Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 52
Það er eitthvað í Aðventu sem er alveg ótímabundið og tekur á mannkærleik og stórum lífsspurningum sem eiga alltaf við. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Bróðir okkar, Haukur Gíslason Einholti 7, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 3. desember. Útför hans mun fara fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hins látna. Ástkær sonur okkar og bróðir, Bragi Óskar Baldursson lést 1. desember á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 13. desember kl. 13.00. Vegna sóttvarna eru gestir beðnir um að sýna neikvætt hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf ekki tekin gild. Faðmlög afþökkuð í athöfn vegna Covid. Athöfninni verður streymt: laef.is/bragi-oskar-baldursson/ Anna Maggý Pálsdóttir Lárus Baldursson Páll Baldursson Baldur Bárður Bragason Esmat Paimani Bragason Róbert Badí Baldursson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingunn K. Kristensen lést á Hrafnistu, Boðaþingi, 1. desember. Hennar verður sárt saknað. Ingunn verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 14. desember klukkan 15. Allir sem vilja fylgja henni eru velkomnir en vegna sóttvarnatakmarkana þarf að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn frá viðurkenndum aðila, ekki eldra en 48 tíma. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/_LxtLO-hhcU Karl Kristensen Oktavía Ágústsdóttir Lilja Kristensen Unnsteinn G. Jóhannsson Arnheiður I. Kristensen Oscar Diano Hrefna Kristensen Gil Cereno Jóhanna M. Kristensen barnabörn og barnabörn. Okkar ástkæri Jón Bjarnar Ingjaldsson Grensásvegi 60, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 13. desember klukkan 11. Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn sem er ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf er pantað fyrir fram á covidtest.is, covid.is eða testcovid.is. Streymt verður frá athöfninni á https://youtu.be/Sifgu1AgvA. Ólafur Viðar Ingjaldsson Ragnhildur Ísleifsdóttir Guðmann Ingjaldsson Eygló Þóra Guðmundsdóttir Ágúst Ólafsson Sigríður Sveinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 1768 Fyrsta útgáfa alfræðiorðabókarinnar Britannica kemur út í Edinborg. 1799 Frakkland verður fyrsta ríki heimsins til að taka upp metrakerfið. 1817 Mississippi verður tuttugasta ríki Bandaríkjanna. 1884 Skáldsagan Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain kemur út í Bretlandi. 1901 Nóbelsverðlaunin eru veitt í fyrsta sinn. 1909 Selma Lagerlöf hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Hún var fyrsti kven- kyns rithöfundur- inn til að hljóta verðlaunin. 1924 Rauði krossinn á Íslandi stofnaður. Sveinn Björnsson sem síðar varð fyrsti forseti lýð- veldisins var fyrsti formaður Rauða krossins. 1972 Brian Molko, for- sprakki hljómsveit- arinnar Placebo, er í heiminn borinn á þessum degi. 2005 Unnur Birna Vil- hjálmsdóttir kjörin ungfrú heimur en keppnin fór fram í Sanya í Kína. Upplestur á Aðventu eftir Gunn- ar Gunnarsson verður venju samkvæmt í Gunnarshúsum á Dyngjuvegi og Skriðuklaustri næsta sunnudag. Forstöðumaður Gunnarsstofnunar segir söguna eiga nóg inni þegar að alþjóðlegri velgengni kemur. arnartomas@frettabladid.is Síðan 2005 hefur Aðventa Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans á Mývatnsöræfum, verið lesin upp venju samkvæmt í Gunn- arshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri og verður þeirri hefð haldið áfram 12. desember, þriðja sunnudag í aðventu. Í ár les Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og handritshöfundur, í Gunn- arshúsi á Dyngjuvegi og Þór Ragnarsson, áhugaleikari og heimamaður, í Gunnars- húsi á Skriðuklaustri. Þessi hefð hefur einnig teygt sig út fyrir landsteinana, meðal annars til Berlínar og Moskvu. „Síðan bókin var gefin út á rússnesku fyrir einum tíu árum þá hefur hún verið lesin á aðventunni af Íslandsvinafélaginu í Moskvu,“ segir Skúli Björn Gunnars- son, forstöðumaður Gunnarsstofnunar. „Síðan hefur hún verið lesin lengi í nor- rænu sendiráðsbyggingunni í Berlín. Það hefur alltaf verið fullt hús þar í salnum.“ Skúli Björn segir að innanlands haldi upplestrarhefðin einnig áfram að vaxa. „Hún er búin að stimpla sig allrækilega inn sem jólasagan,“ segir hann og í ein átta ár var Aðventa lesin í Ríkisútvarp- inu á aðfangadag. „Menn lesa bókina heima hjá sér, en svo skjóta upplestrar- samkomur upp kollinum hér og þar.“ Margt ósagt milli línanna Gunnar Gunnarsson skrifaði nóvelluna Aðventu árið 1936 og kom hún út í fyrsta sinn það ár í Þýskalandi. Skúli Björn segir alþjóðlega velgengni bókarinnar vera ýmsu að þakka. „Þetta er náttúrulega stutt saga fyrir það fyrsta, innan við hundrað blaðsíður, sem á sinn þátt í því að það gengur vel hjá okkur með útgáfur erlendis. En inni- haldið er auðvitað það sem skiptir máli.“ Aðventa byggir á raunverulegri per- sónu sem Þingeyingar, og sérstaklega Mývetningar, þekkja sem Fjalla-Bensa. „Gunnar vinnur með sanna frásögn sem söguefni,“ segir Skúli. „Hann les fyrst viðtal við Fjalla-Bensa í Eimreiðinni þar sem hann lýsti erfiðum eftirleitum sem hann hafði lent í, sér í lagi einni þar sem hann hafði næstum orðið úti.“ Eftir þann lestur skrifaði Gunnar svo smásögu um Fjalla-Bensa, fimm árum áður en hann skrifaði bókina sjálfa. „Þegar hann skrifar svo Aðventu er hann búinn að fullmelta söguefnið og nær að skrifa þessa perlu sem rekur meðal annars samband manns og dýra, og síðan þessa baráttu við náttúruöflin,“ segir Skúli. „Það fer oft hrollur um mann við að hlýða á óveðurslýsingarnar.“ Skúli segir að í sögunni liggi einnig margt á milli línanna sem er ósagt. „Það er eitthvað í Aðventu sem er alveg ótímabundið og tekur á mannkærleik og stórum lífsspurningum sem eiga alltaf við,“ segir hann. Þótt það séu 85 ár síðan bókin var skrifuð á hún alveg jafn vel við í dag eins og vinsældirnar sanna. Hún hefur meira að segja verið þýdd á arabísku.“ Aðspurður segir Skúli Björn að lang- varandi sigurganga Aðventu eigi enn nóg inni. „Aðventa var gefin út fyrir nokkrum árum á Ítalíu og við höfum þegar fengið Ítali til okkar á Skriðuklaustur sem segj- ast hafa lesið bókina,“ segir hann. „Það sýnir auðvitað hversu víðlesin hún er og við eigum enn þá eftir fullt af tungu- málum!“ n Áframhaldandi sigurganga Aðventu á heimsvísu Gunnar Björn Gunnarsson, barnabarnabarn skáldsins, að lesa Aðventu á Skriðu- klaustri 2017. Skúli Björn segir viðburðinn iðulega vera vel sóttan. MYND/AÐSEND Kápa ítölsku útgáfunnar af Aðventu frá 2016 er ansi jólaleg. MYND/AÐSEND Merkisatburðir TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.