Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 39
kynningarblað 21FÖSTUDAGUR 10. desember 2021 BÓK AJÓL Katla og Máni eru búin að koma þessum nornum, Gull- veigu og Angurboða ofan í tvær kókómjólkur- fernur og þau ætla að flytja þær þannig yfir til Goðheima aftur. Kristín Ragna Gunnarsdóttir Þriðja bókin í þríleiknum Nornasögu, eftir mynd- og rithöfundinn Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur er komin út. Kristín hlaut í haust Vorvindaviðurkenningu Íslandsdeildar IBBY fyrir að miðla goðsögum til barna. Nornasaga fjallar í grunninn um vináttu barnanna Kötlu og Mána sem bæði eru svolítið utanveltu. Fyrsta bókin, Norna- saga 1 – Hrekkjavakan, hefst á Hrekkjavökunni þegar Katla og Máni kynnast. Þá vill svo óheppi- lega til að Katla snertir eldgamalt Íslandskort og upp úr kortinu gýs norn. Nornin sú er Gullveig sem kemur fyrir í Eddukvæðinu Völu- spá. Í Nornasögu ætlar Gullveig að leggja allt undir sig á Íslandi og tekur meðal annars samfélags- miðlana í sína þjónustu til þess. Kristín Ragna heldur áfram að miðla norrænni goðafræði til barna í næstu tveimur bókum. „Nornasaga 2 - Nýársnótt, hefst á Þorláksmessu. Katla kemst að því að hún getur galdrað í fyrstu bókinni. Í byrjun Nornasögu tvö er hún að æfa sig að galdra en gerir mistök og kallar tröllskessuna Angurboðu til Íslands. Angurboða þessi er móðir Fenrisúlfsins, Mið- garðsormsins og Heljar. Hún er rosaleg og veldur miklum usla hér á Íslandi,“ segir Kristín. Sögusvið fyrstu tveggja bókanna er miðborg Reykjavíkur, Goðahverfið, Hallgrímskirkja og Listasafn Íslands. „Atburðarásin hefst í raun á Listasafninu og færist að Tjörninni og svo upp í Öskjuhlíð. En þriðja bókin, Nornasaga 3 - Þrettándinn, hefst á Nýársnótt í Öskjuhlíðinni,“ útskýrir Kristín. „Katla og Máni eru búin að koma þessum nornum, Gull- veigu og Angurboðu, ofan í tvær kókómjólkurfernur og þau ætla að f lytja þær þannig yfir til Goð- heima aftur. Þetta er auðvitað heljarinnar verkefni. Þriðja bókin fjallar um ferðalagið til Goð- heima, á því ferðalagi kynnast Katla og Máni f leiri nornum, meðal annars örlaganornunum Urði, Verðandi og Skuld og síðar kemur Frigg til sögunnar,“ bætir hún við. Kínverskur dreki í goðheimum Fleiri persónur verða á vegi Kötlu og Mána á ferðalagi þeirra til Goðheima. Þeirra á meðal eru Hræsvelgur, sem er jötunn í arnar- ham og Loki Lævísi, sem kemur í ljós að er pabbi hennar Kötlu í bók númer tvö. Einnig koma systkini Kötlu, þau Kári og Kría til sögunnar og fullt af dýrum. „Með þeim er síamskötturinn Drekr og franskur bolabítur sem heitir Prins Sjarmör. Til að f lækja málin enn frekar er kínverskur dreki sem þvælist með þeim yfir til Goðheima. Hann raskar svo- lítið jafnvægi hlutanna í heimi norrænna goðsagna,“ segir Kristín hlæjandi. „Sögurnar um Kötlu og Mána eru æsispennandi. Það er mikill hasar og hröð framvinda. Svo er líka húmor, af því persónurnar í norrænu goðsögunum eru svo fyndnar og skemmtilegar.“ Bækurnar eru stútfullar af lit- ríkum og skemmtilegum mynd- um sem gæða persónur og atburði lífi, en Kristín myndskreytir allar bækurnar sjálf. „Ég legg mikið upp úr því að hafa mikið af myndum. Þegar maður les er upplifunin meiri ef maður hefur líka myndir. Það er í raun og veru annar staður í heil- anum sem virkjast þegar maður les texta annars vegar og myndir hins vegar. Það býður upp á dýpri lestur að mínu mati þegar myndir og texti eru saman,“ segir Kristín. Kristín er útskrifuð úr Mynd- lista- og handíðaskólanum og er einnig með próf í bókmenntafræði og ritlist. „Þessi þörf fyrir að segja sögur hefur alltaf verið rík hjá mér. Ég hef verið að segja sögur með einum eða öðrum hætti frá því ég var lítil. Strax og ég var búin í myndlistar- náminu fór ég að myndlýsa bækur. Þetta var það sem mig langaði að vinna við, að búa til bækur og söguheima. Þegar ég byrjaði að myndlýsa bækur var ég að byggja upp kjark til að stíga fram og skrifa sjálf. Ég sé ekkert eftir því. Það er óskaplega gaman að búa algjörlega til söguheima sjálf, bæði texta og myndir. Þá fæ ég að ráða öllu og það er svo gaman,“ segir Kristín kímin. Viðurkenning fyrir miðlun goðsagna Kristín hlaut nýlega viðurkenn- ingu Íslandsdeildar IBBY, Vor- vinda, fyrir framlag sitt til barna- menningar. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir að miðla goðsögum til barna í gegnum bækur sínar og myndlýsingar og fyrir töfrandi og fræðandi barnasýningar. Kristín segist hafa sökkt sér niður í heim norrænna goðsagna eftir að hún gerði myndabók með Þórarni Eld- járn sem byggist á Völuspá. „Ég hef verið að vinna með þetta efni með ýmsu móti síðan þá. Ég skrifaði bókaseríu um Úlf og Eddu sem fjallar um börn sem finna göng sem liggja yfir í Goðheima og er einmitt núna að skrifa fyrstu drög að leikriti sem byggist á þeirri bókaseríu. Ég hef einnig búið til sýningar eins og barnabókaflóðið, sem byggist á goðsögunum. Sú sýning ferðaðist um Eystrasalts- löndin, en ég var þar um daginn og fékk að sjá sýningarnar í öllum þremur löndunum“ segir Kristín. „Ég gerði líka bók með Ingunni Ásdísardóttur sem heitir Örlög guðanna og barnasýningu í Gerðubergi sem hét Ormurinn ógnarlangi. Ég er alltaf að finna nýja fleti á þessum sögum og per- sónum úr goðafræðinni. Ég nota þá bæði til að auka áhuga barna á þessu efni og að taka það aðeins niður af stalli, svo börn finni að þetta eru þeirra sögur og það má leika sér með þær. Ég nota þetta líka sem lestrarhvatningu eins og í sýningunni barnabókaflóðið. Þá er ég að hvetja börn til dáða að semja sínar eigin sögur og lifa sig inn í ævintýrin.“ Kristín hefur ferðast vítt og breitt um landið á vegum verk- efnisins Skáld í skólum og sagt frá goðsögunum. Hún segir börnin hafa brennandi áhuga á þeim. „Sum þeirra vita svo mikið um þær. Maður sér kvikna ljós í aug- unum á þeim og þau vilja segja frá því sem þau vita. Það er rosalega gaman,“ segir hún. Loks hægt að lesa í einum rykk Núna þegar Nornasögu-seríunni er lokið hefur Kristín snúið sér að nýjum verkefnum. „Ég er alltaf með fullt af hug- myndum. Þær eru að takast á og berjast meðan ég klára það sem ég er að vinna að þá stundina. Svo byrja ég að vinna að þeim hug- myndum sem hafa orðið ofan á þegar því verkefni er lokið,“ segir Kristín. „Núna er ég að skrifa fjórðu bók- ina um Úlf og Eddu. Ég var búin að lofa svo mörgum börnum að gera það og ætla að standa við það. Ég er líka byrjuð á alveg splunkunýrri bók en ég þori ekkert að segja um hana strax, svona hugmyndir eru svo viðkvæmar þegar maður er að móta þær. En svo er ég líka að vinna að myndabók sem kemur út á næsta ári. Það er mjög gaman því það er langt síðan ég hef gert myndabók.“ Kristín bætir við að lokum að hún sé ánægð með að þriðja bókin í Nornasögu-þríleiknum sé loks komin út. „Það var hugmynd mín með seríunni að skrifa bækur sem börn myndu lesa í einum rykk. Mig langaði að skrifa bækur sem eru svo spennandi að þú myndir byrja á einni og færir svo beint yfir í næstu og svo þar næstu. Núna er loksins hægt að lesa þær þannig.“ ■ Börn hafa brennandi áhuga á goðsögum Kristín með nornasögurnar þrjár en Nornasaga hefst við Listasafn Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fallegar myndir eftir Kristínu prýða bækurnar. MYND/ KRISTÍN RAGNA GUNNARSDÓTTIR Nornasaga 3 kom út nú fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.