Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.12.2021, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þessum þing- mönnum var fyrir- munað að standa með nátt- úruvernd vegna þess að þeim var svo mjög í mun að koma höggi á Guðmund Inga. Áföll og andlegt álag á borð við við- varandi misrétti og ofbeldi geta stuðlað að áhættu- hegðun. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Hver sá stjórnmálamaður sem beitir sér fyrir náttúruvernd er að berjast hinni góðu baráttu. Honum ætti að þakka inni- lega í stað þess að hneykslast á áherslum hans. Þess vegna er það sönn gleði- fregn að Guðmundur Ingi Guðbrandsson hafi, á síðasta degi sínum í embætti umhverfisráð- herra, friðlýst jörðina Dranga á Ströndum. Það sýnir að honum er verulega annt um náttúru- perlur þessa lands og beitir áhrifum sínum til að vernda þær, í stað þess að sitja aðgerðalaus hjá. Ekki gerði þessi góða gjörð þó alls staðar lukku. Til dæmis ekki hjá Miðflokknum. Þing- menn þess flokks, eða það sem er eftir af þeim, sáu ástæðu til að kveðja sér hljóðs á Alþingi til að froðufella vegna ákvörðunar Guðmundar Inga. Ekki kom það á óvart. Þingmenn Mið- flokksins hafa alveg einstakt lag á að leggjast gegn góðum málstað. Hitt vekur meiri furðu, að hluti stjórnarand- stöðunnar ákvað að stilla sér upp við hliðina á Miðflokknum, þar á meðal þingmenn Samfylk- ingarinnar og Viðreisnar. Þessir tveir flokkar eiga, eins og alkunna er, í töluvert mikilli tilvistarkreppu. Sú vonda staða hefur greinileg áhrif á einhverja þingmenn þessara flokka, sem virðast vera orðnir ansi ruglaðir í ríminu. Eða af hverju tóku þeir upp á því að gagnrýna það sem þeir hefðu réttilega átt að styðja? Frammistaða stjórnarandstöðunnar þennan dag var ansi aum – og er þá vægt til orða tekið. Ákvörðun Guðmundar Inga, sögðu þingmenn- irnir, væri dæmi um undarleg vinnubrögð. Þessum þingmönnum var fyrirmunað að standa með náttúruvernd vegna þess að þeim var svo mjög í mun að koma höggi á Guðmund Inga og vildu um leið reyna að ala á tortryggni innan ríkisstjórnarinnar. Hluta stjórnarandstöðunnar fannst sem sagt mikilvægara að steypa sér í pólitískar skotgrafir en að lýsa yfir stuðningi við náttúruvernd. Sú forgangsröðun kallar ekki beinlínis á aðdáun. Það er dapurlegt að horfa upp á þennan vesældarlega afleik stjórnarand- stöðunnar. Hún verður að standa sig betur en þetta ætli hún sér að verða marktæk. Tómas Guðbjartsson, læknir og ötull náttúru- verndarsinni, þekkir hina fögru náttúru lands- ins betur en flestir aðrir og er, eins og margir, heillaður af hinni einstöku náttúru Stranda. Hann segir: „Þetta er einhver stórkostlegasta náttúra sem Ísland hefur upp á að bjóða … Frá- farandi umhverfisráðherra verður minnst fyrir stuðning sinn við friðun þessarar náttúruperlu á meðan hinir gráðugu munu gleymast.“ n Friðunin Við fáum oft að heyra að íþróttir séu besta forvörnin, en er það svo? Við getum aðeins treyst á forvarnar- gildi íþróttaástundunar þegar jafnrétti ríkir í allri sinni dýrð. Aðeins þá. Eðli forvarna er að sporna við hvers konar áhættu- hegðun, eða hegðun sem gæti dregið úr lífsgæðum og hamingju. Áföll og andlegt álag á borð við viðvarandi misrétti og of beldi geta stuðlað að áhættuhegðun og ýtt undir aðra kvilla á borð við kvíða, brotna sjálfs- mynd og þunglyndi. Á meðan #MeToo-bylgjan stóð sem hæst var það álit fólks að frásagnir af upplifun stúlkna og kvenna í íþróttum væru hvað mest sláandi. Þar afhjúpaðist hversu mikið kynjamisréttið hefur verið í gegnum tíðina. En átakanlegast fannst mér að lesa um það kyn- ferðisof beldi sem hefur verið beitt og svo þaggað niður. Líkt og fram kemur hér að ofan geta slík áföll orðið algjör andhverfa þess sem forvarnir standa fyrir. Í vikunni kom út skýrsla um kynferðislega áreitni og of beldi innan KSÍ og tillögur starfshóps til úrbóta innan hreyfingarinnar. Í skýrslunni blasir vandinn skýrt við og það er ósk mín að þessar tillögur marki tímabær tímamót í sögu íþrótta á Íslandi. Í dag, 10.desember, er alþjóðlegur dagur mann- réttinda og af því tilefni stendur Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir opinni málstofu um jafn- rétti í íþróttum í Ráðhúsinu kl.9 - 10.30. Þar verða kynntar niðurstöður jafnréttisúttektar hverfis- íþróttafélaga í Reykjavík, rætt um hinsegin fólk og íþróttir, aðgengi fólks af erlendum uppruna að íþróttum og fyrrnefnda skýrslu um KSÍ. Við verðum að nýta þann mikla kraft sem umræða um kynjamisrétti í íþróttum hefur gefið okkur til að efla enn frekar forvarnagildi íþrótta, til að við öll getum stundað þær með þeirri vissu að jafnrétti ríki þar í öllum birtingarmyndum. n Eru íþróttir besta forvörnin? Diljá Ámundadóttur Zoega situr fyrir hönd Viðreisnar í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í Reykjavík ser@frettabladid.is Skrýtin byrjun Hildur Björnsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti í fyrradag að hún sæktist eftir oddavitastöðu f lokksins í Reykjavík og hygðist þar með keppa við Eyþór Arnalds um fyrsta sætið fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Alvanalegt er að frambjóðendur láti bera meira á sér en minna eftir svona yfirlýsingar og því vakti það sérstaka athygli í gær, þegar Hildi bauðst að setjast niður með Eyþóri á Fréttavaktinni á Hringbraut, að hún sá sér ekki fært að mæta. Kannski er þetta nýtt trix í bókinni … Vinaóreiðan Hagsmunaöflin í landinu hafa verið á ofsafengnum yfirsnún- ingi síðustu daga, eftir að ein mesta verkefnatilfærsla innan íslenskra ráðuneyta var til- kynnt með viðhöfn af Katrínu og kó á Kjarvalsstöðum. Og voru nú góð ráð dýr, því allt í einu voru uppsöfnuð og árang- ursrík kynni þrýstihópanna við lykilfólk í einu ráðuneyti orðin einskis nýt af því málaflokkur- inn tilheyrði nú allt öðru húsi Stjórnarráðsins. En staðan er þá þessi: Aldrei hafa eins margir lobbíistar þurft að eignast jafn marga nýja vini innan kerfisins og einmitt núna … n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2021 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.