér að fróa þér, barnaníðingur,“ stóð í einu. Rétt eins og Frakkarnir, gáfu írsk lögregluyfirvöld út yfirlýsingu þar sem almenningur var hvattur til að bregðast ekki við þessum hót- unum. n Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. 1998 kr. kg Nóatúns Hamborgarhryggur 5299 kr. kg Nóatúns Tvíreykt hangikjöt Sérvalinn hryggur án hryggjar- súlu! Nú er tími til að njóta ... Gómsætur veislumatur! ser@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Fjöldi gistinátta á hótelum og gistiheimilum hefur tífaldast frá fyrra ári, að því er tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Gisti- næturnar í nóvember í fyrra voru 23.800 miðað við 251.88 í nóvem- ber í ár. Gistinætur Íslendinga voru 53.200 og útlendinga um 198.600. „Það er mjög jákvætt að við séum að sjá meiri nýtingu í nóvember en áður,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. „Það segir okkur að straumurinn hafi haldist betur inn í veturinn en við áttum von á í sumar.“ n Hótelgisting hefur tífaldast á einu ári Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar kristinnhaukur@frettabladid.is ORKUMÁL Landsvirkjun mun ekki taka við nýjum viðskiptavinum í rafmyntagreftri og selja ekki meiri raforku til núverandi viðskipta- vina. Orkuskortur og takmarkanir á f lutningskerfinu orsaka að grípa hefur þurft til skerðinga í desember. „Við erum í fulllestuðu kerfi og höfum ekki tök á því að verða við óskum um frekari orkukaup. Það gildir bæði um núverandi gagnaver og þá sem vilja komast að,“ segir Tinna Traustadóttir, framkvæmda- stjóri orkusölusviðs. „Við finnum fyrir verulega aukinni eftirspurn frá rafmyntafyrirtækjum sem hafa skammtímasjónarmið. Gagnaverin eru eftirsóttir viðskiptavinir fyrir Landsvirkjun, en við horfum til langtímasjónarmiða.“ Eftir að Kínverjar bönnuðu raf- myntagröft í sumar hafa fyrirtækin reynt að koma sér fyrir annars staðar, en þar í landi voru 80 prósent Stöðva aukna raforkusölu til rafmyntagraftar Tinna Trausta- dóttir fram- kvæmdastjóri orkusölu hjá Landsvirkjun af allri rafmynt unnin. Samkvæmt Tinnu hefur Landsvirkjun þurft að veita tugum rafmyntafyrirtækja afsvar um orkusölu. Fyrsta gagnaverið á Íslandi var opnað árið 2009 og hafa þrjú til við- bótar verið opnuð síðan. Rafmynta- gröftur hefur verið langstærstur hluti af vinnslu gagnaveranna, í kringum 90 prósent. Hjá Lands- virkjun hefur hlutfall orkusölu til gagnavera á þessu tímabili verið á bilinu 1 til 4 prósent. Eftir lokunina í Kína hafa erlend fyrirtæki sóst eftir samanlagt 1.000 megavöttum, það er tífaldri núver- andi notkun allra gagnaveranna. Tinna segir hlutfall skerðanlegra samninga lítið í stóra samhenginu og vitaskuld verði staðið við alla gerða samninga. „Ef það verður slaki í kerfinu síðar meir getur það komið til greina að selja umfram orku til rafmyntafyrirtækja,“ segir hún aðspurð um framtíð orkusölu til vinnslu rafmynta á Íslandi. n 10 Fréttir 10. desember 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.