Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 38
Ég fylltist miklu vonleysi þegar ég sökkti mér niður í hugsanir um þennan blákalda veruleika sem blasti við mér. Ég fór aftur að leita í fíkniefnin og nú í enn meira mæli en nokkru sinni áður. Í bókinni 11.000 volt – þroskasaga Guðmundar Felix, fær lesandinn sér sæti við hlið hans á þeirri rússí- banareið sem líf hans hefur verið. Aðeins 25 ára gamall missti hann báða handleggi í skelfilegu vinnuslysi, hinn 12. janúar 1998. Baráttusaga Guðmundar Felix hefst hins vegar ekki á þessum örlagaríka degi því stór áföll hafa mætt honum frá fyrstu æviárum. Erla Hlynsdóttir skrásetur söguna svo úr verður mögnuð frásögn sem snertir allan tilfinningaskalann. Hér má lesa brot úr bókinni: Vinir mínir og félagar voru dug- legir að heimsækja mig og ég eignaðist líka lítinn hund sem ég verð að viðurkenna að leit út eins og skítug moppa. Hann var af tegundinni silky terrier, feldurinn var afskaplega f lókinn og ég nefndi hann því Flóka. Ég var ekki beint í aðstöðu til að geta dundað mér við að kemba hann til að halda feldinum góðum og því lét ég klippa hann reglulega. Flóki var um ársgam- all þegar ég fékk hann en hann vantaði nýtt heimili. Ég hef alltaf verið mikill dýravinur og tel það algjör forréttindi að geta haft gæludýr í kringum sig. Mér þótti ógurlega vænt um Flóka og hann var mér sannarlega hvatning til að fara meira út að ganga. Ég hélt þá í tauminn með króknum og saman spókuðum við okkur í Kópavoginum. Þrátt fyrir að margt jákvætt ætti sér stað í lífi mínu var staðan engu að síður sú að ég var handleggjalaus öryrki og átti enga von um að geta nýtt menntun mína eða starfs- reynslu. Ég fylltist miklu von- leysi þegar ég sökkti mér niður í hugsanir um þennan blákalda veruleika sem blasti við mér. Ég fór aftur að leita í fíkniefnin og nú í enn meira mæli en nokkru sinni áður. Gríðarleg sjálfsblekking Þar sem ég var byrjaður að fá bætur vegna slyssins van- hagaði mig ekki um peninga og fór að kaupa fíkniefni í stærri skömmtum, líka til að fá betra verð. Í gegnum árin hafði ég kynnst mönnum sem þekktu aðra menn sem höfðu góð sam- bönd í undirheimunum og það var því ekki erfitt að verða sér úti um stóra skammta. Ég fékk mér kókaín og kannabis alla daga, allan sólarhringinn. Það er þannig að ef þú átt fíkniefni þá er gestkvæmt og félagar mínir voru duglegir að heim- sækja mig. Ég var bara alltaf heima, tók á móti gestum og neytti fíkniefna, og ef enginn var í heimsókn þá bara svaf ég. Þeir félagar mínir sem voru duglegir að koma í heimsókn nutu sannarlega góðs af því að ég átti alltaf efni. Heilsunni hrakaði hins vegar stöðugt hjá mér, ég grenntist og gulnaði. Fjandans lifrin þoldi illa álagið og hafði ekki við að hreinsa líkamann. Í einhverri sjálfsblekkingu taldi ég mér trú um að með því að nota aðeins það sem ég kallaði náttúruleg fíkniefni frekar en þau verk- smiðjuframleiddu héldi ég lifrarskaðanum í lágmarki. Þannig notaði ég mikið af kannabis og kókaíni, sem unnið er úr plöntum, en fúlsaði við e- pillum og amfetamíni nema við sérstök tækifæri. Fíknin getur svo auðveldlega blindað manni sýn á hið augljósa. Áfengið lét ég hins vegar að mestu vera enda hafði ég mikið heyrt um skaðleg áhrif þess á lifrina. Ég taldi mér trú um að ég hefði einhverja stjórn á neyslunni en hefði í raun ekki þurft annað en að líta í spegil til að sannfærast um hið gagnstæða. Alls enginn krakki Mér gekk illa að halda niðri mat og þegar ég náði því átti líkaminn erfitt með að vinna úr honum næringu. Ofan á allt þetta snarversnaði psoriasis- húðsjúkdómurinn sem ég hafði náð að halda niðri. Ég var allt annað en frýnilegur að sjá; grindhoraður, handleggjalaus og gulur með húð sem helst minnti á harðfisk. Algengur fylgifiskur gulu er síðan gríðar- legur kláði, ég var sífellt að nudda mér utan í eitthvað til að klóra mér og oftar en ekki blæddi einhvers staðar úr mér af því að ég hafði farið offari í til- raunum mínum til að losna við kláðann sem þó aldrei fór. Það er ekki eins og vinir mínir hafi samþykkt eða lagt blessun sína yfir neysluna hjá mér þó að þeir hafi verið með mér að neyta áfengis og fíkniefna. Ég er enginn krakki. Ég þarf aðstoð við persónulegar þarfir en annað þarf ég ekki hjálp við. Ég er fullorðinn maður og það þarf enginn að taka ábyrgð á mér. Ég vissi líka alltaf hverjir af vinum mínum væru til í smá fjör. Það var því aldrei þannig að þeir reyndu að banna mér að drekka eða segðu við mig að það væri ekki gott fyrir mig. Það var ekki þeirra hlutverk. Tárvot mamma Mamma og pabbi vissu að það var eitthvað misjafnt í gangi hjá mér þarna niðri en þau óraði aldrei fyrir umfanginu. Þau höfðu nýverið endurheimt son sinn eftir hræðilegt slys en þurftu nú bókstaf lega að horfa upp á hann veslast upp fyrir augunum á sér. Mamma mætti seinna í vinnuna á morgnana en pabbi og stundum kom ég upp til hennar áður en hún fór og við drukkum saman kaffibolla. Við kölluðum þetta gæðastundirnar okkar og ég vissi að henni þótti vænt um þessi augnablik. Stundum reyndi ég að fá mér líka morgunmat en ég átti til að æla honum jafnóðum, jafnvel beint ofan í diskinn sem ég var að borða úr. Ég hélt mig því yfir- leitt bara við kaffið. Með tímanum fór þessum gæðastundum fækkandi sam- hliða því sem neyslan jókst og heilsu minni hrakaði. Ég vissi að mamma leitaði sér stundum huggunar í bjórnum á kvöldin og einstaka sinnum drakk hún í sig nægan kjark til að koma niður til mín. Tárvot reyndi hún að ná til mín eða einhverra þeirra fjölda fíkla sem voru orðnir fastagestir við allsnægtaborð öryrkjans. Hálfrænulaus hreytti ég í hana ókvæðisorðum og skammaði hana fyrir að vera með ein- hverja hysteríu. Innst inni fann ég þó alltaf nístandi sting í hjartanu yfir þessum sam- skiptum en það dugði skammt og f ljótlega hvarf ég alltaf aftur inn í óminnisástand þar sem engin vandamál voru til. Eftir á hugsar maður sem foreldri hvað það hefur verið erfitt fyrir mömmu og pabba að horfa upp á þetta, að sjá barnið sitt, sem hafði lifað af þetta hræðilega slys, hreinlega vera að drepa sig hægt en örugglega. n Kókaín og kannabis alla daga Guðmundur Felix varð í ár fyrsti maðurinn í heiminum til að gangast undir tvöfalda handleggja­ ágræðslu við axlir. MYND/ BRYNJAR SNÆR ÞRASTARSON Orðinn gulur af skertri nýrna­ starfsemi. MYND ÚR EINKASAFNI Kápa bókarinnar um Guðmund. 20 kynningarblað 10. desember 2021 FÖSTUDAGURBÓK AJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.