Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 26
Ómar Valdimarsson blaða- maður hefur ritað lífssögu Gunnars Þórðarsonar. Bókin er nýkomin út og hér má lesa brot úr fyrstu köflum bókarinnar en þeir nefnast Bítl og Progg. Stóra bomban sprakk svo á „bítla- tónleikum“ í Háskólabíói í Reykja- vík 4. nóvember 1964. Félag ungra jafnaðarmanna í höfuðstaðnum hafði safnað helstu unglinga- hljómsveitum landsins saman á eina tónleika. Þetta voru hljóm- sveitirnar Gosar, Sóló, Dúmbó og Steini, Tónar & Garðar og Hljómar. Kynnir var Haukur Mort- hens. Tveimur dögum síðar sagði Morgunblaðið frá tónleikunum: Út yfir allan þjófabálk tók þó, þegar hinir hárprúðu Keflvíkingar birtust. Þá urðum við vitni að atburðum sem okkur hefði aldrei órað fyrir að gætu átt sér stað hér á landi. Kannski er hægt að lýsa því með einu orði: múgsefjun. Fæstir gátu tollað í sætunum og þegar skarinn tók að flykkjast að leiksviðinu til þeirra, fór sumum hinna eldri ekki að standa á sama. Sviðsframkoma Keflvíkinganna var mjög örugg og samstillt, þeir ráfuðu um sviðið í takt við músikina, hristu höfuðin öðru hverju og tókst, sem fyrr segir, að hrífa unglingana með sér á þann hátt að undir lokin þurftu lögreglu- þjónar og fimm fílefldir jafnaðar- menn, að raða sér upp fyrir framan þá á sviðinu til þess að varna fram- sókn ójafnaðarmannanna. Svipaðar frásagnir voru í öðrum Reykjavíkurblöðum. Alþýðublaðið sagði að á tónleikunum hefði bítilmanían verið í algleymi: Undir sumum lögunum varð há- vaðinn svo mikill að allt ætlaði um koll að keyra. Stóðu unglingarnir þá upp í sætum sínum, veifuðu yfirhöfnum og fleygðu þeim upp í loftið. Á tímabili varð leikur hljóm- sveitarinnar vart greindur. Ekki kom þó til neinna alvarlegra óláta. Ekkert þessu líkt hafði áður gerst á landinu. Eftir þetta hafði engin hljómsveit roð við Hljómum. Þeir voru hinir einu er líktu eftir fyrirmyndunum eins og best þeir gátu og spiluðu bítlalög af krafti og öryggi, bötnuðu með hverju balli og sjálfsöryggið fór vaxandi eftir því sem áheyrendur samsömuðu sig meira með hljómsveit og tísku. Magnús Kjartansson orðar það svo að Hljómar hafi verið pönkarar síns tíma „sem mín kynslóð tók mjög alvarlega sem sína fulltrúa í því umróti sem maður upplifði að væri þá. Sem kemur oftar upp í hausinn á manni: er þessi upplifun ekki bara upplifun allra unglinga, alltaf?“ … Þeir trúðu þessu varla. „Það var sjokk að fá alla þessa athygli – en jafnframt rosalega spennandi. Þegar ég horfi til baka átta ég mig á því að skemmtilegasti tíminn til að vera í hljómsveit var þetta tímabil með Hljómum,“ segir Gunnar. „En það var ekki alltaf auðvelt. Við vorum rosalega feimnir, sérstak- lega við Rúnar. Þetta var algjört undur fyrir okkur og við vissum varla hvernig átti að taka þess- ari ótrúlegu velgengni – áttum við þetta raunverulega skilið? En við reyndum að halda okkur við jörðina. Auðvitað vorum við ánægðir en þetta var allt frekar óraunverulegt. Hvort við vorum góðir ræddum við aldrei, en ég held okkur hafi þótt við vera ókei. Það má hins vegar ekki gleyma því að við komum upp úr músíkheimi þar sem allt gekk út á að stæla aðra. Það var enginn að semja músík af þessu tagi í Keflavík eða á Íslandi almennt – það var að minnsta kosti ekki mikið um það, þannig að meginhluti prógrammsins var alltaf eftir aðra. Ókyrrð Viðvarandi ókyrrð einkenndi Trú- brot þau fjögur ár sem hljómsveit- in starfaði. Gunnar Jökull og Karl Sighvatsson gengu úr hljómsveit- inni og í hana aftur að minnsta kosti tvisvar og Shady hætti um tíma. Á tímabilinu maí 1969 til mars 1973 breyttist Trúbrot alls sjö sinnum. Kjarninn var hins vegar alltaf hinn sami: Gunnar og Rúnar. Hvorugum þótti alltaf gaman. „Það var strax greinilegt í Trúbroti að við ólumst ekki upp saman, eins og í Hljómum,“ segir Gunnar. „Þetta var öðruvísi stemning. Trú- brot var yfirleitt vinsæl hljómsveit og okkur samdi ágætlega, en svo bara einn daginn dó hún. Það var Sjokk að fá alla þessa athygli Gunnar Þórðarsson og Ómar Valdimarsson með fyrstu eintökin af bókinni. MYND/AÐSEND Hljómar á blómaskeiðinu. Forsíða á Vikunni 1972 kom öllu í uppnám hjá hljómsveitinni. Bókarkápa bókarinnar um Gunnar Þórðarson þar sem hann fer yfir óvenjulega lífssögu sína og segir söguna eins og hún var. mikið af hæfileikafólki sem fór þar í gegn, sérstaklega Gunnar Jökull. Að hafa svona góðan trommara gerði þetta að allt öðru bandi en ég hafði verið í áður – Jökullinn var ekki bara trommari, hann var músík-arkitekt og mjög liðtækur við útsetningar. Það var mjög gaman að vinna með honum, sér- staklega þegar við vorum að gera … lifun. En þegar það var búið þá var hann eiginlega búinn að fá nóg. Partur af kúltúrnum Í endurminningum Rúnars Júlíus- sonar frá 2006 er eftir honum haft að mannabreytingarnar og breytt stílbrigði í Trúbroti hafi ekki endi- lega verið óeðlileg. Flestir sem þar komu að hafi verið „miklir skapmenn og skoðanaskiptin gátu orðið hvöss í samræmi við það“. En það voru ekki aðeins skoðana- skipti og skapmenn sem stóðu Trúbroti fyrir þrifum. Í samtali við Svein Guðjónsson blaðamann á Morgunblaðinu 1985 var Gunnar ómyrkur í máli um hvað það var sem hafði mest og verst áhrif á starf hljómsveitarinnar. Hann var þá farinn að vera með eigin hljóm- sveit á Broadway og síðar á Hótel Íslandi. „Óregla hefur lengi loðað við hljómlistarmenn, bæði brennivin og dóp, og margur góður drengur- inn hefur farið illa út úr þessu. Þetta stafaði í og með af því, að menn þurftu að vera hressir fyrir framan fólkið, kannski kvöld eftir kvöld og þá var freistandi að fá sér í glas og svo seinna í pípu eða nös, eftir að sá „kúltúr“ var kominn upp. En þetta hefur breyst mikið, að minnsta kosti hjá okkur „eldri“ mönnunum í bransanum, og ég verð að segja alveg eins og er, að það er allt annað líf að vera með „streit“ band eins og núna. … Í Trúbroti varð að ræða alla hluti fram og til baka og allir þurftu að vera samþykkir. Þetta var tíma- frekt og afraksturinn eftir því, lélegar plötur, nema …lifun. En það sem gerði …lifun að góðri plötu var að við æfðum frá 10 til 5 alla daga vikunnar þegar við vorum að undirbúa hana. Allt annað sem við gerðum var með hangandi hendi, í hassvímu. Á tímabili leið mér beinlínis illa í þessari hljóm- sveit. Mórallinn var oft fyrir neðan allar hellur og hver höndin upp á móti annarri. Í þá daga var það oft þannig að allir vildu ráða, hljóm- sveitin var hópur þar sem allir áttu að geta komið sínu fram. En sann- leikurinn er sá að þetta gengur bara ekki svoleiðis.“ Bannið Óreglan var ekki einkamál hljóm- sveitarinnar. Um það bil sem fyrsta plata sveitarinnar, Trúbrot, var að koma út, bárust af því fréttir að liðsmenn sveitarinnar hefðu verið gripnir með hass. Fíkni- efnaneysla ungs fólks, gjarnan í kringum skemmtanabransann, var þá tiltölulega nýlega farin að verða áberandi – svo nýlega, að enn voru ekki til lög í landinu sem bönnuðu neyslu eða umsýslan efna af þessu tagi; þau lög voru sett árið eftir, 1972. Þessar fréttir urðu til þess að Trúbrot var sett í bann í Tónabæ og Stapanum. Sennilega hefðu þessar fréttir dáið drottni sínum fyrr en varð, fyrir þá sök að í ársbyrjun 1972 birtist forsíðu- mynd af hljómsveitinni í Vikunni, sem þá var víðlesið vikurit, undir yfirskriftinni: „Já, við reyktum marijuana.“ … Þessi uppákoma var líkleg til að hafa áhrif á rekstur hljóm- sveitarinnar. Hún var beinlínis bönnuð á einum skemmtistað í höfuðborginni og Samband vín- veitingahúsa mæltist til þess við veitingamenn að Trúbrot fengi ekki að spila hjá þeim á meðan málið var í algleymingi. Þetta voru vitaskuld vonbrigði fyrir liðsmenn sveitarinnar, „eiginlega óskiljan- legt,“ sagði Gunnar í Viku-við- talinu. „Við höfum ekki gert neitt sem gengur í berhögg við lögin, en samt erum við stimplaðir sem ótíndir glæpamenn og skúrkar, á meðan illmennum eins og þeim sem fleka smábörn og þaðan af verra er hlíft á allan hugsanlegan hátt af ríkisvaldinu.” … Hlutur Engilberts Þegar ferillinn er allur skoðaður er niðurstaðan sú að ferill Trúbrots hafi verið nokkuð rokkandi með talsverðum hæðum og lægðum. Hljómsveitin starfaði á miklum umbrotatímum í samfélaginu sem aftur lýstu sér í tíðum manna- breytingum og svo væntanlega þeirri óreglu sem Gunnar lýsir hér að framan. Fyrsta platan, Trúbrot, var býsna sundurlaus og of mis- jöfn að gæðum, bæði hvað varðar efnisval og f lutning, einkum söng. Það hafði þó verið ein af for- sendum stofnunar sveitarinnar – að sameina óvenju kröftugan hljóðfæraleik Flowers og radd- irnar úr Trúbroti. Það tókst ekki alveg. „Shady var þarna og við skánuðum aðeins við það,“ segir Gunnar, „en Engilbert var ekki með. Ef hans rödd var í harmóní- unni þá hljómaði söngurinn alltaf miklu betur. Hann hafði þennan hæfileika, hafði þetta í sér. Þegar kom að Mandala, síðustu plötunni okkar, þá sóttum við Engilbert. Það munaði miklu.“ n En það sem gerði …lifun að góðri plötu var að við æfðum frá 10 til 5 alla daga vikunnar þegar við vorum að undirbúa hana. 8 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.